Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 50
12 viðhald húsa Helgin 16.-18. mars 2012  GluGGar Mörkin eru við glerið u ndir sameign fjöl- eignarhúss falla allir hlutar þess sem ekki eru ótvírætt í séreign. Þannig er ytra byrði húss í sameign. Sameign er meginreglan í fjöleignarhúsum og ávallt eru löglíkur fyrir því að um sameign sé að tefla fremur en séreign. Eiganda ber að sjá um og kosta allt viðhald á séreign sinni. Sameiginlegur kostnaður er kostn- aður sem snertir sameignina og er meðal annars fólginn í viðhaldi og endurbótum. Löglíkur eru á því að kostnaður í fjöleignarhúsi sé sameiginlegur. Það er skilyrði þess að kostnaður teljist sameigin- legur að ákvörðun sem leiddi til hans hafi verið tekin í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Hafi eigandi í fjöleignarhúsi ekki verið hafður með í ráðum og ekki boðaður á fund þar sem ákvörðun er tekin, er meginreglan sú, að hann er ekki bundinn af ákvörð- unum sem á þeim fundi eru teknar. Getur hann þá krafist þess að fram- kvæmdir verði stöðvaðar og neitað að greiða hlutdeild í sameiginleg- um kostnaðinum. Gluggar – sérkostnaður og sameiginlegur Fjöleignarhúsalögin mæla fyrir um að sá hluti glugga sem er inni í séreign og gler í gluggum sé sér- eign eiganda og ytri hluti glugga sé í sameign. Mörkin eru við glerið. Ytri gluggaumbúnaður liggur utan glersins og er kostnaður við hann sameiginlegur en kostnaðurinn við það sem er innan glersins og glerið sjálft er sérkostnaður. Allur kostn- aður vegna viðgerða og endurbóta á ytri hluta glugga er sameigin- legur og skiptist eftir hlutfalls- tölum. Kostnaður vegna innri hluta glugga og glers greiðist af eiganda viðkomandi íbúðar. Gildir sama um opnanlega glugga og glugga endranær. Sé um að ræða endur- nýjun á glugga í sameign er allur kostnaðurinn, bæði við innri og ytri hluta, sameiginlegur. Ef skipt er um glugga í heild greiðir eigandi helming kostnaðarins (efnis) og glerið. Hinn helmingurinn er sameiginlegur og skiptist á alla eigendur eftir hlutfallstölum. Helmingaskiptaregla Reglan um jafna skiptingu glugga- kostnaðar byggist á eðli máls og því að líkur séu á því að hlutdeild í sameign sé jöfn og að sameiginleg- ur kostnaður og sameiginleg rétt- indi skiptist að jöfnu. Þessi regla er forn og hefur einnig stuðning í fjöleignarhúsalögum. Þessari reglu er beitt í langflestum tilvikum og hún á vel við. Þó kann að vera að gluggaumbúnaður sé afbrigðilegur þannig að sýna megi fram á að önnur skipting eigi betur við. Afar fá dæmi eru um það. Því má ekki gleyma að yfir vötnum svífur sú meginregla að ávalt séu líkur á því að kostnaður í fjöleignarhúsum sé sameiginlegur fremur en sérkostn- aður. Þannig að vafatilvik falla yfir- leitt undir meginregluna. Sá sem heldur því fram að meginreglan um jafna skiptingu sé bersýnilega ósanngjörn og eigi illa við verður að sýna fram á það og að önnur en jöfn kostnaðarskipting sé eðlilegri og sanngjarnari. Efniskostnaður að jöfnu en kostnaður við ísetningu er sameiginlegur Vegna grundvallarreglunnar um að ávallt sé líkur séu á því að kostn- aður í fjöleignarhúsi sé sameigin- legur og að sérkostnaður sé undan- tekningin og þeirrar reglu að allt ytra byrði hússins sé sameign og að viðhald á húsi að utan sé sam- eiginlegt og þeirrar reglu að eig- endur eig að vera sem jafnast settir án tillits til þess hvort íbúðin sá á jarðhæð eða á 10. hæð, verður að túlka ákvæði fjöleignarhúsalagana um glugga og kostnað vegna þeirra þannig að það sé fyrst og fremst efniskostnaðurinn, kaupverð glugga (fyrir utan glerið) og annað efni, listar, kítti og þess háttar, sem skiptist að jöfnu. Til sérkostnaðar eigenda telst þannig helmingur efniskostnaðarins. Kostnað vegna ísetningar og annarrar vinnu utan frá og kostnað vegna, vinnupalla, körfubíla og annarra tækja og til- færinga ber yfirleitt að heimfæra undir meginregluna um sameigin- legan kostnað. Vinna og frágangur við glugga inni í íbúðinni myndi falla á eiganda sem sérkostnaður. Eigandi er einnig þátttakandi eftir hlutfallstölu íbúðar í öllum sam- eiginlegum kostnaði. Jöfnuður óháð staðsetningu Ef framangreind túlkun er ekki lögð til grundvallar myndu eigend- ur íbúða á jarðhæð sleppa miklu betur