Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 48
10 viðhald húsa Helgin 16.-18. mars 2012 V orið er á næsta leiti og framkvæmdahugur-inn að vakna. Mörg viðhaldsverkefni bíða eftir veturinn. Nú er lag því að átaksverk- efnið „Allir vinna“ veitir endurgreiðslu á virðis- aukaskatti út þetta ár. „Húsfélög og aðrir fasteignaeigendur fara að huga að framkvæmdum nú með vorinu og þá skiptir miklu að standa vel og rétt að málum. Meistaradeild Samtaka iðnaðarins, MSI, mælir auðvitað með því að leitað sé til fagmanna vegna fyrirhugaðra framkvæmda og alveg sérstaklega til sinna félagsmanna,“ segir Þorsteinn V. Sigurðs- son formaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins. Innan vébanda MSI eru meistarafélög í nær öllum greinum byggingariðnaðarins. Átakið „Allir vinna“ er í fullu gildi þetta ár sem þýðir að virðisaukaskattur af vinnu unninni á verkstað fæst endurgreiddur. Það er greinilegt að landsmenn hafa kunnað vel að meta átakið því að tölurnar sýna að endurgreiðslur tvöfölduðust milli ára 2008-2009, fóru úr 6.000 í 12.000 óskir um end- urgreiðslur. Það er ánægjulegt að sjá að óskir um endurgreiðslur hafa ekki dregist saman þegar litið er til áranna 2010 og 2011 sem sýnir að almenning- ur er að sinna viðhaldsmálum. Það er vitað að besta fjárfesting húseiganda er að halda eignum sínum í góðu ástandi svo verðgildi þeirra hrapi ekki. Skriflegir samningar koma í veg fyrir misskilning og deilur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins samanstendur af tíu meistarafélögum hinna ýmsu byggingariðn- greina víða á landinu, hún rekur sjóð sem heitir Ábyrgðarsjóður meistaradeildar Samtaka iðnaðar- ins. MSI mælir með því að gerðir séu skriflegir verksamningar milli verkkaupa og verksala og býður verktökunum sínum upp á staðlað samn- ingsform. Mikilvægt er að benda á að ákvæði um Ábyrgðarsjóðinn er skilyrt við að skriflegur samn- ingur hafi verið gerður milli aðila. Þorsteinn hvetur til að gerður sé skriflegur samningur. Það kemur í veg fyrir deilumál eftir á. „Þá er allt á hreinu, bæði hvað átti að gera, á hvaða tíma og fyrir hversu mikla peninga. Skriflegir samningar taka af allan vafa um hvað er verið að semja,“ sagði formaður MSI. Treysta á fagmenn Miklu skiptir að fá löggilda iðnmeistara í verkið og treysta þannig á fagmenn, frekar en ófaglærða. „Það er mergurinn málsins,“ segir Þorsteinn V. Sigurðsson. „Menntaðir iðnaðarmenn eru vand- aðri starfsmenn og skila betri vinnu en þeir sem ekki hafa formlega menntun. Þeir sem versla við félagsmenn MSI fá jafnframt tryggingu í gegnum ábyrgðarsjóðinn ef skriflegur samningur hefur verið gerður. Það tryggir faglegri vinnubrögð,“ segir hann enn fremur. Samkvæmt mannvirkjalögum, sem gengu í gildi á þessu ári, er þess krafist að iðnmeistarar og bygg- ingastjórar haldi gæðakerfi. „Við bjóðum okkar félagsmönnum gæðakerfi að undangengnu nám- skeiði. Við viljum eindregið að þeir noti gæðakerfi, þó að sumum finnist það mikið skrifræði í upp- hafi. Gæðakerfi er til hagsbóta fyrir alla aðila, jafnt kaupendur sem seljendur,“ segir hann. Margir landsmenn hafa vafalaust hugsað sér að sinna viðhaldi og framkvæmdum í sumar og eru kannski þegar byrjaðir á undirbúningnum. Meist- aradeildin hvetur til þess að tækifærið sé notað meðan virðisaukaskatturinn af vinnunni fæst allur endurgreiddur. Fjárhagslega borgar sig því að fara í framkvæmdir núna. H úseigendafélagið var stofnað árið 1923 og er almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem fasteignin er íbúð, einbýlis- hús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð, leiguhúsnæði eða til eigin nota. Félagar eru bæði einstak- lingar, fyrirtæki og félög, þar með talið húsfélög í fjöleignarhúsum. Upphaflega var félagið fyrst og fremst hagsmunavörður leigusala og stöndugra fasteignaeigenda í Reykjavík en í tímanna rás hefur það orðið almennt landsfélag, meira í ætt við neytendasamtök og obbi félagsmenn eru íbúðareigendur í fjöleignarhúsum. Félagsmenn eru um 9.000 og þar af eru nálægt 800 húsfélög. Félagsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum og sér í lagi húsfélögunum. Þríþætt starfsemi Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt:  Almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur  Almenn fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun  Ráðgjöf og þjónusta við félags- menn Frjálst og óháð Félagsmenn standa undir starf- semi þess að öllu leyti. Félagið er óháð og nýtur engra opinberra styrkja. Húseigendafélagið