Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 38
Líf og fjör í Landsdómi Skýrslutökur fyrir Landsdómi voru að vonum plássfrekar í fréttum vikunnar og á Facebook sýndist sitt hverjum og nokkuð var glefsað í Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur sem flutti fréttir úr Þjóðmenningarhús- inu í Ríkisútvarpinu. Jónas Kristjansson Landsfundi Flokksins er að ljúka í Þjóðmenningarhúsi. Söguhetj- urnar nánast allar máttarstólpar Flokksins. Guðs vilji? Heiða B Heiðars Mér þætti eðlilegt að Jóhanna Vigdís dytti inn á jólakortalista sakbornings og vitna við Lands- dóm... hafi hún ekki þegar verið á honum. Hallgrímur Helgason Fréttakonan Jóhanna Vigdís var í svaka stuði í kvöld. „Árni nú ert þú kominn heim frá Róm eftir langt flug, hvernig finnst þér að sjá Geir sitja þarna í sæti hins ákærða. Finnst þér það ekki soldið sona.... Nei, fyrirgefðu, hér kemur ákærandinn sjálfur, Steingrímur Joð...“ Einar Bardarson Ég er alveg við það að henda út þessum Landsdóms miðlum – fínt að þetta er búið á morgun. Verður dómurinn á twitter á undan Fréttum ? FME og pappírsburðardýrið Hið stórundarlega mál Fjármála- eftirlitsins og Gunnars Andersen, brottrekins forstjóra FME, heldur áfram að vinda upp á sig og spurningar vakna á Facebook sem aldrei fyrr. Illugi Jökulsson Ef einhver þarf að koma plöggum til DV, hafið bara samband við mig og ég kem þeim áleiðis. Óþarfi að fínt fólk sé að ómaka sig við slíkt. Jónas Sigurgeirsson Hver á að leika Ársæl Valfells ef að Kevin Costner á að leika Gunnar Andersen í myndinni um FME? Steve Buscemi? Sveinn Andri Sveinsson Mig vantar einhvern til að sendast með sora til DV. Þyrfti helst að hafa háskólagráðu og stunda kennslu- störf við HÍ. Mafía Íslands Leðurklæddir mótorhjólatöffarar og þrekvaxnir rukkarar tóku sviðið í fréttum vikunnar eina ferðina enn eftir að lögregla tók hús á nokkrum sem liggja undir grun um að stunda þrautskipulagða glæpastarfsemi. Illugi Jökulsson Mikið eru íslenskir bófar innilega hallærislegir. Guðmundur Andri Thorsson Þessi mótorhjólahrottaklúbbar – er þetta að verða að klassísku íslensku æði? Og hún Vigdís... Framsóknarþingkonan vaska Vigdís Hauksdóttir hristi upp í þingliðinu og umræðunni utan veggja þingsins með umdeildri Facebook-færslu með beinni lýsingu af nefndarfundi. Hún fékk að vonum athygli á Facebook fyrir vikið, misjákvæða þó. Stefán Hrafn Hagalín Ósköp er hljóðlátt hérna... Er Vigdís Hauks farin yfir á Twitter? Stefán Pálsson Ég reyndi – ég virkilega reyndi – en mér tókst ekki að koma mér upp teljandi hneykslun eða vandlætingu yfir einhverri bloggfærslu Vigdísar Hauksdóttur. Næsta skandal, takk! Eiður Svanberg Guðnason Vigdís Hauksdóttir, hin ókrýnda ambögudrottning Alþingis, heldur áfram að auka virðingu þingsins í vitund þjóðarinnar. Hún virðist hvorki kunna þingsiði né almenna mannasiði í samskiptum þing- manna. Ef einhver döngum væri í formanni Framsóknarflokksins ætti hann að biðja þingið og þjóðina afsökunar á framkomu Vigdísar. Til þess hefur hann þó sennilega ekki kjark. Borin von er að Vigdís biðjist afsökunar. Hvað hugsar nú það fólk sem kaus þessa konu til trúnaðarstarfa? 38 fréttir vikunnar Helgin 16.-18. mars 2012 1 mark að meðaltali í leik er það sem Real Madrid getur treyst á að fá frá Cristiano Ronaldo. Hann hefur skorað 128 mörk í 128 leikjum sem er fádæma góður árangur. Góð Vika fyrir Svönu Helen Björnsdóttur forstjóra SLæM Vika fyrir athafnamanninn Róbert Wessman 37,1 milljón voru árslaun Hösk- uldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, samkvæmt árs- reikningi bankans fyrir árið 2011 sem birtur var í gær. Þú borgar mér en ég ekki þér Óhætt er að segja að vikan hafi ekki byrjað vel hjá athafna- manninum Róberti Wessman. Hann var dæmdur til að greiða persónulega félagi í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar 2,4 milljarða vegna skuldar. Skömmu seinna lyftist þó brúnin á Róberti því hann vann þá mál gegn öðrum tveimur félögum Björgólfs Thors vegna samningabundinna árangurs- tengdra greiðslna frá því að hann var forstjóri Actavis. Upp- æðin sem félög Björgólfs áttu að borga var