Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 94
 Þorsteinn Gunnarsson VíGaleGur með schäfer-hunda Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson gerði það gott með þáttum sínum Andri á flandri síðasta sumar og hefur greinilega engu gleymt og er á fljúgandi siglingu með nýju þáttunum sínum Andraland sem Sjónvarpið sýn- ir. Þátturinn var með næst mesta meðaláhorfið, eða 30.8 prósent, hjá RÚV í aldursflokknum 12-80 ára og mesta meðaláhorfið þegar horft er til fólks á aldrinum 12-49 ára. Andri er þannig kominn upp fyrir Landann hjá 12-80 ára en sá þáttur mældist með 29,7 prósenta meðaláhorf. Frozen Planet frá BBC njóta mikilla vinsælda og tróna efst á listanum yfir vinsælustu þætti RÚV með 34 prósenta meðaláhorf og 41 prósenta uppsafnað áhorf í síðustu viku. Andri yfir Landann Draumadúett Eins og Fréttatíminn sagði frá í síðustu viku ætlar athafnamaðurinn og stuðboltinn Einar Bárðarson að fagna sumri á sumardaginn fyrsta með stórtónleikum í Hörpu á sumardaginn fyrsta. Þar ætlar hann að smala saman öllum helstu poppstjörnum ungu kynslóðarinnar og söngvar- arnir Páll Óskar og Friðrik Dór munu ekki láta sig vanta. Tónleikarnir verða líklega með því síðasta sem Páll Óskar tekur þátt í áður en hann fer í langþráð frí. Honum og Friðrik Dór hefur orðið vel til vina og þeir eru sagðir hafa mikinn hug á því að bralla eitthvað saman svo sem syngja dúett og Einar gerir sér góðar vonir um að þeir muni taka lagið saman á tónleikunum. Ólöf og Snorri á Rósenberg Ólöf Arnalds heldur tónleika á Rósenberg á miðvikudaginn en á undan henni stígur Snorri Helgason á sviðið, nýkominn heim úr vel heppnaðri tónleika- ferð til Póllands þar sem hann lék víðs vegar um landið og víðast hvar fyrir fullu húsi. Ólöf hefur fyrir löngu skipað sér sess með framsæknustu lagahöfundum og flytjendum á Íslandi, frá því að frumraunin Við og við kom út árið 2007 og ekki síður með breið- skífunni Innundir skinni sem leit dagsins ljós í september 2010 á vegum One Little Indian útgáfunnar. Ólöf hefur síðan staðið í ströngu við tónleikahald víðsvegar um heiminn og hefur fengið frábæra dóma í helstu tón- listartímaritum erlendis. Tónleikarnir þann 21.mars á Rósenberg hefjast klukkan 22. Þeir eru voðalega gæfir, þannig lagað. Þorsteinn Gunnarsson leikur nasista í nýju leikriti eftir Jón Gnarr. Á sviðinu þarf hann að hafa taumhald á þessum tveimur stóru schäfer- hundum sem honum hefur gengið ágætlega að kynnast. Laðar þá að sér með pylsum Arkitektinn og leikarinn góðkunni Þorsteinn Gunnarsson fer með stórt hlutverk í leikritinu Hótel Volkswagen, eftir Jón Gnarr. Borgarleikhúsið frumsýnir verkið um næstu helgi og þá mun Þorsteinn valsa reffilegur um sviðið í hlutverki nasistans Ludwig Rosenkranz með tvo stóra schäfer-hunda sér við hlið. Þ að hefur gengið svona upp og ofan,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurð-ur hvernig samstarfið við hundana tvo hafi gengið. „Ég gef þeim pylsur og svo- leiðis og reyni að laða þá þannig að mér. Þeir eru voðalega gæfir, þannig lagað.