Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Side 16

Fréttatíminn - 16.03.2012, Side 16
Hvernig hafa mannréttinda- ákvæðin verið brotin? Heimildir: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi. Eftir Björgu Thorarensen frá árinu 2008. Og: http://www.stjornarrad.is/Rikisstjornartal/nr/3. Wikipedia. 1943 1946 1958 1959 1986 1992 1994 1998 2000 2002 2003 2006 1946 – Eignarréttarákvæðið Hæstiréttur taldi andstætt eingar- réttarákvæðum stjórnarskrárinnar að svipta mann eignarrétti á landi bótalaust fyrir hafnargerð en eignarnám hafði ekki farið fram. Ríkisstjórn: Nýsköpunarstjórnin undir forystu Ólafs Thors. Sjálf- stæðisflokkur með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki. 1958 og 1959 - Eignarréttarákvæð- ið Annars vegar skattamat á eign hluthafa í hlutafélagi. Hins vegar ákvæði laga um stóreignaskatt sem voru talin í andstöðu við eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar. Önnur ákvæði stóreignaskattslaganna voru talin standast stjórnarskrána. Ríkisstjórn: Emilía, ríkisstjórn Emils Jónssonar. Alþýðuflokkurinn. 1992 - Jafnræði Lagasetning sem fól í sér afnám launahækkana starfsmanna í stéttarfélögum opinberra starfsmanna með aftur- virkum hætti þótti ekki samrýmast jafnræðisreglu. Ríkisstjórn: Viðeyjarstjórnin. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Alþýðuflokkur. 1994 – Brotið gegn persónufrelsi Talið að lög sem kváðu á um einangrunarvist vegna agaviður- laga teldist ekki til refsitíma og brytu gegn grundvallarreglum íslensks réttar, þar með talið 65. grein stjórnarskrárinnar um að enginn yrði sviptur frelsi sínu nema úrskurður dómara kæmi til. Ríkisstjórn: Viðeyjarstjórnin. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur. Alþýðuflokkur. 1998 - Jafnræðisregla Andstætt jafnræðisreglu og atvinnufrelsi er að gera til frambúðar greinarmun á mönnum varðandi rétti til veiði- heimilda sem byggðist á eignar- haldi manna á skipum á tilteknum tíma. Í dómnum var meðal annars vísað til ákvæða Mannréttindasátt- mála Evrópu um bann við mis- munun. Ríkisstjórn: Önnur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðis- flokkur. Framsókn. 2000 - Jafnræðisreglan Ekki mátti skerða lífeyri öryrkja vegna tekna maka þeirra. Dómarar sögðu það fara gegn jafnræðisreglunni sem og fjölda alþjóðlegra laga. Breytingar á lögum um almannatryggingar árið 1998, sem sett voru 1993, voru því talin andstæð stjórnarskrá. Ríkisstjórn: Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðis- flokkur. Framsókn. 2003 – Bann við afturvirkni laga Breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem skertu skatta- legt hagræði vegna hlutabréfa- kaupa var talin fela í sér afturvirkni sem er bannað samkvæmt 77. gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður á um slíkt. Ríkisstjórn: Fjórða ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðis- flokkur. Framsókn. 2006 – Tjáningar- og atvinnufrels- isákvæði Hæstiréttur taldi að með algjöru banni við sýningu tóbaks á sölustöðum hefði löggjafinn farið út fyrir þau mörk sem tjáningar- frelsisiákvæði stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsi setja. Ríkisstjórn: Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar. 1943 - Prentfrelsisákvæðið Meiri- hluti Hæstaréttar taldi að löggjöf sem veitti ríkinu einkarétt á að gefa út íslensk rit sem samin voru fyrir árið 1400 væru fyrirfarandi tálmun á útgáfu ritanna og andstæð prent- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórn: Utanflokkastjórnin undir forystu Björns Þórðarsonar. 1958 - Eignarréttarákvæðið Ákvæði sem sett voru með lögum árið 1952 um lausn ítaka af jörðum voru ekki talin samrýmast eignar- réttarákvæðinu og höfðu því „ekki lagagildi.“ Ríkisstjórn: Vinstristjórn I. Hermann Jónasson leiddi. Hræðslu- bandalagið og Alþýðubandalagið. 