Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 36
eftir því hvenær pabbi hans fékk krabba- mein og finnst langt síðan hann læknað- ist. Hann segir foreldra sína hafa verið pínu áhyggjufulla á meðan á veikindunum stóð en sjálfur hafi hann aldrei hugsað um veikindin þegar hann var í skólanum. Það á hann sammerkt með þeim flestum. Þau nefndu flest að þau hugsuðu ekki um veikindi forelda sinna við námið. Arnþór segir að þeir tvíburabræður og stóri bróðir þeirra hafi strax fengið að vita af veikindunum. „Hann er sko ekki að vinna þótt honum hafi batnað. Hann er enn að hvíla sig,“ segir Arnþór sem á engin ráð fyrir önnur börn greinist for- eldrar þeirra með krabbamein. Spurður hvernig sé hægt að styðja við foreldra sína í veikindum þeirra er fátt um svör. Hann samsinnir þó að gott sé að vera þægari, rólegri og ekki eins kröfuharður og venjulega. Ásmundur Ari, bróðir Arnþórs, vermir nú sætið. Hann segir að eftir að þeir bræður fréttu af veikindum föður þeirra hafi þeir heimsótt hann á sjúkra- húsið. „Þá var verið að lækna hann og við þurftum aðeins að bíða. Þegar við komum inn var búið að hefta á honum magann. Hann borðaði eitthvað sem honum finnst ekki vera gott. Hann reyndi að venjast því en síðan fékk hann krabbamein,“ segir Ásmundur þegar hann lýsir veikindum föður síns. En hvernig varð honum við? „Ég fór að gráta,“ segir hann og viður- kennir að hafa verið áhyggjufullur. „Já, þegar ég sá að búið var að skera á honum magann.“ Hann segir þó að hann hafi ekki verið hræddur um pabba sinn. Þeir bræður hafi hjálpað mömmu sinni fyrir helgi að undir- búa þrettán ára afmæli eldri bróður síns. Á meðan ætlaði pabbi þeirra að sanna að hann myndi læknast á tveimur dögum. En finnst þér öðruvísi að hitta krakka sem eiga líka foreldra með krabbamein en þá sem eiga það ekki? „Já, en pabbi minn er ekki með alveg eins krabbamein og hinir,“ segir Ásmundur. Þau krakkarn- ir geti talað um veikindi foreldra sína en einnig leikið sér saman. „En núna er allt betra og gott að pabbi er kominn heim.“ Betra líf og skemmtilegra Páll Rist er átta að verða níu ára. Hann segir móður sína hafa glímt við brjósta- krabbamein í tvö ár. „Já lífið hefur pínu breyst. Það byrjaði þannig að litla systir mín fæddist. Þremur dögum seinna kom krabbameinið og þetta er búið að vera svona í tvö ár. Hvernig á ég að útskýra hvernig lífið hefur breyst? Þetta er pínu skrýtin tilfinning,“ segir hann. „Hún fór ekkert af spítalanum. Hún er búin að vera á spítalanum í eitt eða tvö ár og kemur sjaldan heim. En hún er löngu komin núna, fer og kemur,“ segir hann svo erfitt er að rýna í stöðuna. Spurður hvað hann geri þegar mamma er í burtu segir hann að hann fari í skólann og horfi gjarna á myndir þegar hann kemur heim. Páll er næst elstur þriggja systkina. Hann segir þá bræður lítið tala um veikindi mömmu. „Nei. Við erum oft að rífast svo við tölum ekkert um þetta,“ segir hann hreinskilnislega. Hann segist fá greinargóðar upplýsingar um veikindi mömmu sinnar og finnst það gott. „Þá veit ég hvað á að gera við mömmu mína.“ Spurður hvort hann hafi haft áhyggjur af henni segir hann að hann hafi haft það fyrst en ekki lengur. Páll hefur ekki sagt vinum sínum í skól- anum frá veikindum móður sinnar. „Þeir vita ekkert af þessu. Ég segi ekkert við þá heldur leik við þá,“ segir hann. „Mamma sagði að ég eigi ekkert að vera að segja þeim þetta í skólanum.“ En hugsar hann mikið um veikindi móður sinnar í skól- anum? „Nei, reyndar ekki.“ En litla systir þín? „Henni er alveg sama. Hún er svo lít- il.“ Spurður hvernig hann telji lífið verða eftir að móðir hans nær sér svarar hann: „Miklu betra og skemmtilegra.