sex milljarðar. Vandamál Róberts er hins vegar að félögin tvö eru ógjaldfær og því fær hann varla krónu úr þeim. Hann þarf samt að borga öðru félagi Björgólfs rúma tvo millj- arða. 20 Vikan Í töLuM HEituStu kOLin á prósent er aukning á líkum á hjartaáfalli ef einstaklingur drekkur einn gosdrykk á dag samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Fyrsta konan í formannsstól SI Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri og stofnandi Stika, var í gær fyrst kvenna kjörin formaður Samtaka iðnaðarins (SI) á aðalfundi samtakanna. Svana er menntaður rafmagns- verkfræðingur en Stiki er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnaöryggi, tölvuöryggi og öryggis- málum upplýsingakerfa. Svana nam rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands og lauk síðar meistaranámi í raforkufræðum frá Technische Universi- tät Darmstadt í Þýskalandi. Það eru merkileg tímamót í sögu SI að kona sé komin þar í forsæti og að sjálfsögðu stór rós í hnappagat Svönu. Stórbruni á Selfossi Eldur sem kviknaði í geymsluhúsnæði röraverksmiðjunnar Sets á Selfossi á miðvikudaginn breiddist út svo einnig kviknaði í veitingastaðnum 800 Bar í sömu byggingu. Átta húsleitir og fimm handteknir Fimm voru handteknir í átta húsleitum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudaginn. Leitað var á heimilum og í fyrirtækjum vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi. Biskupskjör hafið Kjörfundur í biskupskjöri hófst á þriðjudag og lýkur 19. mars. 502 kjörmenn eru á skrá. Atkvæði verða talin föstudaginn 23. mars. Fái enginn átta frambjóðenda meirihluta atkvæða verður kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá. Karen Millen yfirheyrð vegna Kaupþings Karen Millen, stofnandi samnefndrar tískuvörukeðju, var á meðal þeirra sem starfsmenn sérstaks saksóknara yfir- heyrðu í London í síðustu viku vegna rann- sóknar embættisins á Kaupþingi. Lífeyrissjóðir vilja eignast bréf í Hörpu Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga í viðræðum við Landsbankann um að kaupa skuldabréf til að endurfjármagna framkvæmdir við Hörpu. Fleiri lífeyris- sjóðir vilja eignast þessi bréf. Góðri loðnuvertíð að ljúka Loðnuvertíðinni lýkur senn. Þetta er besta loðnuvertíð í mörg ár en á þriðjudag var búið að veiða 512 þúsund tonn af útgefnum kvóta, sem var 591 þúsund tonn. Fjármálastjóri í HÍ kærður Háttsettur starfsmaður í stjórnsýslu Háskóla Íslands hefur verið kærður fyrir fjárdrátt. Talið er að hann hafi dregið sér 8-9 milljónir króna frá skólanum. Halda sig við sama bankann Neytendur skipta sjaldan um banka vegna þess að það er flókið og hvatinn er lítill, segir Þuríður Hjartardóttir, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. Atvinnuþátttaka 77,4 prósent Atvinnuþátttaka í febrúar mældist 77,4 prósent samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 173.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 160.700 starfandi og 12.600 án vinnu og í atvinnuleit. 92 þúsund manns keyptu ostborgara á Metro í tveimur tilboðum Hópkaupa. 105 milljarðar eru upphæðin sem slitastjórn Glitnis greiðir út í forgangskröfur í dag. Vitnaleiðslum fyrir Lands- dómi í málinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í vikunni. Meðal hinna síðustu sem báru vitni var Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og formaður VG. Athygli vakti að hann skartaði mottu eins og margir nú í marsmánuði. Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, flutti sóknarræðu sína í gær. Ljósmynd Hari Viðhald Húsa Sérlega veglegt sérblað, sem fjallar um viðhald húsa og annað sem lýtur að rekstri húseigna, fylgir Frétta- tímanum í dag. Blaðið er unnið í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Húseigendafélagið. Ómissandi fyrir húsnæðiseigendur og alla sem koma að rekstri og viðhaldi húsa. Næsta sérblað hliðstæðs efnis kemur út 27. apríl og ættu menn ekki að setja sig úr færi að vera með þá og koma upplýsingum á framfæri. Nánari upplýsingar í síma auglýsingadeildar: 531 3310 eða um tölvupóst; auglysingar@frettatiminn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.