Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 70
50 fermingar Helgin 16.-18. mars 2012 U mhverf isvænar Fair Trade - tösk u r er u skemmtilegar ferming- argjafir, að sögn Jónínu Sigurð- ardóttur, framkvæmdastjóra netverslunarinnar og heildsöl- unnar Kolors, sem sérhæfir sig í umhverfisvænum tískuvörum og gjafavörum. „Vörurnar sem fást hjá Kolors eru öðruvísi, skemmti- legar og líflegar. Þær eru um- hverfisvænar og handunnar sem gerir það að verkum að engar tvær eru eins. Sagan á bakvið vörurnar er merkileg þar sem verið er að endur- nýta hráefni sem annars hefði endað uppi sem landfylling úti í náttúrunni,“ segir Jónína. Ecoist er eitt af fyrirtækjun- um sem Kolors hefur umboð fyrir. „Hollywood stjörnur á borð við Kim Catrall, Came- ron Diaz og Christina Ricci hafa skartað töskum frá Ecoist. Fyrirtækið var tilnefnt til Global Fashion Awards árið 2010 og var þar í hópi heims- þekktra hönnuða eins og Calvin Klein og Marc Jacobs,“ segir Jónína. Kolors býður meðal annars upp á töskur frá fyrirtækjun- um Ecoist og Escama Studio í Bandaríkjunum. Þær eru með- al annars búnar til úr sælgæt- isumbúðum, gosflöskumiðum, dagblöðum, tímaritum, strika- merkjum og gosdósaflipum. Ecoist er í samstarfi við ýmis fyrirtæki og fær hráefni í vörur sínar frá meðal annars The Coca Cola Company, Dis- ney og Mars. Escama Studio framleiðir nýtískulegar kven- töskur sem eru handunnar úr gosdósaflipum. Töskurnar og veskin frá Alchemy Goods eru handunnin úr dekkjaslöngum úr reiðhjólum og öryggis- beltum úr bílum. Hráefnið er meðal annars fengið frá hjólaframleiðandanum Trek. Mighty Wallet veskin eru búin til úr efninu Tyvek og eru þau 100 prósent endurvinnanleg. Gjafavörurnar frá Vinylux eru búnar til úr gömlum hljóm- plötum (vinyl). Ecoist og Escama Studio vörurnar eru framleiddar í Mexíkó, Perú og Brasilíu eftir Fair Trade-stefnunni. Hinar vörunar eru framleiddar í Bandaríkjunum. „Með því að kaupa Fair Trade vöru ertu meðal annars með í því að draga úr barnaþrælkun, tryggja sanngjörn laun og réttindi vinnufólksins. Hug- myndafræðin felur í sér að starfsfólk fær sanngjörn laun. Stuðlað er að heilsusamlegu vinnuumhverfi auk þess sem borin er virðing fyrir menn- ingu framleiðslulandsins. Með því að vinna eftir Fair Trade-stefnunni stuðla fyrir- tæki að samfélagslegum fram- förum í þróunarlöndunum,“ segir Jónína. Töskurnar frá Ecoist og Es- cama Studio eru handunnar af fólki sem áður bjó við fátækt og þurfti að hafa mikið fyrir því að hafa í sig og á, að sögn Jónínu. „Þessi fyrirtæki út- veguðu þeim atvinnu þar sem þau gátu nýtt hæfileika sína og hugvit við að handgera hin- ar ýmsu vörur. Starfið er þeim mikils virði og bera vörurnar þess merki að þær eru unnar af mikilli alúð. Varan er í dag orðin vinsæl umhverfisvæn hátísku- vara víðsvegar um heiminn.“  Hollywood stjörnUr hafa skartað töskUm frá Ecoist Umhverfisvænar og skemmtilegar fermingargjafir Hráefnið hefði annars endað sem landfylling. Jónínu Sigurðardót- tur, framkvæmdastjóra netverslunarinnar og heildsölunnar Kolors Hannaðu persónulega myndabók á oddi.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is NÝR END URB ÆTT UR VEF UR VERÐ FRÁ 6.990 kR. EINTAkIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.