“ Þorsteinn byrjaði aftur að leika eftir nokkurt hlé í Faust með Vesturporti og hefur látið nokkuð til sín taka í Borgarleik- húsinu þar sem hann er flestum krókum og kimum kunnugur enda einn hönn- uður byggingarinnar. „Ég er nú sko orðinn 71 árs og fyrir mann á mínum aldri er þetta dálítið óvenjulegt verk og það væri kannski synd að segja að pers- ónur verksins væru einhverjar hetjur eða stórmenni. Þetta eru fremur svona aumkunarverðar persónur. Hver í sínum heimi og vel flestar í einhvers konar fjötrum en það er hægt að hlæja að þeim,“ segir Þor- steinn sem leikur kumpánlegan nasista sem, eins og aðr- ar persónur verksins, rekur sig á að það er hægara sagt en gert að yf- irgefa Hótel Volkswa- gen þegar mað- ur er á annað borð kominn þangað. „Ég leik náunga sem hefur komið vafa- sömum auðævum sínum í skjól í fjarlægu landi sem hann dreymir um að komast til og eyða þar ævikvöldinu sem burgeis en hann kemst ekki af stað fyrr en að undan- gengnum réttarhöldum. Og ég er nú svona að gæla við það að einhverjir sjái í þessu skírskotun til íslensks samfélags.“ Þorsteinn segir ljóst að í höfundinum, Jóni Gnarr borgarstjóra, bærist alvöru skáld. „Já, já. Húmor verksins er svona í naprara lagi og það kæmi mér ekkert á óvart að yngri kynslóðinni fyndist hann jafnvel nútímalegur. En ég held að mér sé óhætt að segja að í verkinu sé einhver svona óskilgreind undiralda en hvort okkur lukkast að koma henni til skila það er svo aftur spurningin.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir Hótel Volkswagen en hann og Jón Gnarr hafa áður átt farsælt samstarf og nægir þar að nefna hina sígildu sjónvarpsþætti Fóst- bræður. Þorsteinn vissi líka að hverju hann gekk þegar hann tók að sér hlut- verkið. „Ég lék fyrir fáeinum árum í stuttmynd eftir Benedikt Erlingsson sem fjallaði um forsætisráðherra sem hlaut nýja og breytta lyndiseinkunn við það að detta ofan af vinnupalli og fá nagla í höfuðið. Þá kynnt- ist ég vinnubrögðum Benedikts og vissi alveg að hverju ég gekk núna og vinnan við Hótel Volkswagen hefur sannarlega staðist væntingar. Benedikt er hugmynda- ríkur leikstjóri. Hann er viljasterkur og afar natinn og nýtur þess í vinnunni að vera sjálfur leikari.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is B ílskúrssalan Allt milli himins og jarðar er orðinn fastur liður í starfsemi KEX Hostel og á sunnudaginn ætla systkynin Kormákur og Snæ- fríður Gunnarsbörn að standa þar vaktina og koma ýmsu lauslegu sem þau fundu við herbergistiltekt í verð. „Við ætlum aðallega að selja gamlar flíkur. Bæði sem við eigum og svo ýmislegt sem við fundum til heima,“ sagði Kormákur, sem er sextán ára Kvennaskólanemi, þegar Fréttatíminn náði í skottið á honum þar sem hann var að hlaupa inn á lokaæfingu fyrir frumsýningu leik- félags skólans á Frankenstein. „Ég er alveg klár með nokkrar flíkur og systir mín er líka með slatta svo fáum við eitthvað hjá mömmu okkar og eitthvað þannig.“ Kormákur og Snæfríður eru börn leikarans Gunnars Hanssonar, sem þar er móttökustjóri og þekkja því vel til á KEX. „Já, já. Ég hef komið þarna áður enda var pabbi að vinna þarna.“ Kormákur segir tilganginn með sölunni fyrst og fremst þann að ná í smá vasapeninga um leið og þau eru trú hugsjóninni að baki bílsskúrssölunni sem gengur út á að framlengja líf notaðra hluta. Systkynin hafa fylgst með bíl- skúrssölu á KEX og vita því að hverju þau ganga en uppátækið hefur vakið þó nokkra athygli og fólk hefur verið duglegt að mæta með dót úr bílskúrum sínum og geymslum. „Við verðum bara tvö þarna og sjáum um þetta. Það hlýt- ur að duga.“ Kormákur Gunnarsson er kominn á kaf í leiklistina í skólanum og fetar þannig svipaða slóð og pabbi hans.  KeX hostel BílssKúrssala leiKaraBarna Krækja í vasapening með notuðum fötum Smurostar við öll tækifæri ...tvær nýjar bragðtegundir Ný bragðtegund: meðpapriku Ný bragðtegund: Tm 74 dægurmál Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.