Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 6
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Þvottavélar
Vandaðar vélar á góðu verði.
Fást með innbyggðum þurrkara.
139.990 139.990
96.99089.990
Candy Aqua 100F
• 1000 snúninga og 3,5 kg þvottavél
• Hitastillir 30-90°
• Hurðaropnun 180°
• Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi
• Stærð: (HxBxD) : 69,5 x 51 x 44 sm
• Þvotthæfni A
• Orkunýtni A
• Vinduhæfni C
Candy EVO1473DWS
• 1400 snúninga og 7 kg þvottavél
• Hitastillir 30-90°
• Hurðaropnun 180°
• Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi
• Þvotthæfni A
• Orkunýtni A
• Vinduhæfni A
Candy EVOW4653DS
• Sambyggð þvottavél og barkalaus þurrkari 1400sn
• Ryðfrí tromla sem tekur 6kg þvott/5kg þurrk
• Stafrænn hitastillir og LCD skjár
• Stafræn niðurtalning á þvottatíma
• Handþvottakerfi, 14 mín. hraðkerfi
• Þvotthæfni A
• Orkunýtni B
• Vinduhæfni A
Candy EVO12103DWS
• 1200 snúninga og 10 kg þvottavél
• Hitastillir 30-90°
• Hurðaropnun 180°
• Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi
• Þvotthæfni A
• Orkunýtni A+++
• Vinduhæfni B
Lítil og nett
Innbyggður
þurrkari Tekur 10kg
af þvotti
Rafræn kosning um framkvæmdir í hverf-
um Reykjavíkur verður á vef borgarinnar,
undir liðnum Betri Reykjavík. Kosningin
hefst næstkomandi fimmtudag, 22. mars
og stendur til 27. mars. Að sögn Bjarna
Brynjólfssonar og Huldu Gunnarsdóttur
upplýsingafulltrúa gátu borgarbúar í
febrúar lagt fram hugmyndir um nýfram-
kvæmdir eða viðhald í hverfunum. Úr
þessum hugmyndabanka hafa verið valin
ákveðin verkefni í hverju hverfi og nú
gefst íbúunum kostur á að kjósa á milli
þeirra. Kosningin er bindandi fyrir þau
verkefni sem flest atkvæði hljóta en borg-
in leggur til ákveðið fjármagn til þeirra.
Bjarni segir að allir borgarbúar, frá 16
ára aldri, hafi kosningarétt og að fólk geti
kosið um eins mörg verkefni og það vill
upp að ákveðinni fjárhæð. Til dæmis gæti
kosningamál verið gróðursetning trjáa,
bekkir á ákveðið svæði eða annað slíkt.
Kjósendur komast í „kjörklefann“ með
rafrænu einkenni, annað hvort skattlykli
eða með rafrænu einkenni debetkorts.
Þar er fyrir kort sem sýnir hverfi borgar-
innar. Menn mega kjósa í hvaða hverfi
sem er en aðeins í einu. Bjarni segir að
flestir muni sjálfsagt kjósa um verkefni í
eigin hverfi en sé mönnum til dæmis annt
um ákveðin verkefni í miðborginni geti
þeir kosið um verkefni þar – en þá ekki í
eigin hverfi.
Fjármunum er úthlutað til verkefna í
hverju hverfi með hlutfallsreikningi eftir
íbúafjölda. Breiðholtið fær því hæstu upp-
hæðina. Búið er að kostnaðarmeta hvert
verkefni. Kjósendur geta því valið eitt eða
fleiri verkefni þar til þeir ná leyfðri upp-
hæð.
Bjarni segir kosningarnar einfaldar.
Byggt sé á svipuðu kerfi og þegar fólk
verslar í netverslun eða fer inn á vef
Amazon. Kjósendur velja í körfur, annars
vegar nýframkvæmdir og hins vegar við-
haldsverkefni.
Reykjavík RafRæn kosning á vefnum BetRi Reykjavík
Kosið um framkvæmdir í borgarhverfunum
Reykvíkingar geta kosið bindandi
kosningu um ýmsar framkvæmdir í ein-
stökum hverfum á vef borgarinnar, Betri
Reykjavík. Ljósmynd Hari
Eva Bryndís Helgadóttir, formaður slitastjórnar Byrs og núverandi stjórnar-
formaður Tryggingamiðstöðvarinnar
fjáRmálastofnaniR stjóRnaRseta
Hættir sem stjórn-
arformaður TM
vegna nýrra laga
Lögmaður má ekki sitja í tveimur stjórnum fyrirtækja sem Fjár-
málaeftirlitið hefur eftirlit með samkvæmt lögum sem sam-
þykkt voru á Alþingi á liðnu sumri. Eva Bryndís Helgadóttir þarf
að segja af sér formennsku í stjórn TM á aðalfundi í næstu viku
þar sem hún er einnig formaður slitastjórnar Byrs.
Þ etta er auðvitað hundfúlt. Verkefnið er stórskemmtilegt og hefur gengið vel. Tryggingamiðstöðin er frábært félag sem
ég kveð með söknuði,“ segir Eva Bryndís Helga-
dóttir lögmaður, sem getur ekki gefið kost á sér
til áframhaldandi stjórnarformennsku í trygg-
ingafélaginu þar sem hún er einnig formaður
slitastjórnar Byrs. Samkvæmt 4. málsgrein 52.
greinar á laga um fjármálafyrirtæki, sem sam-
þykkt var á liðnu sumri, mega stjórnarmenn
fjármálafyrirtækis ekki eiga sæti í stjórn annars
eftirlitsskylds aðila eða aðila sem er í nánum
tengslum við hann né vera starfsmenn eða endur-
skoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í
nánum tengslum við hann.
Eva Bryndís segir að lögin hafi verið sett þegar
kjörtímabil stjórnarmanna var hálfnað og að deilt
sé um hvort lögin séu afturvirk. „Lögmanna-
félagið er á þeirri skoðun að lögin standist ekki
en ég mun beygja mig undir þau og ekki gefa
kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn TM á
aðalfundi í næstu viku. Ég ætla ekki í stríð við
Fjármálaeftirlitið vegna þessa máls,“ segir Eva
Bryndís og bætir við að Byr flokkist varla lengur
undir fjármálstofnun. „Þetta er þrotabú og ekkert
annað. Langstærstu hagsmununum hefur verið
komið fyrir [við sameiningu Íslandsbanka og
Byrs] og það eina sem stendur út af er venjuleg
vinna við að ganga frá því. Ég get hins vegar ekki
hætt í slitastjórninni. Langstærstu kröfuhafarnir
eru erlendir og ég hef byggt upp samskipti við
þá. Ég klára það verkefni,“ segir Eva Bryndís.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Ég ætla ekki
í stríð við
Fjármála-
eftirlitið
vegna þessa
máls.
6 fréttir Helgin 16.-18. mars 2012