frá gluggaframkvæmdum en þeir sem eiga íbúðir á efri hæðum, bæði við endurnýjun glugga og glers. Fjárhagsleg áhætta eigenda við rúðubrot myndi vera í mjög mismunandi og í hrópandi mis- ræmi. Íbúðareigandi á jarðhæð þar sem aðgengi er gott væri þá mikið betur settur en gamla konan á 12. hæð þar sem erfitt og kostnaðar- samt er að komast að gluggum og beita verður tilfæringum og tækj- um við það. Það mundi myndi halla óhæfilega á síðarnefnda eigandann og vera í hróplegri andstöðu við meginreglur fjöleignarhúsalaga um jafnræði og jafna stöðu eigenda óháð staðasetningu íbúða. Vanræksla á viðhaldi Sá fyrirvari er gerður ef viðhalds- þörf séreignarhluta gluggans stafar af vanrækslu á sameiginlegu viðhaldi hússins. Er talið að það geti í vissum tilvikum leitt til þess að allur kostnaðurinn og afleitt tjón verði talinn sameiginlegur, líka sá hluti sem annars teldist sérkostnaður. Þessi fyrirvari felur í sér undantekningu frá megin- reglu og ber því að setja honum þröngar skorður. Verður að gera ríkar kröfur um sönnun og fleira svo til álita komi að víkja frá megin- reglunni. Ef breytingar eru gerðar á gluggum, til dæmis stækkun, vegna sérstakra óska eða þarfa eig- enda, þannig að til kostnaðarauki verður, þá á viðkomandi eigenda að greiða umframkostnaðinn. Glugginn minn Eigendum minni fjöleignarhúsa er nokkuð tamt að líta á glugga íbúða sinna sem sína séreign. Það er þannig útbreiddur misskilningur að menn eigi þá glugga með húð og hári sem eru á eignarhluta þeirra og þeir séu óviðkomandi öðrum eigendum. Þeir megi hafa sína hentisemi varðandi viðhald og endurnýjun þeirra. Álitamál rísa þegar ástand glugga í húsi er misgott vegna þess að einstakir eigendur hafa einhvern tímann án þess að spyrja kóng eða prest end- urnýjað „sína“ glugga meðan aðrir hafa kannski látið „sína glugga“ drabbast niður. Það er einkum í minni fjölbýlishúsum þar sem gluggar eru innan seilingar sem svona mál koma upp. Þegar eigandi hefur áður skipt um „sína glugga“ er hann skiljanlega óhress með að vera dreginn inn í framkvæmdir við glugga annarra íbúða. Honum finnst ósanngjarnt að vera krafinn um þátttöku við slíka framkvæmd þar sem hann hafi einn kostað „sína glugga“ og ekki krafið sam- eigendur sína un neitt þegar hann skipti um þá. Gluggar og gluggaskipti í fjöleignarhúsum eru vel að merkja sameiginleg aðgerð og framkvæmd. Ef eigandi hefur ráðist í það á eigin spýtur hefur hann ekki farið löglega að. Þá er það grundvallarregla að hann situr uppi með sárt ennið og kostnaðinn. Aðrir eigendur geta þá yfirleitt neitað kostnaðarhlutdeild. Við uppgjör og skiptingu kostn- aðar í slíkum tilvikum er þó talið sanngjarnt innan vissra marka að taka tillit til fyrri endurbóta. Hefur mótast sú sanngirnisregla þegar eigandi hefur á eigin kostnað endur- nýjað sína ”glugga” þannig að ekki þurfti að skipta um þá við sameiginlegar gluggafram- kvæmdir, þá sé sanngjarnt að hann njóti þess í uppgjörinu fremur en aðrir eigendur. Hver sparnaðurinn er fyrir heildina getur verið mjög mismunandi og verður að meta það í hverju falli. Meðal annars verður að líta til þess hversu vandað var til verka, hversu langur tími er liðinn og svo framvegis. Ástæður og aðdragandi slíkrar framkvæmdar og afstaða annarra eigenda á þeim tíma getur haft þýðingu. Þessi sanngirnisregla á sér stoð í fjöleignarhúsalögunum og kærunefndarálitum og dómaframkvæmd. Við- komandi eigandi verður að sanna að þessi sanngirnisregla eigi við um hvaða hvaða fjár- hæðir sé að tefla, það er hver sparnaðurinn er fyrir heildina. Hver sparnaðurinn er getur verið mjög mismunandi og verður að meta það í hverju felli. Gluggaframkvæmdir Hvað er í séreign og hvað í sameign? Og hvernig skiptist kostnaðurinn? Sa nn G irni S rEG l a Kostnaður vegna viðgerða á ytri hluta glugga er sameiginlegur. Kostnaður vegna innri hluta glugga og glers greiðist af íbúðareiganda. Iðnaðarmenn - arkitektar - húseigendur Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa Endurgjaldslaus ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 16 – 18 og á sama tíma í síma 411 6333 Húsafriðunarnefnd – IÐAN fræðslusetur – Minjasafn Reykjavíkur HÚSVERNDARSTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.