Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 60
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Í þeirri kraftmiklu umræðu sem komin er af stað um framtíðarskipulag gjaldmiðlamála, flagga fylgismenn krónunnar óspart meintri ást sinni á sjálfstæði landsins. Krónan er tal- in einn helsti hornsteinn í fullveldi Íslands; án hennar yrðum við ósjálfstæð þjóð. Það er ekkert nýtt að gjaldmiðlar fléttist inn í baráttuna fyrir sjálfstæði og full- veldi landa. Það er hins vegar ekki gefið að áherslan sé að halda þeirri mynt sem lengst hefur verið notuð í viðkomandi landi. Þegar Svartfellingar voru til dæmis að brjótast undan áhrifum Serbíu og til sjálfstæðis var það stór áfangi á þeirri leið þegar þeir köstuðu dínarnum, sem notaður hafði verið í Júgóslavíu, og tóku einhliða upp þýskt mark árið 1998. Evran varð síðar gjald- miðill Svartafjallalands þegar markið var lagt af. Þannig varð þessi stóri alþjóðlegi gjaldmiðill að tákni sjálfstæðis Svartfjallalands í samfélagi þjóðanna. Og hver er lærdómurinn af þessum sam- anburði? Sjálfsagt fyrst og fremst sá að sjálf- stæðisrök eru afstæð þegar þau eru brúkuð í rökræðum um hvaða gjaldmiðill hentar best. Þar vegur þyngra æskilegt frelsi til at- hafna og viðskipta – að minnsta kosti ef ætl- unin er að auka sem mest hagsæld þeirra sem nota viðkomandi gjaldmiðil. Saga krónunnar er um leið svo til sam- felld saga hafta. Í spánýju hefti Þjóðmála rifjar ritstjórinn Jakob F. Ásgeirsson upp þessa umgjörð íslensks efnahagslífs sem víti til varnaðar. Í grein sinni vitnar Jakob meðal annars í John Maynard Keynes: „Allar verslunarhömlur eru tæki sem þjóðirnar hafa fundið upp til þess að gera sig og aðra fátækari,“ sagði þessi mikilsvirti enski hagfræðingur sem féll frá fyrir miðja síðustu öld. Í maí í fyrra birtist á þessum stað pistill undir fyrirsögninni „Haftakrónan“ en hann var skrifaður í kjölfar þess að stjórn- völd töldu sig nauðbeygð til að herða á gjaldeyrishöftunum. Aftur var hert á höft- unum í þessari viku og fyrirséð er að það verður ekki í síðasta sinn. Þessi öndunarvél krónunnar þarfnast stöðugs viðhalds og í hvert skipti eykst efnahagsleg einangrun landsins. Rökrétta leiðin út úr þessum vanda er að ganga í Evrópusambandið – að því gefnu að viðunandi samningur fáist – og taka upp evru í kjölfarið. Hún er ekki töfralausn út af fyrir sig en ákvæðin sem fylgja notkun hennar varða veg sem þarf einbeittan vilja til að víkja frá. Þau ákvæði eiga í raun að vera trygging almennings gagnvart því að stjórnmálastéttin leyfi sér til dæmis ekki að samþykkja fjárlög með miklum halla, heldur neyðist til að leita jafnvægis milli tekna og útgjalda. Krónan kallar ekki á slíkan aga. Helgi Magnússon, fráfarandi formaður Samtaka iðnaðarins, orðaði stöðuna skor- inort í opnunarerindi á Iðnþingi í gær. „Það er sjálfsblekking að halda því fram að við getum nýtt okkur möguleika til að lifa góðu lífi á Íslandi við óbreytt gjaldmiðlafyrir- komulag – íslenska krónu og gjaldeyrishöft. Við verðum að komast út úr þeirri sjálf- heldu,“ sagði Helgi og benti á að atvinnulífið hefur kvatt íslensku krónuna, að flest ís- lensk stórfyrirtæki geri orðið upp í erlendri mynt. Það gera þau ekki af því að þau skortir ást á sjálfstæði Íslands heldur vegna þess að það er hagkvæmara og styrkir þau. Íslensk heimili þurfa að komast í sama umhverfi. Króna, evra, dínar Gjaldmiðlar og þjóðernisást Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Fegurð og hreysti World Class Modus hársnyrtistofa Snyrtistofan Cover Snyrtistofan Morgunfrú Krisma snyrtistofa Spönginni 37 Spönginni 41 Rjúpnasölum 1 Spönginni 23 Hátúni 6b 3 ummæli 3 ummæli 3 ummæli 3 ummæli 5 ummæli 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 11 Topplistinn Hvati til betri starfshátta Samfélagsábyrgð fyrirtækja Þ að eru margvíslegar skilgreining-ar á hugtakinu samfélagsábyrgð fyrirtækja, en í sinni einföldustu mynd má segja að fyrirtæki sýni