Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 8
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* Ö ll þurfum við að borga nefskatt til Ríkisútvarpsins en svo er loftnetum kippt úr sambandi og þá þarf að borga viðbótarkostnað til að ná útsendingum gegnum búnað sem fá þarf hjá Símanum til að ná sendingum í gegnum símalagnir. Þetta er auka- kostnaður og ég tel að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Ásbjörn R. Jó- hannesson, forstöðumaður rafiðnaðar- sviðs Samtaka iðnaðarins. Hann segir að þegar breiðbandið kom til sögunnar hafi menn viljað meina að loftnet væru óþörf og nefnir að skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafi bannað loftnet á húsum í Setbergslandi vegna tilkomu breiðs- bandsins. „Nú hefur Síminn lokað breiðbandinu og haldið er að fólki að taka sjónvarpið inn með fjarskiptalögnum, það er að segja í gegnum símalínur. Þá þarf tæki til þess að ná þessum útsendingum á ADSL eða það sem menn kalla ljósnet,“ segir Ásbjörn. Hann segir að ef fólk geti fengið sjónvarpssendingu í loftnet eigi það ekki að þurfa að borga neitt til við- bótar nefskattinum. Betur sé staðið að málum vegna útsendinga hjá 365, það fyrirtæki hafi staðið sig vel í að setja upp senda. „Það er almennur misskiln- ingur,“ segir Ásbjörn, „að ekki sé hægt að taka á móti stafrænni sendingu í gegnum loftnet, í stað hliðrænnar send- ingar.“ Fyrirhugað er að Ríkisútvarpið leggi niður hliðrænar útsendingar árið 2014. Ásbjörn segir að Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Landssam- band útvegsmanna hafi nýverið sent Alþingi umsögn um þingsályktunartil- lögu um tólf ára fjarskiptaáætlun. Þar segir meðal annars: „Afar mikilvægt er að allir geti notið útvarps og sjónvarps hvar sem þeir eru staddir. Samtökin leggja áherslu á að áfram verði haldið uppbyggingu senda um landið þannig að hagkvæmasti kosturinn til móttöku á hljóðvarps- og sjónvarpsefni í gegnum loftnet verði ekki fyrir borð borinn. Því þarf að veita fjármagni í það verkefni til jafns við önnur er varða umræddar fjarskiptaáætlanir. Tækniframfarir hafa ekki síður átt sér stað á sviði loftnets- móttöku og býðst flestum landsmönn- um í dag að taka við stafrænu merki um loftnet með sömu mynd- og hljóð- gæðum og sjónvarpsefni um streng. Loftnet á húsum munu því gegna mikil- vægu hlutverki enn um sinn.“ Síðan segir: „Aðgangur að fjarskiptaþjónustu um streng eingöngu takmarkar rétt þeirra sem vegna atvinnu sinnar og/ eða búsetu verða að treysta á móttöku útvarps- og sjónvarpsefnis um loftnet. Framúrskarandi fjarskiptaþjónusta um loftnet tryggir hins vegar þjónustu við sjófarendur kringum landið, við byggðir utan þéttbýlis, við ferðalanga og starf- andi á hálendi Íslands og almennt við ferðafólk. Í öllum bifreiðum, hjólhýsum og ferðavögnum er búnaður sem gerir ráð fyrir móttöku gegnum loftnet, FM hljóðvarpsmóttöku ásamt hliðrænni og stafrænni sjónvarpsmóttöku.“ Samtökin benda á að fjarskipti um streng fela í sér aukinn kostnað og mjög óæskilegt sé að það verði eini möguleik- inn til móttöku fjarskipta.  Fjarskipti staFræn sending í stað hliðrænnar Loftnetin fullgild til stafrænnar móttöku Almennur misskilningur er að ekki sé hægt að taka á móti stafrænni sendingu í gegnum loftnet, segir forstöðumaður rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins. Þrenn samtök hvetja Alþingi til að sjá til þess að hagkvæmasti kosturinn til móttöku á hljóðvarps- og sjónvarps gegnum loftnet verði ekki fyrir borð borinn. Þetta er auka- kostnaður og ég tel að þetta sé brot á mannrétt- indum. Misskilningur er að ekki sé hægt að taka á móti stafrænni sendingu í gegnum loftnet. Tals- menn þriggja samtaka telja að aðgangur að fjarskiptaþjónustu gegnum streng eingöngu takmarki rétt þeirra sem treysta á móttöku útvarps og sjónvarps um loftnet. Ljósmynd Hari Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Margrét Hallgrímsdóttir, Guðmundur G. Þórarinsson og Helgi Ólafsson skákmeistari með steinplötuna.  skákeinvígi sýning í ÞjóðminjasaFninu Fischer fannst reitirnir of stórir „Fischer fannst reitirnir of stórir og bað um borð með minni reitum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambandsins, sem afhenti Þjóðminjasafninu á dögunum taflborðsplötu frá dögum „einvígis aldarinnar“ þegar Bobby Fischer og Boris Spassky tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák í Laugardalshöllinni fyrir fjörutíu árum. Í tilefni þess hefur Þjóðminjasafnið efnt til sýningar í Horni, á 2. hæð safnsins. Þar eru munir og myndir sem tengjast einvíginu. Einvígi fulltrúa stórveldanna vakti heimsat- hygli. Vegna afstöðu Fischers til plötunnar var hún aldrei notuð. Þess í stað lét Skáksambandið smíða þrjár í við- bót og völdu meistararnir eina sem notuð var í það tafl- borð sem Gunnar Magnússon smíðaði og er til sýnis í Þjóðminjasafninu. Svörtu reitirnir voru úr íslensku gabbrói en þeir hvítu úr marmara. Guðmundur segir að erlendir aðilar sækist mjög eftir munum frá einvíg- inu en Skáksambandið gaf Þjóðminjasafninu á sínum tíma taflborð meistaranna, stólana og hliðarborðin, auk taflmannanna. „Miðað við þær fréttir sem ég hef af kaupum og sölum á svona munum fengjust um 150- 200 milljónir króna fyrir þá muni sem Skáksambandið gaf. Af því má sjá hvað þessi fjárvana áhugamanna- félög, eins og skákhreyfingin, hafa gefið þjóðinni.“ Margrét Hallgrímsdóttur þjóðminjavörður segir gjöfina mikinn feng fyrir Þjóðminjasafnið eins og allt frá einvíginu; það eru merkar þjóðminjar. 8 fréttir Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.