Heimilisritið - 01.08.1958, Page 54

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 54
Eftir drykklanga stund, sneri hann sér við á stólnum, og hélt áfram: ,,Gott og vel. Setjum sem svo, að fyrir eitthvert tilvilj- unarkennt óhapp, ætti ég eftir að kvænast seytján ára stúlku; tökum til dæmis Möschu . . . Maríu Alexandrowna, vildi ég sagt hafa. Hún er ágætt dæmi, þó það sé kannske skrýtið að mér skyldi einmitt detta hún í hug.“ Ég fór að hlæja, því ég botnaði ekki í, hvað honum fannst einkennilegt við að taka mig sem dæmi, frekar en ein- hverja aðra. ,,Jæja,“ hélt han áfram með vaxandi ákefð, og hita í röddinni, ,,segið mér nú í fullri einlægni, hvort þér mynd- uð ekki taka því sem hverju öðru mótlæti að fórna lífi yðar gömlum manni, sem líkt er ákomið með og mér; hef- ur lifað sitt fegursta og þráir aðeins ró og næði ? En guð má vita hvað er að brjótast um í huga yðar, og hvað yður er að dreyma.“ Ég fann til einhverrar ónotakendar og mig setti hljóða, enda vissi ég ekki hverju ég ætti að svara. ,,Ég er nú ekki að biðja um hönd yðar,“ bætti hann við hlæjandi. ,,Ég þykist alveg viss um, að það er ekki eigin- maður á borð við mig, sem yður er að dreyma um, þegar þér eruð á skemmtigöngum yðar í garðinum. ESa mynduð þér ekki verða óhamingjusöm ef það ætti samt sem áður eftir að ske ?“ ,,Ekki beinlínis óhamingjusöm,“ sagði ég, en hann bætti við: ,,En ekki heldur hamingjusöm ?“ ,,Nei, en ég gæti skipt um skoðun,“ sagði ég. Hann tók fram í fyrir mér á ný: ,,Þarna sjáið þér,“ sagði hann og sneri sér að Kötju. ,,Hún hefur vafalaust rétt fyrir sér, og ég er henni mjög þakklátur fyrir hreinskilnina, og ég er feginn að við færðum þetta í tal. En það er ekki nema hálfsögð sagan. Slíkt hjónaband myndi valda mér þeirri mestu óhamingju, er ég gæti hugsað mér.“ ,,Þér eruð einkennilegur maður,“ sagSi Katja, ,,og alltaf líkur sjálfum yður.“ Hún reis á fætur og gekk inn til að sjá um að kvöldverðurinn yrði borinn fram. 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.