er ein- göngu rekið með hagsmuni félags- manna og húseigenda að leiðar- ljósi en ekki hagnað. Lögfræðiþjónusta Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttar- sviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Málin eru af mörgum og fjölbreyttum toga en algengust eru mál vegna fjöleign- arhúsa, húsaleigu, fasteignakaupa og grenndar. Lögfræðiþjónustan hefur verið þungamiðjan í starf- semi félagsins síðustu áratugi. Býr félagið yfir einstæðri og sérhæfðri þekkingu og reynslu á þessum sviðum lögfræðinnar. Húsfundaþjónusta Það færist í vöxt að húsfélög gangi í Húseigendafélagið, einkum til að fá lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri og ytri málefnum. Húsfélög njóta sérkjara við inn- göngu. Þegar húsfélag gengur í Húseigendafélagið öðlast sérhver eigandi full félagsréttindi og getur leitað til þess með sín mál enda þótt þau snerti ekki húsfélagið. Húsfundaþjónusta félagsins felur í sér aðstoð og ráðgjöf við undir- búning funda, það er dagskrá, til- lögur, fundaboð og fundarstjórn og ritun fundargerða. Á húsfund- um eru gjarnan teknar ákvarð- anir sem varða mikla fjárhagslega hagsmuni og miklar skuldbind- ingar. Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé að töku ákvarðana staðið en á því er oft misbrestur með afdrifaríkum afleiðingum. Þeim húsfélögum fer ört fjölgandi sem vilja hafa allt á hreinu og sneiða hjá áhættu og skakkaföllum og nýta þessa þjónustu. Húsaleiguþjónusta Útleiga húsnæðis getur verið áhættusöm fyrir leigusala ef ekki er farið að með gát. Húseigendafé- lagið aðstoðar við samningsgerð, þar á meðal að kanna feril og skil- vísi leigjenda. Ef vanefndir verða stendur félagsmönnum til boða aðstoð lögfræðinga félagsins. Réttarbætur Hæst hefur borið í almennu hags- munabaráttu félagsins að stuðla að réttarbótum fyrir fasteigna- eigendur. Hefur félaginu orðið verulega ágengt í því efni öllum húseigendum til hags og heilla. Má nefna fjöleignarhúsalögin og húsaleigulögin og löggjöf um fasteignakaup. Auk þessa hefur félagið haft afskipti af ýmsum öðrum lögum, lagafrumvörpum og reglugerðum, sem varða fasteignir, bæði beinlínis og með ábendingum og umsögnum. Núna stendur yfir endurskoðun fjöl- eignarhúslaganna og stýrir for- maður félagsins henni. Þjónusta við félagsmenn Þjónusta félagsins er einskorðuð við félagsmenn enda standa þeir undir starfsemi þess með félags- gjöldum sínum. Félagið stendur á eigin fótum fjárhagslega og þiggur enga styrki. Félagsgjöld- um er mjög í hóf stillt og sama er að segja um endurgjald fyrir alla þjónustu. Árgjald einstaklings er 5.000 krónur en 3.000 krónur fyrir hvern eignarhluta þegar um húsfélga er að ræða. Skráningar- gjald er 4.900 krónur, greitt er við inngöngu og felst í því viðtalstími við lögfræðing. Skrifstofan – Heimasíðan – Greinasafn Skrifstofa Húseigendafélagsins er í Reykjavík að Síðumúla 29, sími: 588 9567. Netfang: postur@hus- eigendafelagid.is Þar eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starfsemi þess og þjónustu. Á skrifstofunni fást margvísleg gögn og upplýsingar, svo sem lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðslu- efni af ýmsu tagi. Heimasíða félagsins hefur að geyma marg- víslegar upplýsingar um Húseig- endafélagið, starfsemi þess og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðing- ar félagsins hafa ritað og félags- menn geta fengi endurgjaldslaust. Slóðin er: www.huseigendafela- gid.is Fleiri félagsmenn: Öflugra félag og aukin þjónusta Starfsemi Húseigendafélagsins hefur undanfarin ár verið grósku- mikil, öflug og árangursrík. Þótt félagið hafi verið í mikilli sókn og náð verulegum árangri á mörgum sviðum, þá má ger betur enda eru viðfangsefnin óþrjótandi. Mörg spennandi mál og hagsbætur fyrir félagsmenn bíða þess að fé- lagið hafi afl og styrk til að vinna að framgangi þeirra. Það er þó og mun alltaf verða forsenda fyrir öflugra og árangursríkara starfi að fleiri fasteignaeigendur skipi sér undir merki félagsins.  Byggingariðnaðurinn Meistaradeildin Löggiltir iðnmeistarar trygga faglegri vinnubrögð Þeir sem versla við félagsmenn MSI fá trygg- ingu í gegnum ábyrgðarsjóð.  Húseigendafélagið stofnað árið 1923 Almennt hags- munafélag fast- eignaeigenda Þríþætt starfsemi félagsins Miklu skiptir að fá iðnmeistara í verkið VELDU FAGMANN – VIÐ AÐSTOÐUM www.múrarameistarar.is Skipholti 70 – Sími 533 6890 murmeist@centrum .is MENN SEM BERA ÁBYRGÐ VANTAR ÞIG LÖGGILDAN MÚRARAMEISTARA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.