Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 65

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 65
Fært til bókar Kiddi sleggja lærir á stjórnmálin Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, kom víða við á stjórn- málaferli sínum. Hann var bæjarfulltrúi í Bolungarvík frá 1982 til 1998 og sat á Alþingi fyrir Vestfirðinga frá 1991 til 2009, fyrst fyrir Alþýðubandalagið, þá utan flokka, síðar fyrir Framsóknarflokknum, og loks fyrir Frjálslynda flokknum en þingferilinn endaði hann utan flokka. Það hefur því lengi verið sláttur á Kristni, eða Kidda sleggju eins og hann er yfirleitt kallaður. Kiddi verður sextugur í ágúst en lætur ekki deigan síga. Eftir langan og fjölbreyttan stjórnmálaferil hefur hann ákveðið að læra sjálf stjórnmálafræðin þótt ýmsir teldu að hann kynni talsvert fyrir sér í þeim. Í frétt Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að Kristinn hafi fengið skólavist í Háskólanum í Leeds í Englandi til meistaranáms í stjórnmálafræði og fari þangað í haust. „Það er svo mikið umrót núna í pólitíkinni og verður það á næstu árum. Bæði eru að koma fram nýir flokkar en einnig þurfa gömlu flokk- arnir sem fyrir eru að breytast til þess að halda velli,“ segir Kristinn í samtali við Bæjarins besta og bætir við að tímarnir fram undan séu spennandi og því sé gott að mennta sig vel á þessu sviði. Hann segir stjórnmálafræðideild Háskóla Ís- lands bjóða upp á mjög gott nám en hann valdi Háskólann í Leeds vegna þess að stjórnmál verða sífellt alþjóðavæddari. „Það er bara nauðsynlegt að kynna sér líka stjórnmálin erlendis. Hvort sem Ís- lendingar ganga í Evrópusambandið eða ekki þá verður þróunin sú að æ meira af samskiptum á stjórnsviði fer fram við útlönd. Íslenskir stjórnmálamenn þurfa að geta átt í þeim samskiptum sér til gagns í því starfi sem þeir eru í,“ segir Kristinn en hann telur einmitt veikasta hlekk íslenskra stjórnmálamanna vera litla tengingu við erlenda strauma. Sama gildir um Kristin og aðra sem lagt hafa stjórnmálin fyrir sig, þeir eiga annað hvort fylgismenn eða and- stæðinga. Af bloggskrifum Guðmundar Sveinbjörns Brynjólfssonar, aðdáenda hins fornfræga knattspyrnuliðs Leeds United, má ætla að hann sé í síðari hópnum. „Nú bætist við nýtt áhyggjuefni,“ skrifar hann og heldur áfram: „Kristinn H. Gunnarsson er að fara til Leeds! Reyndar í nám – segir hann! Hann sagðist líka einu sinni vera í Framsókn en reyndist svo Frjálslyndur – eða var það öfugt? Ég er mest hræddur um að hann dúkki upp á Elland Road – ekki meðal áhorfenda heldur inni á vellinum. Áhyggjur mínar eru á rökum reistar: Neil Warnock núverandi stjóri Leeds hafði mikið dálæti á Heiðari Helgusyni þegar hann stjórnaði QPR, Heiðar er nagli! Kiddi er sleggja! Það hljóta allir að sjá hvað er yfirvofandi!“ Slagurinn harðnar Eiður Guðnason, fyrrum þingmaður, sendi- herra og ráðherra, heldur áfram að fjalla um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetafram- boð hans á síðu sinni og áskilur sér rétt til að fjalla nánar um það síðar. Slíkt kemur ekki á óvart enda er Eiður ekki í hópi helstu aðdáenda forsetans. Hann vék að umræðum um komandi forsetakosningar í Silfri Egils á sunnudaginn og sagði: „Ekki var síður áhugavert að heyra það sem sagt var forsetakosningarnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir undirstrikaði það sem margir hafa sagt og séð að Ólafur Ragnar Grímsson ætlar sér, ef hann nær kjöri að- eins að vera forseti hluta þjóðarinnar, ekki allrar þjóðarinnar, Hann ætlar að vera for- seti þeirra sem eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandi. Það hefur enginn forseti leyfi til að misnota embætti forseta Íslands í þágu persónulegra skoðana sinna. Ólafur Ragnar virðist einskis svífast. Þetta er svo ósvífið að engu tali tekur.“ Slagurinn er greinilega að harðna. Byltingin étur börn sín Sú var tíðin að svokölluð 68-kynslóð þótti róttækust allra, fólk sem boðaði breyt- Helgin 16.-18. mars 2012 viðhorf 45 BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.avelar.is - estar stærðir ingar á stöðnuðu kerfi. En allt er breytingum háð. Þessi kynslóð komst til valda hér á landi og hefur haldið lengi um valdataumana. Nú heimtar Hallur Magnússon, sem gegnt hefur ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar- flokkinn, 68-kynslóðina burt. Í bloggi sínu undir þeirri fyrirsögn segir hann: „Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru ein höfuðorsök þess að það „Nýja Ísland! sem þjóðin sóttist eftir í kjölfar hrunsins 2008 hefur ekki orðið. Þeirra „Nýja Ísland“ er ekki það sem þjóðin sóttist eftir. Enda parið skilgetið pólitískt afkvæmi „Gamla Íslands“. Hluti hinnar valdsæknu ’68 kyn- slóðar! Fyrrum Framsóknarmaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson er ekki síður skilgetið póli- tískt afkvæmi „Gamla Íslands“. Eins og helstu hvatamenn þess að Ólafur Ragnar bjóði sig fram á ný – þeir gömlu félagar Ólafs Ragnars úr Sambandi ungra Framsóknarmanna upp úr 1970 – Guðni Ágústsson og Baldur Óskars- son. Hluti hinnar valdsæknu ’68 kynslóðar! Gamla pólitíska valdsækna ’68 kynslóðin úr „Gamla Íslandi“ er að verja stöðu sína. Þetta gamla fólk er ekki að hugsa um hag unga fólksins. Það vill ekki það „Nýja Ísland“ sem yngri kynslóðir og miðaldra Íslendingar vilja. Það vill bara halda halda í þau völd sem þau hafa. Ekki hugsjónir ’68 kynslóðarinnar. Við þurfum nýtt Ísland. Gamla valdsækna ’68 kynslóðin er ekki rétta fólkið að leiða þjóðina inn í nýtt og betra Ísland. Því ’68 kynslóðin er stærsti þröskuldur hins „Nýja Íslands“. Miðað við þennan lestur sannast það enn og aftur að byltingin étur börnin sín. Sé litið til þess fólks sem Hallur nefnir tilheyrir það meira og minna svokallaðri 68-kynslóð – en síst þó Steingrímur J. sem varla var fermdur það sæla ár 1968. En víst var hann bráðþroska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.