Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 64
Biðstofublús Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL E Te ik ni ng /H ar i Ekki verður beinlínis sagt að hugað sé að geðheilsu þeirra sem eiga erindi á læknastofur, annað hvort í eigin erindum eða með aðra. Með hækkandi aldri for- feðra okkar hjóna hefur ferðum á heil- brigðisstofnanir fjölgað – og þar með bið á læknastofum. Þar er að vonum alls konar fólk, foreldrar með ung börn, mið- aldra fólk og gamalt. Sumir sitja og stara út í loftið en aðrir horfa í gaupnir sér. Þeir sem saman koma tala í hálfum hljóðum og síðasti hópurinn les – eða reynir að lesa því litteratúr þessara samkomustaða er undarlegur, svo ekki sé meira sagt. Í síðustu heimsókn á læknastofu beið ég þolinmóður meðan hugað var að ástandi míns nákomna. Fyrst horfði ég á fólkið í kringum mig en það horfði ekki til baka. Ég kannaðist ekki við neinn. Stemningin var dauf og kannski að von- um. Annað hvort var fólkið sjálft haldið einhverjum krankleika sem finna þurfti bót á eða beið meðan ættingi var skoð- aður. Þeir sem inn komu gengu beint að konu handan glers og gáfu upp kennitölu, settust síðan og biðu eftir að kallið kæmi, það er að segja að þeir yrðu kallaðir upp en ekki að þeirra hinsta stund væri upp runnin. Til þess að stytta biðtímann reyndi ég að finna lesefni í boði biðstofunnar. Það var að mestu í henglum, kápulaust og snjáð, hafði fengið að kenna á flett- ingum þúsunda handa, stórra og smárra í gegnum tíðina. Sú tíð var löng því flest var þetta margra missera eða ára gamalt efni. Fæst var uppörvandi, síst bæklingar um hina og þessa sjúkdóma sem hrjá mannskepnuna. Þurfi menn að leita á læknastofur er ekki spennandi að lesa um alls konar innanmein. Nóg er nú samt. Ekki leyfði ég mér að hugsa til þeirra sýkla sem vera kynnu á blöðunum enda ekki með próf upp á slíkt. Þó læddist að mér sá grunur að kannski væri ekki heilsusamlegt að handleika þessi blöð, hafandi það í huga að um það bil fimm þúsund manns hefðu flett þeim áður, einkum þeir sem illa haldnir voru af kvefi, flensu, magakveisu og höfuðverk, svo ekki sé minnst á aðrar og hættulegri pestir. Ég gróf ofan í blaðakörfuna og sneiddi pent framhjá sjúklinga- og sjúkdómablöð- um. Hvorki var þar að finna ný eða nýleg dag- eða vikublöð svo á endanum hafði ég val um þrennt; snjáð golfblað, gamalt rit um karlmannatísku og 30 ára afmælisblað Ármúla- skólans. Ég lét golfblaðið eiga sig. Ég á að vísu golfsett í bílskúrnum en það er ónotað. Sá sem ekki nennir að draga golfsett út á völl leggst tæpast í djúpar pælingar í tíma- riti golfmanna. Karl- mannatískan höfðaði heldur ekki til mín. Þó má vera að ég hefði geta nýtt mér leiðbeiningar úr tískuritinu, sérstak- lega af því að það var gamalt. Í seinni tíð hef ég ekki lagt mig beint eftir nýjustu tískustraumum. Eftir sat því afmælisrit Ármúlaskólans. Ég las það í gegn, kynnt- ist forsögu skólans, húsnæðisþrengslum og loks draumum um meira rými með ný- byggingu. Í blaðinu voru myndir af fyrstu skóflustungu nýbyggingarinnar sem borgarstjóri Reykjavíkur og menntamála- ráðherra tóku snemma á hrunárinu 2008, grunlitlir ráðamenn um það sem síðar helltist yfir okkur – og hefur vafalaust seinkað nýbyggingu skólans. Athyglis- verðast var að sjá hverjir fóru með völdin það sæla vor, einkum hver gegndi borgar- stjóraembættinu. Á því kjörtímabili hafði nýr borgarstjóri varla kynnst helstu emb- ættismönnum borgarinnar þegar nýr tók við. Það var Ólafur F. Magnússon sem þarna sveiflaði skóflunni í stuttri borgar- stjóratíð sinni. Með á myndinni var Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, með aðra skóflu. Þetta efni læsi maður varla ótilneydd- ur í mars á því herrans ári 2012 – en skólablaðið var þó það skásta sem í boði var á biðstofunni. Þegar áfram var flett í því blöstu við gamlar og nýjar myndir af nemendum og kennurum, eins og algengt er í blöðum sem þessum, auk frásagnar af húsdraug skólans. Ármúlablaðið las ég í tvígang áður en skjólstæðingur minn kom út frá lækninum. Ég treysti mér alls ekki í golfið og því síður tískuna. Góðhjartaðir menn hafa skilning á þrengingum heilbrigðiskerfisins og niðurskurði og eflaust er dýrt að kaupa glansblöð á biðstofur. Því enda þar bæklingar um hjáveitur og hjartaskurði, bjúg og botnlangatotur, legslímuflakk og líknarbelgi, æðaþrengingar og æðahnúta, auk fyrrgreindra þriggja blaða um gamla tísku, golf og þrítugan Ármúlann. Betra væri samt ef þessar fátæku stofur leituðu til velunnara og fengju reglulega senda skammta af nýlegum blöðum og tíma- ritum og hentu um leið gamla rifrildinu sem lesið hefur verið upp til agna. Allt er þetta sagt með fullri virðingu fyrir kynn- ingarritum um hjarta- og æðasjúkdóma, og öðrum sérfræðiritum þar sem fjallað er um baráttu við tásveppi, hárlos, flösu og nefrennsli barna á forskólaaldri. Miðað við stuðið á biðstofunum mætti hugsa sér að endurflytja þar í hljóðkerfi gamla þætti Óskalaga sjúklinga í þeirri von að peppa liðið svolítið upp. Þess- ara óskalagaþátta Ríkisútvarpsins minnist pistilskrifarinn frá æskudögum. Í hroka hins unga aldurs kann sá hinn sami að hafa nefnt það þá – eða minnsta koti hugsað – að miðað við lagaval hefðu beiðendur óskalaganna flestir verið dánir þegar orðið var við ósk þeirra, eða þeir nývaknaðir eftir langt meðvitunarleysi. Samt væri slíkur endur- flutningur skárri afþreying en það lesefni sem nú býðst. Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið? Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.