Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 28
E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 1 Hagsýnir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Að endurnýja bílinn í dag getur borgað sig. Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km. Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr. 4,5 l 456.840 kr. 9,4 l - = 24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - = 2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.480 kg 224 g/km - = T íu ára gamall upplýsinga-bæklingur landlæknisemb-ættisins um brjóstastækk- anir er gjörsamlega úreltur, segir Vilhjálmur Ari Arason læknir. Hann segir skorta á upplýsta umræðu og fræðslu svo konur hafi réttar upp- lýsingar í höndum þegar þær taka ákvörðun um að fá sér sílikon. „Við erum að tala um tíu til tutt- ugufalda auknatíðni aukaverk- ana sem að ekki er gert ráð fyrir í bæklingnum. Bara það að púðinn spryngi, eftirlitinu sé áfátt og sílikonið geti valdið bólgum og skemmdum kalla ég tiltölulega al- varlegar aukaverkanir.“ Setja verði verklagsreglur um hvernig haga beri eftirliti; bæði fyr- ir heilsugæslulækna og lýtalækna. Eftir því kalli einnig Leitarstöðin, sem getur ekki sinnt öllum þeim konum sem óska eftir ómskoðun- um. Á meðan ekki sé vitað meira um öryggi sílikonfyllinga sé ekki forsvaranlegt að ungar stúlkur fari í brjóstastækkanir í þeim mæli sem nú virðist vera. Vilhjálmur segir sílikon-ígræðslur mikið inngrip og algjörlega á skjön við sannfæringu margra lækna. „Ég hef skoðað rör í eyrum barna. Það finnst mér stórt inngrip. Pínu- lítið rör sem er innan við gramm. Svo er sett kíló af massa, aðskota- hlut, inn í líkama konu og hann get- ur farið á flakk.“ Brotalamirnar miklar Vilhjálmur hefur fylgst náið með föls- uðu, frönsku PIP-púðamálinu. Hann bendir á að það hafi varpað ljósi á hversu brotalamir sílikon-ígræðslna almennt séu umfangsmiklar. „Málið hefur opinberað mun stærri vanda. Lekatíðni sílikonpúða er miklu hærri en menn hafði grunað. Talað hefur verið um eitt til sjö prósent líkur á leka á líftíma púðanna. Nú hefur komið í ljós að það er kannski á einu ári. Flestir púðar, eða um 20 til 50 prósent, eru farnir að leka á innan við tíu árum,“ segir hann. „Heimilislæknar vita lítið um ná- kvæm einkenni þess að vera með sprungna sílikonpúða. Þeir vita um bólgur og bólgna eitla en þeir vita ekki nákvæmlega hvar á að leita að sílikoni sem ekki finnst og hvert það fer. Eitthvert fer það. Það gufar ekki upp. Þetta er ekki aðeins spurning um gelið í púðunum, heldur einnig skelina sem rýrnar og grætur áður en hún springur.“ Litlar kröfur til sílikonsins „Við höfum séð skemmdir á líffærum og milli rifja. Þetta hlýtur að valda konunum miklum óþægindum. Dr. Blais, kanadíski læknirinn, hefur lýst þessu á þann veg – með- al annars hjá íslenskum konum – að afleiðing- arnar séu svipaðar og hjá manneskju sem hef- ur orðið fyrir skotárás eða sprengjuárás. Hann kallar eftir endurhæfing- arlæknum hersins til þess að fá ráð um hvernig eigi að meðhöndla þær konur sem hafa svona miklar skemmdir á vöðva og brjóstkassa.“ Spurður hvort þessi lýsing sé ekki full öfgakennd segir Vilhjálm- ur: „Þetta eru staðreynd- ir og sjást í skýrslum og á myndum. Ekki ljúga myndirnar.“ Vil- hjálmur bætir því við að konur verði að fá að vita að lyf með þeim auka- verkunum sem fylgi sílikonpúðum fengjust aldrei markaðssett. „Ekki heldur aðrir íhlutir sem sett- ir eru í manneskjur. Það eru miklu strangara eftirlit og reglur um end- ingu þeirra. En með brjóstapúða er það ekki gert vegna pressu um að slaka á kröfum svo lina megi sál- rænar áhyggjur kvenna. Farið hefur verið eins langt fram á brúnina og hægt er. Ég tel að reynslan sýni að öryggið var ekki einu sinni eins og reiknað var með að það væri. Eigin áhættan var talin töluverð og reynist meiri en hún var talin vera.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  BrjósTasTækkanir ÚrelTur Bæklingur en áByrgðin samT á herðum kvenna Úreltur bæklingur fyrir sílikonpúða Vilhjálmur Ari Arason læknir segir upplýsingabækling Landlæknisembættisins um brjóstastækkanir gjörsamlega úreltan. Aukaverkanir brjóstastækkana séu allt að tutt- ugufaldar á við þær sem þar segir. Konur þurfi að vita að lyf með aukaverkunum sílikon-púða væru aldrei leyfð. Hann kallar eftir verklagsreglum vegna sílikon-ígræðslna. Ellefu hafa látið fjarlægja PIP-púða Ellefu konur hafa farið í aðgerð á Land- spítalanum og látið fjarlægja fölsuðu PIP sílikonpúða úr barmi sínum, sé miðað við síðasta föstudag. Þetta er samkvæmt nýjustu upplýsingum Land- læknisembættisins sem hefur óskað eftir mánaðarlegum tölum frá spítalanum og kemur fram í svörum sem Fréttatíminn fékk í tölvupósti frá sérfræðingi þess, Önnu Björg Aradóttur. Hún segir 75 til 80 konur hafa komið á göngudeild spítalans í viðtal fyrir aðgerð og að búið sé að bóka göngudeildar- tíma fram í apríl. Hún segir 32 aðgerðir áætlaðar í þessum mánuði. - gag Vilhjálmur Ari Arason heimilis- læknir á lækna- stofu sinni á heilsugæslu- stöðinni í Firðinum, Hafnar- firði. Mynd/Hari 28 heilbrigðismál Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.