Heimilisritið - 01.08.1958, Side 62
Það leið ekki á löngu þar til
Bill Newell hafði girt staðinn og
rekið alla forvitna í burtu. Hann
benti fólki á, að þetta væri hans
land og það ætti engan rétt á að
vera þar. Innan fárra klukku-
stunda var hann búinn að koma
upp tjaldi yfir risann og fór að
selja aðgang.
Langar biðraðir mynduðust
fyrir utan tjaldið fyrstu vikurnar
á eftir þegar blöðin höfðu kom-
izt að þessu og fréttin borizt út,
og brátt námu gestirnir þúsund-
um.
Bill hækkaði aðgangseyrinn um
helming, en miklar deilur stóðu
um þetta mál. — Sendinefndir
presta heimsóttu staðinn og
gláptu á risann steingerða.
Fólkið talaði í hvíslingum og
andagt við gröfina. Var þessi
risi virkilega steingerður maður ?
Var þetta ævaforn guð ?
Prestar ræddu þetta mál í stól-
ræðum sínum og sögðu að risinn
væri sönnun orða Biblíunnar um
að risar hefðu verið til á Biblíu-
tímanum. Prófessor Drater frá
ríkis-þjóðminjasafninu, skoðaði
risann og sagði á eftir, að þetta
væri merkilegasti fornleifafund-
ur, sem nokkru sinni hefði verið
gerður í Ameríku.
Prófessorar frá Yale-háskólan-
um og færir efnafræðingar lýstu
yfir því, að risinn væri örugglega
steingervingur og gestunum fjölg-
aði sí og æ. Það leið ekki á löngu
þar til Bill Newell hætti að ganga
í fátæklegum bóndafötum. Hann
keypti sér lafafrakka og hélt
lærða fyrirlestra um risann.
Stundum var glettnissvipur í
augum hans þegar vísindamenn-
irnir töluðu af miklum lærdómi
um risann, en það sáu ekki aðrir
en kona hans.
Næstum hvern dag fór frú
Newell í bankann með aðgangs
eyrinn frá deginum áður, en hún
komst að því í samtölum við
bankastjórann, að maður hennar
lagði ekki inn neinar stórar upp-
hæðir, eins og hún hafði þó
haldið, því að gestirnir voru
margir. Hún tók líka eftir því,
að maður hennar skrifaði mjög
oft til frænda síns, George Hull,
sem bjó í Chicago.
Forvitni hennar var nú vakin
og hún náði eitt sinn tveimur
bréfum til Hull og opnaði þau
með gufu frá katlinum. Það var
stór ávísun í hvoru bréfi. George
Hull fékk auðsýnilega bróður-
partinn af aðgangseyrinum, þó
að risinn hefði fundizt á jörð
bónda hennar.
Þegar kom fram á vetur, fékk
Hull ennþá stærri skerf af að-
gangseyrinum. Þá borgaði hann
flutninginn á risanum til sýning-
arskála í borginni Syracuse. —
60
HEIMILISRITIÐ