Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 20
FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: • Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. • Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfs- aðilum Icelandair Golfers. Innifalið í 5.900 kr. árgjaldi er m.a.: • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum • Merkispjald á golfpokann Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Þ egar Fréttatíminn ræddi við Peter Schmeichel í Danmörku fyrir tveimur vikum var honum tíðrætt um hversu sterkt Evrópumótið í fótbolta væri í ár. Schmeichel taldi að fimmtán af sextán hæstskrifuðu knattspyrnuþjóðum Evrópu væru á mótinu en eftir því sem næst verður komist eru þau aðeins þrettán. Sviss, Bosnía og Noregur eru í sætum þrettán, fimmtán og sextán en kom- ust ekki í lokakeppnina. Í þeirra stað eru Tékkar, sem eru í nítjánda sæti og síðan gestgjafarnir, Úkraína í 29. sæti og Póllandi í því þrítugasta og fimmta. Ljóst er að þessi tvö landslið hefðu átt í vandræðum með tryggja sér sæti í lokakeppninni í venjulegri riðlakeppni. Óþekktu liðin halda EM þetta árið Landslið Úkraínu og Pól- lands eru ekki meðal hæst skrifuðu lands- liða Evrópu. Úkraína er í tuttugasta og níunda sæti yfir Evrópuþjóðir á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnu- sambandsins en Pólland í þrítugasta og fimmta sæti. Gest- gjafahlutverk þeirra færir þeim sæti á Evrópumótinu í sumar. Fréttatíminn skoðar þessi tvö landslið. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Þrjú töp í fimmtán leikjum Frá ársbyrjun 2011 hefur pólska landsliðið spilað fimmtán vináttu- landsleiki til að búa sig undir Evr- ópumótið. Árangurinn er með mestu ágætum þótt auðvitað verði að setja þann fyrirvara að um vináttulands- leiki er að ræða. Pólska liðið hefur sigrað í sjö leikjum, gert fimm jafn- tefli og tapað þremur leikjum; gegn Ítölum, Frökkum og Litháum. Þessi ágætur árangur kemur í kjölfar lélegustu undankeppni pólska lands- liðsins í sögunni, fyrir heimsmeist- arakeppnina í Suður Afríku árið 2010 þar sem liðið hafnaði í fimmta og næstsíðasta sæti í sínum riðli – aðeins ofar en San Marínó. Í kjölfar þess gengis tók þjálfarinn, hinn gamalreyndi Franciszek Smuda, sig til og yngdi upp í liðinu. Inn komu leikmenn á borð við markvörðinn Wojciech Szczesny, sem leikur með Arsenal, og miðjumaðurinn Jakub Blaszczykowski og framherjinn Robert Lewandowski, sem eru lykil- menn hjá þýsku meisturunum Bo- russia Dortmund, tóku að sér stærra hlutverk í liðinu. Lewandowski hefur verið sjóðheitur á þessu tímabili með Dortmund og skorað sextán mörk í deildinni. Þessir þrír leikmenn eru bestu leikmenn pólska liðsins og þurfa að vera í toppformi ef árangur á að nást. Í Póllandi ríkir bjartsýni fyrir mótið og vonast landsmenn innst inni eftir því að liðið nái að jafna árangurinn frá heimsmeistara- keppninni í Þýskalandi árið 1974 þar sem Pólland hafnaði í þriðja sæti. Markalaust afntefli gegn Portúgal í síðasta vináttulandsleik í febrúar gefur liðinu aukið sjálfstraust og eins og Wojciech Szczesny orðaði það eftir þann leik með tilvitnun í Tony Adams, fyrrum fyrirliða Eng- lands og Arsenal: „Ef þú færð ekki mark á þig þá tapar þú ekki leikjum.“ Taplausir í fimm leikjum Eftir vonbrigði í undankeppni heims- meistarakeppninnar í Suður Afr- íku árið 2010, þar sem liðið tapaði í umspili fyrir Grikkjum, vonast Úkraínumenn eftir góðu gengi á Evrópumótinu. Liðið hefur spilað ellefu vináttulandsleiki frá ársbyrjun 2011. Liðið er taplaust í síðustu fimm leikjum sem gefur því sjálfstraust og aðeins 3-3 jafntefli gegn Þýskalandi kom í veg fyrir að sigurleikirnir yrðu fimm. Viðvörunarbjöllur eru þó á lofti því að á þessu rúma ári hefur liðið tapað fyrir Svíum, Ítölum, Frökkum, Úrúgvæum og Tékkum – liðum í þeim gæðaflokki sem andstæðingar Úkraínumanna á Evrópumótinu verða. Liðið er enn byggt upp í kring- um gamla jálka. Á miðjunni ræður hinn 32 ára gamli Anatoliy Tymos- hchuk ríkjum. Þessi snjalli miðjumað- ur hefur spilað helming leikja Bayern München á þessu tímabili og verður í lykilhlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður. Úkraínumenn treysta enn á að Andryi Shevchenko skori mörkin. Þessi 35 ára gamli kappi má muna sinn fífil fegurri frá því að hann var einn besti sóknarmaður heims hjá AC Milan en reynsla hans er mikil og mun nýtast liðinu. Bjartasta vonin er hinn 22 ára gamli Andryi Yarmal- enko. Honum hefur oft verið lýst sem „hinum nýja Shevchenko“ en þessi örvfætti sóknarmaður hefur verið hættulegasti leikmaður liðsins í und- anförnum landsleikjum og besti mað- ur Dynamo Kiev það sem af er tíma- bili. Úkraínumenn eru ógnarsterkir á heimavelli en gengið gegn sterkustu þjóðunum að undanförnu gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Þegar við bætist riðill þar sem andstæðingarnir eru England, Svíþjóð og Frakkland er ljóst að úkraínska liðið þarf á topp- frammistöðu að halda til að eygja möguleika á sæti í átta liða úrslitum. Wojciech Szczesny Staða: Markvörður Aldur: 21 árs Lið: Arsenal Landsleikir: 9 Jakub Blaszczykowski Staða: Miðjumaður (fyrirliði) Aldur: 26 ára Lið: Borussia Dortmund Landsleikir/mörk: 49/8 Robert Lewandowski Staða: Framherji Aldur: 23 ára Lið: Borussia Dortmund Landsleikir/mörk: 40/13 Þrír lykilmenn Þrír lykilmenn Anatoliy Tymoshchuk Staða: Miðjumaður Aldur: 32 ára Lið: Bayern München Landsleikir/mörk: 114/4 Andriy Shevchenko Staða: Framherji (fyrirliði) Aldur: 35 ára Lið: Dynamo Kiev Landsleikir/mörk: 105/46 Andryi Yarmolenko Staða: Framh./miðjumaður Aldur: 22 ára Lið: Dynamo Kiev Landsleikir/mörk: 18/7 20 fótbolti Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.