Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 2
FELLSMÚLI • SKÚLAGATA • GARÐABÆR • MJÓDD Borgarstjóri skal berjast gegn klámi Í Fréttatímanum í dag birtist grein- in „Fjölskyldumál“ eftir Bryndísi Schram. Þar gagnrýnir Bryndís harðlega frásögn tímaritsins Nýs lífs af meintri kynferðislegri áreitni sem frænka hennar á að hafa orðið fyrir af hálfu eiginmanns hennar Jóns Baldvins Hannibalssonar á heimili þeirra hjóna. Þar er jafnframt boðað að Jón Baldvin muni svara ásökun- unum á heimasíðu sinni jbh.is. Fréttatíminn hefur grein Jóns undir höndum en hana nefnir hann „Að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Þar segir Jón meðal annars: „Ég skulda öllu því fólki, sem hingað til hefur borið traust til mín sem ærlegs manns, afkomendum mínum, vinum og ættingjum, að segja þeim sann- leikann – og ekkert nema sannleik- ann – um þetta mál.“ Jón útskýrir jafnframt að hann hafi talið rétt að láta nokkurn tíma líða, áður en hann brygðist við. „Í fyrsta lagi tók það tímann sinn að fá í hendur rannsóknargögnin frá sak- sóknaraembættinu. Einnig vildi ég gefa öllum þeim, sem fyndu hjá sér þörf fyrir að setjast í dómarasæti yfir mér, að rasa út.“ Jón bendir á að hingað til hefur sagan verið sögð algerlega einhliða og á forsendum hópsins, sem að ákærunni stendur. „Blaðamennska Þóru Tómasdóttur í þessu máli er að vísu svo óvönduð og óheiðarleg, að jafnvel mér blöskrar, og er ég þó ýmsu vanur.“ Í samtali við Fréttatímann vísar Þóra Tómasdóttir því á bug að hún hafi stundað óheiðarleg vinnubrögð. „Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með klámfengnum bréfum til unglings- stúlku. Á grundvelli niðurstaðna ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Möguleg afsökunarbeiðni hans á málinu kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að söku- dólgi í málinu er hann að gera auka- atriði að aðalatriði,“ segir Þóra. Sárast svíður, að sögn Jóns, að vera sakaður um að vera barnaníð- ingur. „Þetta er ekki bara svívirðileg ásökun. Þetta er sem betur fer ósatt, tilbúningur, fundinn upp eftir á.“ Í grein sinni bendir Jón á að aðrir voru viðstaddir öll þau „atvik“ fyrir utan eitt, sem tínd eru til stuðnings áburðinum. „Bæði Bryndís, kona mín, og dætur mínar, Snæfríður og Kolfinna, önnur hvor eða báðar, voru viðstaddar á sama stað og tíma. Þær hafa allar vottað það, að þetta er tilhæfulaust,“ segir Jón og ítrek- ar að kæruefnið á sínum tíma hafi ekki kynferðisleg áreitni „heldur spurning um, hvort efni bréfsins (og reyndar skáldsögunnar) gæti „sært blygðunarkennd“ viðtakandans. Og viðtakandinn var sautján ára – ekki á barnsaldri.“ Skrif Jóns má sjá í heild á jbh.is en grein Bryndísar er á bls. 20.  AndsvAr Fordæmir óvönduð og óheiðArleg vinnubrögð Jón Baldvin svarar ásökunum l ögreglan handtók á miðvikudags-morgun Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson í umfangsmik- illi rassíu sem teygði anga sína til hús- leitar á átta stöðum, upptöku bæði þýfis og fíkninefna og handtöku fimm annarra aðila. Annþór og Börkur voru, ásamt hinum fjórum, úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Annþór og Börkur eiga báðir brotaferil að baki. Annþór var meðal annars dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás árið 2005 og fjögurra ára fang- elsi fyrir fíkniefnasmygl vorið 2008. Börkur fékk sjö og hálfs árs fangelsi árið 2005 fyrir að ráðast á mann með öxi á veitingastaðn- um A. Hansen í Hafnarfirði. Útlit er fyrir að bæði Annþór og Börkur hafi rofið reynslu- lausn og þurfi því að byrja á því að sitja af sér eftirstöðvar dómanna sem þeir voru á reynslulausn fyrir. Ekki hefur þó fengist staðfest hjá lögreglu eða fangelsismálayfir- völdum hvort sú sé raunin. Heimildir Fréttatímans herma að meginástæða þessarar rassíu og handtöku Annþórs og Börks séu grimmileg átök í undirheimum Reykjavíkur. Þannig tengist skotárás á hús í Vatnsendahverfi, sem DV greindi frá á miðvikudag, málinu en íbúi þess hefur lengi verið talinn stórlax í ís- lenskum undirheimum. Þá tengist málinu bensínsprengjuárás á hús í Hafnarfirði í síðasta mánuði þar sem íbúar voru tengdir Outlaws-vélhjólagenginu. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er þó lykilatvik í málinu líkamsárás sem átti sér stað í Skúta- hrauni í Hafnarfirði síðustu daga febrúar- mánaðar. Þar var ráðist á ungan mann, honum troðið í skott á bíl og síðan ekið að Mjóddinni í Breiðholti. Drengurinn kom sér sjálfur á slysadeild en við skoðun kom í ljós að hann var meðal annars handleggs- og fótbrotinn. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst leikur grunur á að Annþór og Börkur hafi verið viðriðnir líkamsárásina og kærði fórnarlambið árásina til lögreglu eftir hvatningu frá aðilum sem tengjast þessum væringum. Sú kæra leiddi síðan til rassíu lögreglunnar sem fól meðal annars í sér húsleit á sólbaðsstofunni Bahamas á Grensásvegi en Annþór og Börkur sitja báðir í stjórn Mebbakks ehf, sem á sólbaðs- stofuna. Ekki náðist í Magnús Einarsson, stjórnarformann Mebbakks, í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  oFbeldi sex í gæsluvArðhAld eFtir rAssíu lögreglu Hrottaleg líkamsárás leiddi til handtöku Annþórs og Barkar Annþór og Börkur földu sig undir teppi þegar þeir mættu í fylgd lög- reglu til Héraðs- dóms í gær. Það er í samræmi við skoðanir Annþórs sem lýsti því yfir í viðtali við Frétta- tímann að honum þyki fáránlegt að nafngreina og birta myndir af glæpamönnum – til þess eins fallið að gera þá fræga og þannig að eins- konar fyrirmynd. Ljósmynd/Hari Sólbaðsstofan Bahamas, sem Annþór og Börkur tengjast, var vettvangur húsleitar lögreglu á miðvikudaginn. Ljósmynd/Hari Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgis- son, tveir nafntogaðir glæpamenn, voru í gær úrskurðaðir í vikugæslu- varðhald í kjölfar rassíu lögreglunnar á miðvikudags- morgun. Auk þess voru fjórir aðrir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarð- hald. Málið tengist átökum í undirheimum borgarinnar en lögreglan lagði hald á þýfi og fíkniefni í hús- leitum tengdum málinu. Annþór Kristján Karlsson hefur tví- vegis komið fram opinberlega eftir að hann var dæmdur árið 2009 og lofaði þá bót og betrun. Í viðtali við Thelmu Tómasson í Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar 2009 sagðist hann ætla að snúa við blaðinu. „Mig langar að biðja fullt af fólki afsök- unar en mun líklega ekki endast ævin til þess. Ég vona hinsvegar að ég komi betri maður héðan út. Ef ég verð edrú þá mun mér takast það,“ sagði Annþór í viðtalinu. Í við- tali við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur í Fréttatímanum í mars 2011 talaði Annþór um framtíðina: „Ég ætla að eyða næstu tveimur árunum í að verða húsasmíða-, múrara- og málarameistari. Svo er stefnan að eyða næstu fimm árum eftir það í lögfræði og sérhæfa mig í afbrota- fræði og bótarétti í húsbyggingum.“ Erfitt að feta stíginn þrönga Jóni Gnarr borgarstjóra hefur verið falið sér- staklega að leita eftir samstarfi við lögreglu- stjóra og innanríkisráðherra um að vinna gegn klámvæðingu, mansali og vændi. Þetta var ítrekað á borgarráðsfundi síðustu viku. Borgarfulltrúar vilja tryggja að Reykjavíkur- borg leggi sitt lóð á vogarskálarnar í þessari baráttu og áréttar borgarráð þau ákvæði í mannréttindastefnu borgarinnar sem snúa að klámvæðingu og fylgikvillum hennar. - gag Fólk með geðraskanir heldur Vin „Við þorum ekki að fagna fyrr en búið er að skrifa undir,“ segir Þórdís Rúnars- dóttir, forstöðumaður Vinjar sem er athvarf Rauða Krossins fyrir fólk með geðraskanir. Rekstrinum verður þyrmt til ársins 2014. Fyrir áramót var útlit fyrir að athvarfinu yrði lokað vegna fjárskorts eftir tveggja áratuga starf. „Það stendur í raun og veru ennþá til að loka Vin,“ segir Þórdís. „Framtíðarsýn borgarfulltrúa er að þessi hópur fólks eins og aðrir geti nýtt sér félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Þær hafa hingað til aðallega verið nýttar af eldri borgurum, þótt þær séu öllum opnar.“ Þórdís segir að því hafi verið sett í stundaskrá Vinjar að heimsækja félags- miðstöðina við Vitatorg tvisvar í viku til að kynnast starfseminni. - gag Gagnrýnir að utan- garðsfólki sé beint til trúfélags Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir meiri- hlutann fyrir að beina utangarðsfólki í auknum mæli í „dagsetur á vegum gildishlað- inna lífskoðunar- samtaka“ vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Hann vísar þarna til Hjálpræðis- hersins en segir jafnframt að hann hafi ekkert við samtökin að athuga, aðeins að það úrræði sé hið eina. „Vandi flestra, ef ekki allra, sem teljast til utangarðsfólks er heilbrigðisvandi sem taka á sömu tökum og önnur heilbrigðisvandamál en ekki í anda trúboðsskýla liðinna alda,“ sagði hann á síðasta borgarráðsfundi. Þorleifur fagnaði þó aukinni þjónustu við utangarðs- fólk, en nú á að ráða fagfólk, tvo, undir nafninu borgarverðir, sem aðstoða á fólkið á vettvangi. Stefnt er á að setja fjörutíu milljónir í verkið. - gag Vill fá milljón frá Við- skiptablaðinu Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, hefur stefnt Björgvini Guð- mundssyni, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetri, útgáfufélagi blaðsins, vegna meiðyrða og krefst þess að fá milljón í bætur. Að sögn Björgvins er stefnan tilkomin vegna mola sem skrifaður var í dálkinn Huginn & Muninn í blaðinu og varðaði samskipti Péturs og Björns Vals Gíslasonar þingmanns í útvarpsþætti á Sögu í maí á síðasta ári. Þar var sagt að sá fyrrnefndi hefði rifið til Björns Vals og hent öllu lauslegu af borðinu. Frásögnin var síðan leiðrétt og Pétur beðinn afsökunar. Björgvin segir að Pétri hafi verið boðið að koma athugasemdum á framfæri en hann hafi ekki þegið það. Þess í stað hafi hann ákveðið að stefna ritstjór- anum og útgáfufélaginu. -óhþ 2 fréttir Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.