Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 68
48 bækur Helgin 16.-18. mars 2012  RitdómuR LéttiR JónínA LeósdóttiR Mest selda innbunda skáldverkið í Eymundsson þessa vikuna er Kanill – ævintýri og örfá ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jóns- dóttur bónda. Þetta er önnur bók hennar, sú fyrri heitir Einnar báru vatn. VinsæLL KAniLL  RitdómuR KonuRnAR á stRöndinni eftiR toVe ALsteRdAL f ormgerð spennusögunnar er kunn og nýr reyfari frá Svíþjóð staðfestir það. Ung kona vestan- hafs er vel sett í starfi, ástfangin og sæl með manni sínu sem er sjálfstæður blaðamaður, metnaðargjarn og vel af guði gerður. Hann vill slá í gegn og leggur af stað til gömlu álfunnar í leit að efni. Hún vinnur við sviðsetningar, er þjálfuð í að greina atburði leiksins og svið atburðarásar. Hún ber bagga, föðurlaus úr umróti gömlu álfunnar, móðirin nýlátin flóttakona frá Prag. Eig- inmaðurinn hefur samband frá París og segist vera kominn á rekspöl í rannsókn sinni og á leið heim, sendir á undan sér böggul, en eftir það spyrst ekki meir til hans. Ung sænsk stelpa er að skemmta sér á suðurodda Spánar, hefur pikkað upp strák og þau gamnað sér á strönd í myrkri næturinnar. Svo vaknar hún ein að morgni, rænd og yfirgefin. Hún leitar að eigum sínum og gengur fram á lík af ungum blökkumanni í flæðar- málinu. Þriðja konan er í felum á hafnarsvæði á Spáni, hún er ein úr hópi flóttamanna sem kom að næturþeli frá ströndum Afríku. Henni tekst að komast af hafnar- svæðinu og reikar út á hvíta strönd, finnur þar skópar og leggur af stað í langa för fótgangandi. Þetta eru konurnar á ströndinni. Saga þeirra þriggja skerst, tvær þeirra lifa af, en sú þriðja ferst. Efnið er orðið kunnuglegt: Mansal, þrælasala nú- tímans og sögusviðið eru háborgirnar París, Lissabon og New York. Átaka- svæðin eru gististaðir fátækra og ríkra, auður og örbirgð takast á. Þráðurinn felst í leit leikmyndasmiðsins að manni sínum sem hún finnur um síðar en þá hefur hún þrætt öngstræti og afkima, farið dulbúin um í leit að sannleika og afdrifum bónda síns. Margar eftirminnilegar persónur stíga fram: Rússnesk kona á miðjum aldri sem er á flótta, gamall hippi í þorpi hjá Malaga, hugsjónamaður af alsírsku bergi brotinn, kona sem felur sig bak við lögfræðimenntun í París, kornungur flóttamaður úr smáþorpi Afríku. Auð- maður af lágum stigum, gærur í leit að næturgamni. Margt er hér kunnuglegt en Kon- urnar á ströndinni er ljómandi vel heppnaður og hugsaður krimmi, pers- ónur eru ágætlega dregnar og gerandi sögunnar, unga konan frá New York prýðilega samsett, sérgáfur hennar vel nýttar til að koma skikk á atburði sem hún verður að endurskapa, rýna í og skilja. Sagan hefur það erindi að út- skýra skuggahlið á velmegun vestur- landa, þrælaslóðina sem liggur víða að úr kraganum umhverfis gömlu Evrópu, hvernig svart vinnuafl er sótt þangað og hversu lítils virði líf þess fólks er. Tove Alsterdal hefur skrifað eitt og annað fyrir leikhús og á langan feril en Konurnar er hennar fyrsta bók, kom út 2009 og önnur spennusaga hennar er nýlega komin út, Grafið í þögn, en þar er sögusvið hennar víðara, teygir sig aftur til nítjándu aldar og Karelía-svæðisins. Í Konunum dregur hún upp velhugsaða og merkilega víða sögusýn samfara því að hún skapar áhrifamikla og spenn- andi sögu okkur krimmasjúklingum til afþreyingar innan forms sem í flestum dæmum er stirðnað í fléttuhugsun. Því ættu áhugamenn um spennusögur og krimma að lesa þennan byrjanda á hinum fjölbreytta norræna afþreyingar- markaði. