Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 35
Börn þurfa athygli og viðurkenningu Traust, tengsl og sjálfsþekking eru áhersluþættirnir sem fjallað er um á tíu vikna námskeiði fyrir börn krabbameins- greindra. Elísabet Lorange listmeðferðar- fræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og ævintýrameðferðarfræð- ingur, sjá um barnahópana. Námskeiðin eru í Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Elísabet segir að oft veikist allir í fjöl- skyldunni þegar annað foreldrið fær krabbamein og tilgangur námskeiðisins sé að börnin fái að koma á staðinn og fá viðurkennt að þau séu að ganga í gegnum sitt: „Þótt við séum ekki að kryfja það í kjölinn.“ Elísabet segir algengast að þau vilji ekki mikið tala um veikindi foreldra þeirra. „Þau vilja eiginlega meira tala um sig og hvað er að gerast í þeirra lífi og fá athygli á það, sem er líka gott. Þetta dagsdaglega drama getur orðið svo lítið í samanburði við veikindi foreldris,“ segir hún. Elísabet segir pláss fyrir fleiri börn á námskeiðum þeirra sem sé þeim að kostn- aðarlausu, en þær bæta sjaldan börnum við þegar liðið er á námskeiðið. - gag Börnin sem blaðamaður hitti þennan dag fá ekki einfaldar spurn- ingar: Hvernig er að eiga foreldri með krabbamein? Hvernig verður lífið þegar mamma eða pabbi læknast? Ef þau sáu ekki fram á að svo yrði, voru þau spurð hvernig þau sæju lífið fyrir sér án þeirra? Þessi litlu ljós í Ljósinu snertu streng hjá blaðamanni. Sumar spurningarnar voru of flóknar en þegar fyrir lá að svarið var hikandi var ekki annað að gera en að um- orða spurningarnar: Þurfa foreldr- ar þínir oft að stóla á þig? „Jaaaá,“ var svarað hikandi, svo spurt var aftur; Veistu hvað er að stóla á ein- hvern? „Nei reyndar ekki.“ Útskýri það og svarið breytist; „Nei, nei.“ Sjá fram á betri tíð Arnþór Ingi Pálsson, er sjö ára í öðrum bekk í Mýrarhúsaskóla. Hann er á námskeiðinu ásamt tvíburabróður sínum Ásmundi Ara. „Pabbi minn var með krabbamein en er það ekki lengur,“ segir Arn- þór þar sem hann sest niður með blaðamanni; einn því þeir bræður vilja það heldur. Hann man ekki Framhald á næstu opnu Helga Jóna Sigurðarsdóttir og Elísabet Lorange halda um hópinn. Neðri röð: Páll Rist, Franklín Ernir Kristjánsson, Björk Steinarsdóttir, Brynja Jóhannsdóttir, Arnþór Ingi og Ásmundur Ari Pálssynir. Mynd/Hari fréttaskýring 35 Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.