Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 47
Helgin 16.-18. mars 2012 viðhald húsa 9 V iðhald húsa hefur mikil áhrif á verðmæti þeirra og getur haft áhrif á líðan íbúa. Það er því mikil­vægt að huga vel að reglulegu viðhaldi og fyrirbyggjandi aðgerðum. Indriði Níels­ son, hjá verkfræðistofunni Verkís segir mikilvægt að fagmenn komi að viðhaldi. „Verkís býður upp á margvíslega ástandsráðgjöf sem nær frá sérfræði­ aðstoð vegna fasteignakaupa einstak­ linga til sértækra viðhaldsáætlana og breytinga lítilla sem stórra mann­ virkja. Almenn ráðgjöf fyrir hús­ eigendur felst yfirleitt í fjórum þáttum eftir því hve ítarlegri þjónustu viðskipta­ vinir óska, það er ástandsblaði, ástands­ skoðun, ástandsmati og ástandsskýrslu. Undir sérhæfða ráðgjöf fellur til dæmis ráð­ gjöf um viðhald gamalla bygginga, innivist, ráð­ gjöf vegna húsasóttar og myglu. Að auki býður Verkís sérfræðiráðgjöf um steinsteypuviðhald, úrbætur á hljóðvist, lýsingu, lagnamálum og brunamálum. Ef ákveðið er að ráðast í fram­ kvæmdir þarf að útbúa útboðsgögn en vönduð útboðsgögn eru nauðsynleg fyrir vel heppnað verk. Því næst er leitað tilboða, besta tilboði tekið og gerður skriflegur verk­ samningur. Grunnurinn að vel heppnuðu verki er gott og viðurkennt handbragð verktaka og gott eftirlit. Ég myndi segja að mikill auður felist í þekkingu starfsmanna Verkís á traustum og viðurkenndum verktökum.“ Húsasótt og áhrif hennar Sérfræðingar Verkís hafa mikla reynslu á öllum sviðum húsasóttar og býður stofan upp á margs konar úttektir og ráðleggingar um úrbætur. Indriði segir lausnirnar yfirleitt einfaldari en fólk gerir sér grein fyrir. „Það er ekki til ein ákveð in skilgreining á húsasótt en oftast er átt við óæski­ leg óþægindi sem tengja má dvöl í rými. Hjá fyrirtæki þar sem starfsemnn þjást af húsasótt má búast við óútskýrðri fjarveru, aukinni veikindatíðni, minni afköstum og starfs­ ánægju sem getur leitt af sér háa starfsmannaveltu. Börn eru viðkvæmari fyrir húsasótt en fullorðnir og hafa rann­ sóknir sýnt að í skólum með húsasótt er mæting aðeins 1­3 prósent minni en einkunnir á bilinu 3­17 prósentum lægri. Það má reikna má með að húsasótt sé tíðari á heim­ ilum en annars staðar. Ástæður geta meðal annars verið að íbúar geta verið seinir að átta sig á húsasóttinni og nauðsynlegar viðgerðir kostnaðarsamar. Oftast eru þó lausnir á vanda­ málum í íbúðarhúsum einfaldar. Hér, eins og í ná­ grannalöndunum, er áætlað að um 20­30 prósent allra bygginga feli í sér húsasótt.“ Indriði bætir því við að vandamálin komi helst upp þar sem raki, næring og rétt hitastig sé fyrir hendi. „Það skapast kjöraðstaða fyrir mygluvöxt. Því hærri sem rakinn er því hraðari verður mygluvöxturinn. Vöxtur myglusveppa er líka háður hitastigi en við kjörskilyrði getur mygla myndast á mjög skömmum tíma, jafnvel á einum sólarhring. Fyrstu merki um myglumyndun er þung lykt sem reynist erfitt að losna við, þrátt fyrir útloftun.“ Mikilvægt að hindra óþarfa skemmdir Hvort sem um er að ræða sprungur í steypu, flagnaða málningu, leka glugga eða galla í þaki er mikilvægt að vera alltaf vakandi fyrir viðhaldi á veðrunarkápu húsa. Stöðugt viðhald, kemur í veg fyrir óþarfa skemmdir og getur sparað stórar fjárhæðir til lengri tíma, að sögn Indriða. „Það er mikilvægast að hindra að skemmt hús­ næði hafi áhrif á heilsu fólks, því heilsan og fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Verkís hefur yfir að ráða sérfræðingum sem geta greint vanda og komið með tillögur að úrbótum.“ K Y N N I N G Gott viðhald er gulli betra Indriði Níelsson hjá verkfræði- stofunni Verkís. Ljósmynd Hari.Lausnir vegna húsasóttar eru yfirleitt einfaldar. Af fjöl- mörgum verkefnum Verkís má nefna Ból- staðahlíð 52-56 og Þjóðmenn- ingarhús. EFLA_auglysing_prent.indd 1 14.3.2012 19:37:53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.