Heimilisritið - 01.08.1958, Side 59
En liti hann hins vegar innilega til mín um leið og hann
gerði einhverja athugasemd viðkomandi mér, eða að ég
fann klökkva eða góSlátlega kímni í rödd hans, er hann
lét einhver slík orð falla, þá veit sá sem allt veit að mér
fannst ég vera hamingjusamasta stúlkan í veröldinni.
,,Já, það væri synd að segja að þér væruð léttúðug,“ sagði
hann. ,,Þér eruð verulega dugleg, ung stúlka, og þess vegna
öfundsverð.“
III
OG FYRIR hvað hlaut ég svo þessi hrósyrði, sem höfðu
svona unaðskennd áhrif á mig, og ég var svona ánægð yfir ?
Stundum þurfti ekki annað til en ég tæki þátt í gleði Gre-
gors gamla þegar hann lék við litlu sonardóttur sína, sem
var eftirlætið hans, eða þá að ég segði að einhver skáldsaga
eða kvæði hefði slík áhrif á mig aS ég gæti glaðzt og þjáðst
meS söguhetjunni, eða ég lét þá skoðun mína í ljós, að
Mozart væri mestur allra tónsmiða. Mig furðar á því núna,
að skoðanir mínar á hlutunum skyldu alltaf vera nokkurn
veginn þær réttu og hvernig ég, oft af einskærri tilviljun,
datt niður á einmitt það, sem var hans skoðun líka. Allar
þær hugmyndir, sem ég hafði gert mér áður um eitt og
annaS, féllu honum yfirleit ekki í geð, það fann ég greini-
lega á svipbrigðunum í andliti hans ef ég reyndi að flíka
þeim, og stundum hristi hann höfuðið í fullkominni vand-
lætingu. ÞaS kom líka ekki ósjaldan fyrir, er hann var að
leggja mér lífsreglur, að ég vissi það alveg fyrirfram, hvað
hann ætlaði að segja. Ég hafði yfirleitt tileinkað mér hugs-
anir hans og tilfinningar og gert þær að mínum eigin. í
einu vetfangi hafði orðið gjörbreyting á lífi mínu, sem gerði
það fegurra en nokkru sinni fyrr.
Ég var alveg ójálfrátt farin að sjá alla hluti í nýju ljósi;
Kötju, Sonju, allt heimilisfólkið, sjálfa mig og hin daglegu
viðfangsefni mín. Bækurnar, sem ég las til að drepa tím-
ann, vöktu nú orðiS alveg sérstaka ánægju hjá mér, af því
HEIMILISRITIÐ
57