1986 - Jafnræði/eignarréttar- ákvæði Tveir dómar þar sem niður- staðan var að heimild um tekju- stofna sveitarfélaga til að leggja sérstakan skatt á hlunnindi í eigu utansveitarmanna fæli í sér mis- munandi gjaldskyldu sem byggðist á búsetu. Ekki væri gild lagaheimild fyrir álagningu gjaldsins þegar litið væri til þess hve jafnræðinu væri raskað. Vísað var til grunnreglu eignarréttarákvæðisins. Ríkisstjórn: Fyrsta ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Fram- sókn. Sjálfstæðisflokkur. 1998 – Jafnræðisregla Ákvæði skaðabótalaga sem mismunuðu tjónþolum um rétt til miskabóta eftir því hvort um ræddi fjárhags- legt eða læknisfræðilegt örorkumat var talið andstætt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og friðhelgi einkaréttar. Ríkisstjórn: Önnur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðis- flokkur. Framsókn. 2000 – Jafnræðisregla Takmark- anir sem settar voru við sóknar- aðild föður að barnsfaðernismáli í barnalögum voru taldar brjóta í bága við jafnræðisreglu og rétt manna til að fá úrlausn dómstóla um málefnið. Ríkisstjórn: Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðis- flokkur. Framsókn. 2002 – Réttur til að semja um kjör Ekki mátti setja lög á verkfall sjómanna. Þeir höfðu stjórnar- skrárvarinn rétt til þess að semja um starfskjör sín. Hann var einnig margvarin með alþjóðalögum. Ríkisstjórn: Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðis- flokkur. Framsókn. 2003 – Bann við afturvirkni laga Dómur sem féll í Hæstarétti í kjölfar fyrri öryrkjadóms þar sem öryrkjar töldu sig eiga rétt á að fá óskerta tekjutryggingu á árunum 1999 og 2000. Þeir ættu kröfu- rétt á ríkið sem yrði ekki skertur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Því var ekki hægt að beita skerðingarreglu með lögum gagn- vart greiðslu tekjutryggingar á þessu tímabili. Ríkisstjórn: Fjórða ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðis- flokkur. Framsókn. inni Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, eftir Björgu Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskólans. Á árunum 1992 til 2003 fór lagasetning ríkisstjórna með Davíð Oddsson í fararbroddi níu sinnum gegn stjórnar- skránni. Í flestum mála ríkisstjórnarinnar nú hefur komið fram sú krafa að ráðherra málaflokksins, jafnvel ríkis- stjórnin sjálf, víki vegna dómanna. Því er spurt hvers vegna íslenskir ráðamenn sæti ekki ábyrgð þegar þeir fara ekki að lögum, eins og þekkist á Norðurlönd- unum? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmála- fræðideild Háskólans, segir stöðuna hér á landi aðra en á hinum Norðurlöndunum, þar sem menn axli frekar pólitíska ábyrgð. Hér sé samfélagið minna og tæki- færin færri. Því sé erfiðara fyrir ráðamenn að segja af sér þar sem þeir hafi ekki að neinu að hverfa. „Hér er þrengra um allt og því ekki þessi hefð að axla ábyrgð. Menn neita út í hið óendanlega – og það virkar,“ segir hún. „Á Norðurlöndunum er litið svo á að menn komi sterkir inn eftir að hafa axlað ábyrgð. Þannig er það einnig í Bretlandi.“ Sigurbjörg bendir á að þar sem lögbrot íslenskra ríkisstjórna í heild sinni hafi ekki verið tekin saman sé erfitt að sjá mynstrið samanborið við fyrri reynslu. „En það þarf líka að skoða samhengið. Mikið af flóknum málum hafa komið í ljós í kjölfar hrunsins,“ segir hún og bendir á að nú sjáist til að mynda afleiðingar þess að eftirlit hafi verið minnkað og sett í hendur markaðarins sjálfs; þeirra sem hefði átt að hafa eftirlit með. „Auk þess sem nú er að verða meiri vitunarvakning í samfélaginu. Í aðdraganda hrunsins virðast lögbrot hafa viðgengist – eins og til dæmis gengislánin. Hvernig á að bregðast við slíku eftirá? Það er ekki til neitt þekkt stjór- ntæki til að taka á því svona eftirá,“ segir hún. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ráðherrar, Steingrímur og Svandís núverandi, og Árni Páll Árnason fyrrverandi, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Árni Páll og Svandís koma bæði að dómsmálum sem fallið hafa á tíma ríkisstjórnarinnar og henni í óhag. Fermingartilboð Rúmföt frá 7.990 kr 100% Pima bómull Sendum frítt úr vefverslun Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is 16 fréttaskýring Helgin 16.-18. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.