Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 40
2 viðhald húsa Helgin 16.-18. mars 2012 Ábyrgðarsjóður MSI Meistarafélög iðnmeistara í SI standa að sjóðnum. Þessi félög eru:  Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði  Málarameistarafélagið  Meistarafélag Suðurlands  Meistarafélaga byggingamanna á Norðurlandi  Félag blikksmiðjueigenda  Félag skrúðgarðyrkjumeistara  Meistarafélag húsasmiða  Múrarameistarafélag Reykjavíkur  SART - Samtök rafverktaka  Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara Innan raða þessara félaga starfa um 500 iðnmeist- arar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Lög um þjónustukaup taka til hvers kyns samn- inga um kaup á þjónustu sem veitt er neytendum í atvinnuskyni gegn endurgjaldi og þegar veitt þjónusta felur í sér meðal annars vinnu við fasteign- ir, vinnu vegna byggingarframkvæmda eða aðrar framkvæmdir á landi. Útseld þjónusta, sem veitt er í atvinnuskyni, skal ávallt vera byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni. Seljandi þjónustu leggur fram nauðsynleg efni og aðföng nema um annað sé sérstaklega samið. Um sölu á efni og aðföngum til neytanda gilda hins vegar lög um neytendakaup, jafnvel þótt um upp- setningu búnaðar og sölu á efni sé einungis gerður einn samningur. Seljandi þjónustu skal jafnframt gæta þess að hún sé í samræmi við almennar reglur, staðla, reglur sem stjórnvöld setja, stjórnvaldsákvarðanir og lög sem gilda um veitta þjónustu í þeim tilgangi að vernda öryggi neytenda. Ljóst er að lög um þjónustukaup styðja vel við önnur lög sem miða að því að vernda hagsmuni og öryggi neytenda. Má þar nefna mannvirkjalög sem löggilding iðnmeistara byggir á, lög um rafmagns- öryggi og iðnaðarlög sem standa eiga vörð um rétt- indi iðnmeistara. Þrátt fyrir góðan vilja löggjafans verður seint komið í veg fyrir að menn án réttinda læðist inn á markaðinn og því brýnt að neytendur séu vel á verði og vandi valið þegar leitað er eftir þjónustu iðnaðarmanna. Ásbjörn R. Jóhannesson forstöðumaður rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins Viðhaldsvakning og betri tíð Hús eru forgengileg og ganga úr sér óháð efnahagsástandi og fjárhag eigenda á hverjum tíma. Ef hús fá ekki það viðhald sem þarf og nauðsynlegar endurbætur þá nagar tímans tönn þau mis- kunnarlaust og verðmæti þeirra og notagildi rýrnar. Það er dýrt að draga viðhald og láta skeika sköpuðu. Það hefur því miður verið landlægt viðhorf að láta viðhald húsa reka á reiðanum og sinna því ekki fyrr en í óefni er komið. Viðhald á ekki að vera skorpu- og áhlaupsvinna í nauðvörn, heldur stöðugt og fyrir- byggjandi. Viðhorfs- og hugarfarsbreyting þarf að verða í viðhaldsmál- um. Þá kemur senn betri tíð með blóm í haga. Viðhald þarf að hefjast strax og byggingu húss er lokið og það á að vera unnið jafnt og þétt allan líftíma þess. Húseigendur verða að sinna við- haldi eigna sinna jafnt og stöðug. Viðhaldið á að vera markvisst og fyrirbyggjandi frá upphafi. Tilviljunarkennt og skipulagslaust viðhald í nauðvörn, skorpum, skrykkjum og tímapressu, verður alltaf erfitt og óhagkvæmt. Undanfarin ár hefur verið mikið verið rætt og ritað um óvönd- uð vinnubrögð í byggingariðnaðinum. Byggingarverktakar voru í góðærinu margir ofhlaðir verkefnum og höfðu of lítinn tíma og það bitnaði óhjákvæmilega á gæðum bygginganna. Það segir sig sjálft að þegar menn hafa mörg járn í eldinum og takmarkaðan tíma þá skila þeir ekki eins vönduðu verki og ella og seint mun sjá fyrir endann á því. Gallar leynast oft lengi og koma ekki fram fyrr en eftir ár og daga og kalla í fyllingu tím- ans á viðgerðir, endurbætur og viðhald Í góðærinu hurfu flestir iðnaðarmenn og verk- takar sem vettlingi gátu valdið í nýbyggingar- iðnaðinn og viðhaldsgeirinn skrapp saman. Erfitt var að fá góða og ábyrga verktaka til viðhaldsverka. Þess vegna má álykta að eitthvað sé um uppsöfnuð viðhaldverkefni og eins að meira verði um viðhald vegna aukningar á byggingargöllum. Það er ljóst að viðhalds- og viðgerðariðnaðurinn fær enn meira í fangið á næstu árum vegna þessa. Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verk- taka í viðhaldsverk. Nú er öldin önnur. Nú bítast þeir verktakar um viðhaldsverk sem áður fúlsuðu við þeim. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú val- ið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til hvetja til viðhalds og að örva viðhaldsgeirann með aukinni endurgreiðslu virðisaukaskatts (100 prósent af vinnu á byggingarstað). Og eins með því að auka og hækka við- haldslán Íbúðalánasjóðs. Að þessu leyti árar vel til viðhalds. En kreppan er viðsjárverð og kaldlynd kerling. Gefi hún með hægri þá hrifsar hún óðar með vinstri. Verktakar eru margir veikburða eftir áföll og hremmingar. Það skapar áhættu og óvissu fyrir viðsemjendur þeirra og kallar á vönduð vinnubrögð af hálfu húsfélaga. Þá fylgir sá böggull skammrifi að eigendur eiga yfirleitt ekki digra viðhaldssjóði né aðrar feitar fúlgur og allra síst á tímum kaldakols. Lánamöguleikar eru ekki samir og fyrrum þegar gullið flóði. Peninga skortir víða til viðhalds og á því stranda mörg góð áform. Það eru fleiri ljósleiftur í viðhaldsmálunum. Ábyrgðarsjóður meistaradeildar byggingagreina innan Samtaka iðnaðarins var setur á laggirnar í fyrra eða hitt í fyrra í því augnamiði að bæta vinnubrögð og auka gæði og skapa traust milli verktaka og hús- eigenda. Jafnframt hefur verið sett á fót Úrskurðarnefnd á veg- um meistaradeildar byggingarmanna innan Samtaka iðnaðarins, Húseigendafélagsins og Neytendasamtakanna til að leysa úr ágreiningsmálum vegna verka sem hér um ræðir. Sigurður Helgi Guðjónsson formaður og fram- kvæmdastjóri Hús- eigandafélagsins PISTILL  ÖRyGGI neytenda Lög um þjónuSTukauP Mikilvægi þess að skipta við löglega menn – krafan um fagþekkingu.  ÁbyRGðaRSJóðuR meISTaradeILd SamTaka IðnaðarInS Hver ábyrgist þinn meistara? Í apríl 2009 var stofnuð deild allra meistara-félaga sem aðild eiga að Samtökum iðnaðarins. Deild þessi hlaut nafnið Meistaradeild Samtaka iðnaðarins (MSI). Meðal stefnumála MSI var að koma á Ábyrgðarsjóði iðnmeistara sem nú er orðinn að veruleika. Með tilkomu Ábyrgðarsjóðsins aukast kröfur á þá iðnmeistara sem að honum standa varðandi verk og verkskil. Að sama skapi eykst réttur og öryggi neyt- enda svo framarlega sem viðskipti eiga sér stað við aðildarfélaga MSI. Telji verkkaupi að sú þjónusta sem samið var um í upphafi verks sé ekki viðunandi getur hann skotið máli sínu til Úrskurðarnefndar Meistara- deildarinnar en þar eiga meðal annars sæti fulltrúar frá Húseigendafélaginu og Neytendasamtökunum. Skilyrði fyrir því að verkkaupi geti skotið máli sínu til Úrskurðarnefndar MSI er að skriflegur verk- samningur hafi verið gerður milli málsaðila og falli úrskurður verkkaupa í vil fær hann bætur úr Ábyrgð- arsjóðnum. Einungis einstaklingar og húsfélög eiga þess kost að njóta bóta úr Ábyrgðarsjóðnum. Ekki fást bætur úr sjóðnum ef greiðslur fást úr öðrum tryggingum, svo sem byggingarstjóratryggingu eða verktryggingu. Þá fjallar úrskurðarnefnd Ábyrgðarsjóðs MSI ekki um mál þar sem samningsupphæðin er undir 100 þús- und krónum og yfir 25 milljón króna; báðar upphæðir eru með virðisaukaskatti. Hvort sem framkvæmdir eru stórar sem smáar, er ljóst að það felst mikil trygging í að velja sér iðn- meistara sem er aðili að Ábyrgðarsjóði MSI. Mikil- vægt er því að velta fyrir sér áður en farið er af stað spurningunni: Hver er meistari minn og hver ábyrgist verkin hans? Nánar má kynna sér Ábyrgðarsjóð MSI á heimasíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is Trygging felst í því að velja iðnmeistara sem er aðili að Ábyrgðarsjóðnum Útseld vinna skal byggjast á fagþekkingu. Ljósmynd Hari Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.