“ Lífið breytist þegar einhver fer Franklín Ernir Kristjánsson er níu að verða tíu ára. Hann er í fjórða bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ og á pabba sem glímir við krabbamein og hefur gert lengi, að hans mati, alveg frá ársbyrjun í það minnsta, eins og hann segir. „Hann hefði þurft að fara í lifrar ígræðslu en þarf þess ekki lengur. Hann fer ekki. Málið er þannig sko að krabba- meinið var allt of stórt svo hann gæti farið,“ segir hann og að hann hafi tekið þeim fréttum af rósemd. Franklín á þrjú hálfsystkini og býr einn heima hjá for- eldrum sínum. Hann segir þau lýsa því vel fyrir sér hvað þau gangi nú í gegnum og hverjar afleiðingarnar verði. „Hann verður með þetta krabbamein þar til hann deyr. Hann er dauðvona,“ segir hann niðurlútur og finnst hug- hreystandi að koma í Ljósið og hitta krakka sem viti hvað það er að eiga for- eldri með krabbamein. Í skólanum ræði hann ekki veikindi pabba, þótt hann hugsi mikið um þau, enda annað erfitt. Faðir Franklíns er á sjúkrahúsi. Frank- lín hefur ekki getað heimsótt hann þar sem hann hefur verið með kvef. „Hann er samt þegar búinn að smitast af mér. Mamma líka,“ segir hann. „Ég veit ekki hvar ég fékk þetta.“ En hvernig sérðu lífið fyrir þér án pabba? „Ég veit það ekki,“ segir hann en endar svo setninguna. „Lífið er alltaf öðruvísi þegar einhver fer frá manni.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hvar ætlar þú að vakna? Vilt þú vinna hótelgistingu að verðmæti 100.000 krónur? Farðu inná www.dohop.is/leikur, skrifaðu inn orðið ferðalangur og netfangið þitt og þú ert kominn í pottinn. Björk Steinarsdóttir, 9 ára Óttaðist að missa pabba sinn í krabbameinsaðgerð Björk Steinarsdóttir er níu ára, íbyggin, ung stúlka í Foldaskóla í Grafarvogi. Hún er í fyrstu heimsókn sinni í Ljósinu. Pabbi hennar glímir við krabbamein og segir hún það skrýtna tilfinningu en hún hugsi ekki mikið um það. „Fyrst fékk hann krabbamein í lærið og svo hérna í kringum [lungu],“ segir hún og strýkur yfir þindar- og lungnasvæðið. „Fyrst greindist hann í fyrra,“ segir hún. Björk segist ekki vita hvenær hann vissi sjálfur af veikindum sínum en hann hafi sagt þeim þremur systrum það í fyrra. Hún er yngst þeirra, önnur fimmtán ára og sú þriðja er 22 ára að verða 23ja. Hún segir að þau hafi undirbúið fjölskyldustund þar sem hann hafi sagt þeim frá veikindunum. „Ég var með mömmu og pabba og systur minni. Við vorum nýkomin frá frændsystkinum okkar. Fyrst fórum við út í búð og keyptum nammi og svo sagði hann okkur það,“ segir hún. Það hafi verið henni erfitt og hún hafi haft pínu áhyggjur. Hún segir að stundum hafi hún hugsað um veikindi föð- ur síns í skólanum en hún hafi ekki haft áhyggjur af honum frá aðgerðinni. „Það þurfti að taka hálf lungun úr honum. Það varð eitthvað pínu eftir og geislinn er að taka það,“ lýsir hún. Björk segir að fjölskyldan tali saman um sjúkdóminn. Pabbi hennar sofi mikið yfir daginn en sé andvaka á nóttunni. „Hann getur ekki sofið og er þreyttur á daginn en ekki á nóttunni. Hann er samt alltaf í vinnunni en kemur heim í hádeginu.“ Björk segir að um tíma hafi hún óttast um líf pabba síns. Sérstaklega þegar hann fór í aðgerðina því óvíst var talið hvort hann hefði hana af. „Þá hélt ég kannski að hann myndi ekki lifa,“ segir Björk. „Ég hafði áhyggjur af því að eitthvað myndi mistak- ast. Ég var heima og svo í skólanum þegar aðgerðin byrjaði. Svo sagði mamma mér að hún hefði heppn- ast vel,“ segir hún. „Í fyrstu var erfitt að tala við hann og stundum þegar við töluðumst saman í síma heyrði ég ekki í honum. Það var skrýtið að sjá hann á spítalanum þar sem hann var með tæki sem hann dró með sér. En núna er hann kominn heim. Hann kom heim í desember og var kominn fyrir jól og var hjá okkur um jólin. Fór aftur á spítalann og fór svo strax að vinna þegar hann kom heim. Hann er sko fram- kvæmdastjóri. Hann verður eiginlega að mæta.“ Það var skrýtið að sjá hann á spítal- anum þar sem hann var með tæki sem hann dró með sér.“ Hann hefði þurft að fara í lifrar ígræðslu en þarf þess ekki lengur. Hann fer ekki. Málið er þannig sko að krabba- meinið var allt of stórt svo hann gæti farið. – Franklín, 9 ára Ég fór að gráta þegar ég sá að búið var að skera á honum magann. – Ásmundur Ari, sjö ára. Björk Steinars- dóttir. 36 fréttaskýring Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.