Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 84
Strigaskórnir frá Isabel Marant hafa verið gríðarlega eftirsóttir alveg síðan þeir vöktu heimsathygli í tónlistarmyndbandi söngkonunnar Beyonce sem frumsýnt var síðastliðið haust. Í myndbandinu Love on Top dansar söngkonan frá sér allt vit í þessum skóm og líta þeir út fyrir að vera ósköp venjulegir strigaskór. Það er ekki fyrr en maður skoðar betur að sjá má að þeir eru háhælaðir. Háhælaðir strigaskór sem blekkja augað heilla greinilega marga og hafa þeir verið uppseldir alveg síðan að myndbandið náði vinsældum seint á síðasta ári. Langur er biðlistinn eftir skónum og eru helstu nöfnin innan tískuiðnaðarins að sjálfsögðu þar ofarlega á lista. Helgin 16.-18. mars 201264 tíska Gestapistla- höfundur vikunnar er Erna Hrund Hermanns- dóttir tískubloggari 5 dagar dress Snyrtilegur en afslappaður stíll Albert Hauksson er 23 ára söngvari í hljóm- sveitinni Gang Related og mun hann útskrifast úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands núna í vor. „Það fer rosalega mikið eftir skapi og dögum,“ svarar Albert þegar hann er spurður út í stílinn sinn. „Hann getur verið mjög snyrtilegur og stundum aðeins afslapp- aðri. Maður getur ekki verið í skyrtu með gyrt alla daga. Fötin mín kaupi ég aðallega í búðum eins og Sautján og Kron Kron og svo auðvitað í útlöndum þegar ég kemst þangað. Gunnar bróðir minn er mér mikil fyrirmynd þegar tískan er annars vegar og höfum við verið dug- legir að skiptast á fötum gegnum árin, sem er algjör plús því þá á maður tvöfalt meira að fötum.“ Fimmtudagur Skór: Sautján Buxur: Topman Bolur: H&M Skyrta: Topman Jakki: Fred Perry Miðvikudagur Skór: Swear Buxur: Nudie Skyrta: J-crew Peysa: Linnebjerg Fórnarlamb tískunnar Til þess að undirbúa mig fyrir sumarið hef ég verið föst yfir youtube og style.com til að rifja upp sumarlínur stóru tískuhúsanna. Svo verður inn- kaupum hagað eftir því hvað þar er að sjá. Ég hef stúderað helstu línur fram og til baka og „trendin“ sem eiga að vera allsráðandi bara eftir nokkra mánuði. En, það er þó eitt sem ég er ekki alveg tilbúin að samþykkja, alla vega ekki þegjandi og hljóðalaust. Ég fæ hroll þegar ég hugsa um támjóu skóna með pinnahælunum og ég trúi því ekki að ég sé ein um það. Ég er fædd 1989 svo það munaði sirka einu ári að ég hefði átt Buffalo skó. Þar af leiðandi get ég labbað um áhyggjulaus í Vagabond skónum mínum (sem eru alveg eins og Buffalo) án þess að þurfa að rifja upp að ég hafi átt alveg eins 15 ára. En ég er hins vegar svo gömul að ég átti skærbleika, Again & Again skó og svört leðurstígvél. Bæði pörin voru að sjálf- sögðu támjó og með pinnahæl og bæði enduðu líf sitt á haugunum eftir ofnotkun. Nú fylgist ég með búðum fylla hillurnar sínar af þessum óskapnaði og ég skil ekki hvernig nokkur kona ætti að vilja klæðast þessu? Núna skil ég loks hvernig móður minni leið þegar ég gekk um í krumpjakka úr Spúútnik og með neongular legghlífar við. En við skulum tala saman eftir nokkra mánuði því ég gæti alveg hafa neyðst til þess að kaupa mér 1 til 2 pör, ég er nú þrátt fyrir allt fórnarlamb tískunnar. Konur duglegri í húðflúrinu Adam Levine með tvo nýja ilmi Þriðjudagur Skór: Swear Buxur: Nudie Bolur: Sonic Yooth Gallaskyrta: Gap Mándagur Skór: Swear Buxur: Topman Skyrta: Filippa K Belti: H&M Föstudagur Skór: Swear Jakki: Herragarðurinn Buxur: Topman Belti: H&M Skyrta: Hollandi Klúturinn: Frá Hollandi Maroon 5-söngvar- inn Adam Levine vinnur nú hörðum höndum um þessar mundir að tveimur nýjum ilmum sem ætlaðir eru annars vegar fyrir menn og hinsvegar fyrir kon- ur. Karlailmurinn mun endurspegla persónuleika og stíl söngvarans og kvennailmurinn þiggur innblástur sinn frá unnustu söngvarans, Victoria’s Secret-fyrirsætunni Önna Vyalitsyna. Báðir ilmirnir munu heita því einfalda nafni 222 sem er einnig heitið á fatalínu söngvarans. Ilmirnir eru þó aðeins á byrjunarstigi þróunar og markaðssetningar og eru ekki væntanlegir á heimsmarkað fyrr en í maí á næsta ári. Háhælaðir strigaskór gera allt vitlaust Fyrirsætan Lexy Hell. Adam og unnustan á Victoria’s Secret-sýningunni í október sem var. Skjáskot úr myndbandinu Love on top. Vefsíðan Racked birti á dögunum könnun sem sýnir nýjar tölur yfir húðflúr, og þá greint eftir kynjum. Kom það mörgum á óvart að 59 prósent þeirra sem eru með húðflúr eru kven- menn. Húðflúr kvenna eru þó mun minna áberandi en karlmanna enda kjósa kon- ur frekar að láta á sig lítil húðflúr en karlmenn eru meira í stórum stykkjum. Kvenmenn eru meira í persónulegum húðflúrum og eru um 40 prósent þeirra með húðflúr sem þær fengu sér með vini. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.