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Nýnæmi í krimmagerð Samhliða árlegri sýningu ljós- myndara blaða og tímarita hefur bókaútgáfan Sögur sent frá sér bók með úrvali ljósmynda frá árinu. Þeim er skipt í flokka. Fyrstar fara fréttamyndir, þá myndir frá íþróttaviðburðum, þá myndir úr tímaritum, umhverf- ismyndir, sem er þýðing á enska heitinu „Landscape photographs“, flokkur sem kallast Daglegt líf, þá Mannamyndir og loks Myndraðir. Flokkarnir leiða í ljós hvað pressu- myndir eru orðnar fjölbreyttar, hreinar fréttamyndir eru þar nánast í minnihluta. Bókin er í A4 broti, prentuð á glanspappír og telur 160 síður. -pbb Myndir ársins 2011 Jean Giraud alias Moebius (1938-2012), einn af meist- urum myndasögunnar á síðustu öld, er látinn. Jean Giraud er ekki nafnkunnur hér á landi þó nokkur hefti af bálki hans um Blueberry liðþjálfa kæmu út á áttunda áratugnum og röð bóka hans um Bouncer á þeim tíunda. Fleiri þekkja handverk hans af kvikmyndum á borði við Alien, Tron, Masters of the Universe, Willow, Abyss og 5th Element. Giraud teiknaði og skrifaði myndasögur undir tveimur nöfnum. Hann var ótrúlega afkastamikill, vann mikið gegnum vikurit á franska markaðinum eins og Harakiri og Spirou, var einn þeirra sem hófu útgáfu Metal Hurlant sem var þekkt í engilsaxneskum heimi sem Heavy Metal. Hann átti langt samstarf við Jodorofsky en einnig Stan Lee hinn bandaríska. Giraud var frá 1971 til 2012 sæmdur öllum viðurkenningum sem þekkjast í heimi myndasögunnar. Verk hans munu lifa meðan menn lesa af mynd. -pbb Myndasögumeistari kveður  Léttir – hugleið- ingar harmon- ikkukonu Jónína Leósdóttir Vaka Helgafell, 215 síður, 2012 Stutt dagbók Jónínu Leós- dóttur rithöfundar frá ár- unum 2007 til 2008 lýsir því hvernig hún tekur sig taki og grennir sig. Jónína ákveður að skrifa dagbók meðan á ferlinu stendur og ætlar hana til útgáfu þegar upp er staðið og til- ætluðum árangri er náð en heykist á því sökum þess að henni finnst bókin ekki eiga erindi á markað í því árferði sem tók við eftir hrun. Nú mannar hún sig upp í út- gáfu í þeim tilgangi að styrkja aðra sem berjast við offitu. Dagbókin er að því leyti persónuleg að þar koma við sögu börn og barnabörn, vinkonur án þess að þær séu gerðar að persónum í dagbókinni og „betri helmingurinn“ sem er pólitíkus. Verkið verður þannig aðeins víðara, en lýsir að mestu leyti afluktum heimi. Höf- undurinn leggur til með hugleiðingum um orsakir og afleiðingar heilsufars síns ýmsar alþýðlegar upplýsingar um álitaefni varðandi lifnaðarhætti og heilsufar, mest efni sem hún sækir á netið án þess þó að rekja þær heimildir og finna þeim stað. Jónína hefur þægilegan spjallstíl en er á líður árið sem dagbókin lýsir verður efnið of fábreytt til að lesandi haldi áhuga, það skortir einfaldlega þræði svo frásögnin nái máli. Til þess hefði hún þurft að verða enn persónulegri eða taka til fleiri þátttakenda í lífi höfundarins. Efni bókarinnar hefur þegar orðið Guðbergi Bergssyni efni í pistil án þess þó að ljóst sé hvaða erindi er með skrifum hans. Hér er um afar pers- ónulegan texta að ræða, holdafar og fíkn, útbúnað- ur konu á besta aldri til að koma fram sem opinber persóna er hér margræddur án þess að spurt sé mikilvægra spurninga um skyldu þeirra sem eru í opinberu sviðsljósi að klæðast á tiltekinn hátt. Jónína er of prívat persóna til að bera líf sitt með þeim hætti, hún kafar ekki dýpra í sjálfsskilning sinn en svo. Dagbók hennar verður aðeins dæmd af því sem hún er en ekki því tækifæri til sköpunar sem hún gaf. -pbb Baráttan um staðalímynd  Konurnar á ströndinni Tove Alsterdal Jón Daníelsson þýddi. Veröld, 392 síður, 2012. Tove Alsterdal. Margt er hér kunnuglegt en Konurnar á ströndinni er ljómandi vel heppnaður og hugsaður krimmi. Fréttamynd ársins og Mynd ársins 2011 átti Daníel Rúnarsson. Hún sýnir Árna Þór Sigurðsson liggja í valnum eftir að hann var skotinn niður með eggi. ... hún skapar áhrifamikla og spenn- andi sögu okkur krimmasjúklingum til afþreyingar innan forms sem í flestum dæmum er stirðnað í fléttuhugsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.