sam- félagslega ábyrgð þegar það ákveður að bæta starfshætti og leggja meira til samfélagsins en því er skylt samkvæmt lögum. Löng hefð er fyrir því að fyrir- tæki styrki ýmiskonar starfsemi á sviði menningar, íþrótta og góðgerðarmála. Hugtakið samfélagsábyrgð hefur hins- vegar þróast frá því að snúast aðallega um styrkjamál yfir í að snerta alla þætti í starfsemi fyrirtækisins. Samfélags- ábyrgð snýst því ekki eingöngu um hvernig fyrirtækin ráðstafa hagnaðinum heldur einnig hvernig þau starfa. Við- skiptasiðferði og ábyrgir stjórnarhættir, umhverfismál, vinnuvernd, mannrétt- indi og samfélagsmál eru lykilhugtök þegar kemur að samfélagsábyrgð. Stefnumótun í anda samfélagsábyrgðar er tiltölu- lega ný af nálinni á Íslandi. Sjö íslensk fyrirtæki eru aðilar að Global Compact, sem eru hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Alls eru á sjöunda þúsund fyrirtækja aðilar að Global Compact og á annað þúsund félagasamtaka og stofnana. Þar sem hugtakið samfélagsábyrgð er mjög vítt er auðvelt að gengisfella það í þeim tilgangi einum að bæta ímynd fyrirtækisins. Í markaðsfræðinni er hugtakið gjarnan notað sem verkfæri, til að ná fram jákvæðum hughrifum gagnvart fyrirtækinu. Enron hafði til dæmis mjög góða stefnu um samfélags- ábyrgð, en starfshættir fyrirtækisins voru fjarri því að vera í lagi. Samkvæmt rannsókn Davíðs Sigurþórs- sonar (2012) lögðu íslensku bankarnir megin áherslu á góðgerðarmál en takmarkaða áherslu á aðra þætti samfélagsábyrgðar fyrir efnahagshrun. Eftir því sem kennslu og rannsóknum á samfélags- ábyrgð vex ásmegin, þeim mun meira aðhald verður gagnvart notkun á hugtakinu. GRI Index er alþjóð- legur staðall sjálfbærnivísa á vegum Global Report- ing Initiative. Staðallinn auðveldar fyrirtækjum að miðla upplýsingum um starf sitt á sviði samfélagsábyrgðar á trúverðugan hátt. Skýrslugerð sam- kvæmt GRI staðli fer vaxandi, en sam- kvæmt þeirri aðferðafræði þarf fyrir- tækið að gera árlega grein fyrir árangri einstakra aðgerða og skrá mistök jafnt sem góðan árangur. Endurskoðunar- fyrirtækið KPMG gerir reglulega úttekt á stöðu samfélagsábyrgðar hjá stærstu fyrirtækjum heims. Í nýlegri skýrslu kemur fram að 95 prósent af 250 stærstu fyrirtækjunum skila árlegri skýrslu um samfélagsábyrgð og 64 prósent af 100 stærstu. Þriðjungur þessara skýrslna eru samkvæmt GRI aðferðafræði. Þá sýna rannsóknir að þrír fjórðu af banda- rískum fjárfestum skoða í dag stöðu samfélagsábyrgðar hjá þeim fyrirtækj- um sem þeir íhuga að fjárfesta í (De Tienne & Lewis, 2005). Svokallað birgjamat er eitt af þeim verkfærum sem veitir fyrirtækjum mikið aðhald. Með því að skrá og meta alla birgja sem koma að virðiskeðjunni, eru hæg heimatök fyrir til dæmis rannsóknaraðila og fjölmiðla að kanna hvernig aðstæður eru í verksmiðj- um sem koma að framleiðslu einstakra vara. Mikil gagnrýni og fjölmiðlaumræða um fyrirtæki, eins og Nike og nú síðast Apple, hafa leitt til endurskoðunar á starfsháttum og stuðlað þannig að bættum að- stæðum verkafólks. Nike hefur til dæmis sett staðla um aldurslágmark starfsfólks, öryggisþætti, fræðslu til starfsmanna og aukið gegnsæi hvað varðar fram- leiðsluferli fyrirtækisins. Apple, sem var gagnrýnt fyrir aðbúnað starfsfólks hjá undirverktökum, hefur nýlega sett fram skýrslu þar sem fram koma skýrar kröfur um mannréttindi og vinnuvernd starfsfólks hjá þeim aðilum sem þeir skipta við. Hugtakið sam- félagsábyrgð fyrirtækja er því ekki bara upp á punt, til að nota á tyllidögum, heldur raunverulegur hvati til ábyrgra stjórnarhátta, aukinnar áherslu á umhverfis- mál og bættrar stöðu verkafólks, svo fátt eitt sé nefnt. Regína Ásvaldsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélags- ábyrgð fyrirtækja við Há- skólann í Reykjavík. www.noatun.is Fermingar- veislur Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! pantaðu veisluna þína á 2100 á mann Verð frá 40 viðhorf Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.