Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 58
Á undanförnum árum hefur verk-takafyrirtækið Flísaverk sérhæft sig í að gera upp baðherbergi. Eftir að hafa gert upp yfir 300 baðherbergi færði fyrirtækið svo út kvíarnar og stofnaði heimasíðuna www.badherbergi.is <http:// www.badherbergi.is> ásamt verslun og sýningarsal að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Kristján Sveinsson hjá Flísaverki segir hugmyndafræði þeirra ganga út á að geta veitt alla þá þjónustu sem þurfi þegar verið er að breyta baðherbergi. Talsverð hag- kvæmni fylgi því að vera með þetta á einni hendi, bæði hvað varðar aðföng og vinnu. „Í sýningarsal Baðherbergi.is geta þeir sem hyggja á endurbætur fengið hug- myndir og séð flísar, tæki, innréttingar og gler uppsett sem fullbúin baðherbergi. Þar er einnig verslun með allt fyrir bað- herbergi á einum stað. Við bjóðum upp á vörur frá helstu innflytjendum hrein- lætistækja svo sem Tengi, Ísleifi Jónssyni, VÍDD, Flísabúðinni, Íspan, Slippfélagaginu og Rein steinsmiðju.“ Kristján segir marga eflaust þekkja hversu viðamikið verk- efni endurgerð á baðherbergi geti verið. Sérstaklega þegar allt er komið í óefni til dæmis þegar lagnir gefa sig og allt er fúnað í sundur. „Þetta þarf samt sem áður ekki að vera neitt stórmál. Yfirleitt er hægt að klára verkefnið á tveimur til þremur vik- um, en það er með þeim fyrirvara að vanir menn sjái um málið og greið leið sé að öllu því efni sem til þarf til framkvæmdanna.“ Kristján bætir því við að þeir félagar hafi tekið ákvörðun um að sérhæfa sig í endur- gerð baðherbergja, eldhúsa og heimilisins í heild frekar en að sjá um nýbyggingar en að sjálfsögðu séu þeir alltaf opnir fyrir verkefnum að öllu tagi. „Auðvitað tökum við að okkur allt sem að okkar fagi snýr. Við erum til dæmis mikið í skolplagna-end- urnýjun, raflögnum, almennu múrverki, flísalögnum og málningarvinnu.“ Hjá fyrirtækinu starfa nú tuttugu menn sem koma úr ýmsum iðngreinum. „Með þessum hætti er okkur kleift að geta sinnt öllu því sem þarf til að klára verkið,“ segir Kristján. „Við sjáum um allt frá niðurrifi og förgun til lokafrágangs. Það má segja að þetta sé allur pakkinn og hver einasti verkþáttur er unnið af fagmönnum. Áður fyrr höfðum við oft séð um innkaup að- fanga fyrir viðskiptavini okkar hjá hinum ýmsu verslunum en ákváðum nú að bæta við þjónustuna með eigin sýningarsal með vörum frá fyrirtækjum sem hafa reynst okkur vel og við viljum nota. Í sýningar- salnum höfum við sett upp átta bása með fullbúnum baðherbergjum þar sem hægt er að skoða úrval flísa, hreinlætistækja, ofna og fleira í réttu umhverfi. Ekki má gleyma því að þar er líka hægt að skoða handbragð okkar manna, sem að sjálf- sögðu eru fyrsta flokks." K Y N N I N G  FlísaverK öll þjónusta þegar baðherberginu er breytt Allt fyrir baðherbergið Hjá Flísaverki starfa um tuttugu menn úr ýmsum iðngreinum. viðhald húsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.