Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 56
18 viðhald húsa Helgin 16.-18. mars 2012 N ú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum þar sem einatt eru teknar ákvarðanir um mikilvæg mál og kostnaðarsamar framkvæmdir. Samkvæmt fjöleignarhúsalögum gilda ákveðnar reglur um töku ákvarðana. Ákvörðun um sameiginleg málefni skal tekin á húsfundi. Mjög mikilvægt er að fundurinn sé boðaður og haldinn í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Það eru mörg dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna mistaka og klúðurs við undirbúning og framkvæmd húsfunda. Skyldur stjórnar Það er stjórn húsfélags sem boðar til húsfunda og ber ábyrgð á því að fundarboðun sé lögleg. Sú skylda hvílir á stjórnin að undir- búa aðalfundi af kostgæfni, bæði fundarboðið, tillögur, skiplag, umgjörð og stjórn fundarins. Stjórn er heimilt að fá ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga við aðalfundi. Oft er það nauðsyn- legt til að rjúfa sjálfheldu vegna deilna í húsfélaginu. Með allt á hreinu Þótt það virðist ekki vera mik- ið vandaverk að halda hús- fundi, sem standast laga- kröfur og eru bærir til að taka lögmætar ákvarð- anir, þá reynist það oft þrautin þyngri. Þess vegna og til að mæta brýnni þörf setti Hús- eigendafélag- ið á laggirnar sérstaka og al- tæka þjónustu um allt sem að húsfundum lýtur. Þeim hús- félögum sem vilja hafa allt á hreinu í þessu efni og leita að- stoðar húsfundaþjón- ustunnar fer ört fjölgandi. Hér er um að ræða alhliða húsfundaþjón- ustu, það er lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð við fundarboð og tillögur og gagnaöflun. Lögmaður með sérþekkingu annast fundarstjórn og ritun fundargerðar er í höndum laganema. Einnig er séð fyrir fundarhúsnæði enda brýnt að húsnæði sé viðunandi og henti til funda. Öryggisráðstöfun Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé staðið að töku ákvarðana en á því vill oft verða misbrestur með afdrifaríkum afleiðingum eins og mörg dæmi sanna. Þessi þjónusta er því skynsamleg öryggisráðstöfun fyrir alla, bæði eigendur og viðsemjendur húsfélags, banka og verktaka. Fundur, sem er undirbúinn og haldinn af þekk- ingu og fagmennsku er ávallt og að öllu leyti betri, málefnalegri, markvissari og árangursríkari fundur en þar sem fum og fúsk ræður. Á húsfundum, ekki síst aðalfundum, eru gjarnan teknar ákvarðanir um dýrar fram- kvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar fyrir húsfélög og veruleg fjárútlát, sem oft nema hundruðum þúsunda og stundum milljónum fyrir hvern eiganda. Það er almennt forsenda fyrir lög- mæti ákvörðunar um viðhaldsframkvæmdir og fyrir greiðsluskyldu eigenda, að ákvörðunin hafi verið tekin á fundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn. Húsfundaþjónustan Húsfundaþjónustan felur í sér ráðgjöf og aðstoð við undirbúning og boðun húsfunda og stjórnun funda og ritun fundargerða. Frá Húseigendafélaginu koma að hverjum fundi fundarstjóri og fundarritari. Fundarstjóri er lögmaður, sem hefur þekkingu, þjálfun og reynslu í fundahöldum, ásamt þekkingu á sviði fjöleignarhúsa- mála. Starfsmenn og lögfræðingar félagsins koma einnig að málum og aðstoða við undirbúning funda, samningu fundarboða, ályktana, tillagna og samantekt annarra fundargagna og eru ráðgefandi um öll atriði. Þjónustan hefst með undirbúningsfundi lögfræðings félagsins með forsvars- mönnum húsfélagsins þar sem farið er yfir fundarefnin og málefni húsfélags- ins og línurnar lagðar. Hófleg þóknun – félagsaðild Fyrir þessa þjónustu er tekin mjög sanngjörn þóknun, sem miðast við hóflegt tímagjald og þann tíma, sem í verkið fer. Hér er boðin fram sérþekk- ing, kunnátta og reynsla og er gjaldið fyrir þjónustuna lágt í ljósi þess og einnig þegar haft er í huga að hún fyrirbyggir deilur og hugsanlegt fjártjón. Það er því mikið hags- munamál fyrir alla; eigendur, viðsemjendur, lánastofnanir, verktaka og aðra að húsfund- ir séu rétt haldnir þannig að ákvarðanir þeirra verði ekki véfengdar síðar með þeim leiðindum og fjárhagslegu skakkaföllum sem því fylgir. Hús- fundaþjónustan er öðrum þræði leiðsögn og sýni- kennsla í að und- irbúa og halda húsfundi og oft geta húsfélög oft verið sjálfbjarga til framtíðar í þeim efnum. Til að fá þessa þjónustu þurfa húsfélög annaðhvort að vera í Húseigenda- félaginu eða að tillaga um félagsaðild sé á dagskrá viðkomandi húsfundar.  HúSfundaþjónuSta HúseigeNdafélagsiNs HúsfuNdir verða að staNdast lagakröfur Lögmæti funda - mikið í húfi Námskeið um viðhald og endurbætur húsa Viðhald og viðgerðir gamalla timburhúsa• Sólpallar og skjólgirðinar• Nýlögn og viðhald parkets • Varmadælur• Brunaþéttingar• Raki og mygla í húsum.• Skúlatún 2 - 105 Reykjavík Sími 590 6400 - Fax 590 6401 idan@idan.is - www.idan.is IÐAN fræðslusetur býður upp á fjölda námskeiða, m.a. Skráning á www.idan.is og í síma 590 6400. Fjölbreytt námskeið fyrir byggingarmenn Skráning á idan.is HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.