Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 14
D ómur Hæstaréttar um miðjan febrúarmánuð í máli hjónanna Sigurðar Hreins Sigurðssonar og Mariu Elviru Mendez gegn Frjálsa fjár- festingarbankanum var í fimmta sinn á kjörtímabilinu sem ákvörðun, úrskurður eða dómur fellur ríkisstjórn- inni eða ráðherrum hennar í óhag. Hæstiréttur taldi þá að lög um breytingu á lögum um vexti og verðtrygg- ingu færu gegn friðhelgi eignarréttarins sem tryggður er í stjórnarskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hæstiréttur telur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur brjóta mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar, því svo dæmdi hann einnig í september árið 2010 þegar lög sem áttu að fría ábyrgðarmenn undan niðurfelldum skuldum stönguð- ust á við stjórnarskrána. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur brýtur ekki blað í stjórnmálasögunni þótt hún hafi tvívegis staðið að lagasetningu sem brjóta í bága við stjórnarskrána. Í átta tilvikum á árunum 1920 til 1995 komst Hæsti- réttur að því að lagaákvæði hafi efnislega brotið í bága við eitthvert mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar, fyrst 1943. Tilvikin eru jafnmörg á árunum 1995 til 2008 og því samtals sextán. Þetta kemur fram í bók- Í aðdraganda hruns- ins virðast lögbrot hafa viðgengist – eins og til dæmis gengislánin. Hvernig á að bregðast við slíku eftirá? Það er ekki til neitt þekkt stjórn tæki til að taka á því svona eftirá. - Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Feilsporin vart fleiri en hjá fyrirrennurum Ríkisstjórn og ráðherrar Jóhönnu Sigurðardóttur hafa fimm sinnum þurft að lúta í lægra haldi fyrir dómsvaldinu. Tvisvar á líftíma hennar hefur Hæstiréttur dæmt lagasetningar ríkisstjórnar steyta á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Frá árinu 1943-2008 brutu lagaákvæði Alþingis sextán sinnum í bága við eitthvert mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar. 2012 2011 2010  Tímalína DæmT ríkissTjórninni í óhag Töpuð dómsmál ríkisstjórnarinnar 15. febrúar 2012 Hæstiréttur dæmir að lög nr. 151/2010; fari gegn stjórnarskrá. Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstak- linga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara. Dómur nr. 600/2011. Afleiðing: Setur fyrri útreikninga banka vegna ólöglegra gengis- tryggðra lána í uppnám. Afleiðing þess enn óljós og óvissa ríkir. 25. janúar 2011 Hæstiréttur ákvarð- ar að stjórnlagaþingskosningin þann 27. október 2010 sé ógild. Ró- bert Spanó segir í Morgunblaðinu þann dag að niðurstaða Hæsta- réttar hafi byggst á annmörkum á löggjöfinni um stjórnlagaþingið, það er að ekki hafi verið fylgt þeim efnisreglum sem gildi um kosningu til stjórnlagaþings. Sigurður Líndal sagði á Vísi niðurstöðuna rétta. „Það má kannski kalla þetta bók- stafstrú en hún á við þarna.“ Afleiðing: Alþingi skipar stjórn- laganefnd í stað stjórnlagaþingsins. Landskjörsstjórn með Ástráð Haraldsson í broddi fylkingar segir af sér 28. janúar í fyrra. Ástráður er aftur kosinn af Alþingi í Landskjörs- stjórn mánuði síðar. 10.02.2011 Hæstiréttur ógildir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í máli Flóa- hrepps þar sem hún byggi ekki á lögum. Svandís staðfesti ekki þann hluta í aðalskipulagi hreppsins fyrir árin 2006-2018 sem varðaði Urriðafossvirkjun. Í dómnum segir að hvergi hafi verið í lögunum að finna heimild til þess að undanskilja ákveðin svæði innan sveitafélags aðalskipulagi. Dómur nr. 579/2010. Afleiðing: Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir málið í fljótu bragði ekki hafa haft afleiðingar. Eftir sitji mikil sárindi sveitarstjórnarmanna í tengslum við umræðuna sem fór fram á Alþingi um mútuþægni þeirra. Ráðherra hefði mátt biðjast afsök- unar, en gerði ekki. 22.3.2011 Kærunefnd jafnréttis- mála úrskurðar jafnréttislög brotin í forsætisráðuneytinu undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar það réði karl umfram í stað konu sem var að minnsta kosti jafnhæf. Kærunefndin taldi að forsætis- ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar því að gengið var framhjá konunni við skipun í embætti skrifstofustjóra. Mál nr. 3/2010. Afleiðing: Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, hefur höfðað mál sem tekið verður fyrir 24. maí. Hún vill fá skaðabætur greiddar og fer fram á mismun núverandi launa og þeirra sem hún hefði fengið. 16.09.2010 Dómur Hæstaréttar nr. 462/2010 um að sú ákvörðun sýslumanns að afmá veðréttindi á ábyrgðaraðila við greiðsluaðlögun hafi ekki verið rétt, þar sem veð- réttur njóti verndar 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá lagasetningu efnahags- og viðskiptaráðherra Árna Páls Árnasonar sýna verulega bresti í því úrræði sem greiðsluaðlögun eigi að vera. Afleiðing: Sérfræðingur ráðinn sem setur málefni þeirra sem séu í skuldaaðlögun í ferli og vinnur í að fá ábyrgðamenn lausa undan kröfu fjármálastofnana á hendur þeirra vegna þess sem fellt sé niður hjá skuldara; árangurinn sé góður. Framhald á næstu opnu Það er ekki séríslenskt að ríkis- stjórnir sitji áfram við völd þótt þær séu gerðar afturreka með lög sem stangast á við stjórnarskrá. Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mann- réttindadómstól Evrópu, segir algengt í Evrópu að dómstólar víki lögum til hliðar sem „andstæðum stjórnar- skrám, án þess að ríkisstjórnir fari frá. Í því sambandi ber að minna á að löggjafarvaldið er hjá þinginu, ekki ríkisstjórn, þótt auð- vitað hafi ríkisstjórn oft frumkvæði að lagasetn- ingu.“ - gag Enn á valdastóli eftir dóm ekki séríslenskt fyrirbrigði 14 fréttaskýring Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.