Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 32
Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR 100% U m fátt var meira rætt á dönskum kaffistofum haustið 2010 en fyrsta kvenkyns forsæt is - ráðherra landsins, hnarreista og ákveðna konu sem stóð í stafni nýrr- ar mið-vinstri ríkisstjórnar og tók við af áralangri hægri stjórn karla í gráum jakkafötum. Hún náði, eftir nokkurn barning, að sameina að baki sér fremur ósam- lyndan hóp sem spannaði litrófið frá borgaralegum miðjumönnum til rót- tæks fólks allra yst á vinstri vængn- um. Hveitibrauðsdagarnir voru fáir ef þá nokkrir, rýtingsstungur í bakið urðu daglegt brauð og blákaldur póli- tískur veruleikinn leiddi fljótt til þess að nýi forsætisráðherrann og stjórn hennar urðu að leggja alla fallega hugmyndafræði og framtíðarsýn til hliðar. Við tóku hníf skarpar ákvarð- anir sem gengu þvert gegn þeim ófrávíkjanlegu loforðum af vegg- spjöldum sem jafnvel héngu enn uppi hér og þar um stræti og torg úr nýliðinni kosningabaráttu. Forspárgildi þáttanna Einhverjir lesendur halda sjálfsagt að þeir hafi hingað til verið að lesa fréttaskýringu um dönsk samtíma- stjórnmál. Það hafa þeir líka í raun verið að gera. Það eina sem ekki passar fullkomlega við raunveru- leikann er ártalið. Það á að vera 2011 en ekki 2010. Forsætisráðherrann heitir reynd- ar ekki heldur Helle Thorning- Schmidt, hún heitir Birgitte Nyborg. Og svo er sú fyrrnefnda af holdi og blóði og tók við forsætisráðuneytinu haustið 2011 en hin síðarnefnda er aðalpersónan í sjónvarpsþátta- röðinni Borgen sem fór í loftið hjá Danska ríkissjónvarpinu haustið 2010 og áhorfendur RÚV fylgjast nú spenntir með þessi sunnudags- kvöldin. Af innganginum að dæma og samlíkingu hans við raunveruleik- ann má ráða að Borgen geti verið ágætis byrjendanámskeið í dönsk- um stjórnmálum fyrir áhugasama. Þannig er það auðvitað ekki nema að hluta til en þó eru hliðstæðurnar ansi margar. Það sem þó kannski er mest sláandi er hversu mikið for- spárgildi þættirnir hafa haft á það sem síðar hefur gerst í raunveruleik- anum í dönskum stjórnmálum, eins og rakið var hér í innganginum. Höfundar þáttanna nýta sér óspart ýmis atvik úr dönskum stjórnmálum liðinna ára. Íslenskir áhorfendur eru bara hálfnaðir með fyrstu seríu þannig að ástæðulaust er skemma spennuna og rekja fjölmörg dæmi um það úr seríunum tveimur sem þegar hafa verið sýndar í dönsku sjónvarpi (önnur sería var á dagskrá á liðnu hausti). En þó má fara yfir á ákveðin minni og helstu hliðstæður þáttanna við dönsk stjórnmál. Fyrst ber að nefna flokkaflóruna í þáttunum. Flokkarnir sem eitthvað kveður að í dönskum stjórnmálum eru átta talsins og eiga sér allir (utan nýjasta flokksins, Liberal Alliance) birtingarmynd í Borgen. Gróf upp- bygging flokkakerfisins er því ná- kvæmlega sú sama. Hér er listi yfir dönsku flokkanna og eftirmyndir þeirra í þáttunum. Þáttur spunameistaranna Auk líkindanna við flokkaflóruna sjálfa eru önnur lykilstef danskra stjórnmála líka áberandi í þátt- unum. Kynjavíddin er til dæmis í brennidepli, einkum hið sígilda minni um framakonuna sem þarf að fórna annað hvort einkalífi eða framanum, ólíkt körlum í sömu að- stöðu. Íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur eru þannig sjálfsagt þegar farnir Skáldskapur og veruleiki í Borgen Þættirnir um baráttu Birgitte Nyborg í stjórnmálum og heima fyrir, sem RÚV sýnir á sunnudögum, eru að hluta til eins og byrjendanámskeið í dönskum stjórnmálum. Flokkakerfið danska er haft til fyrirmyndar í þáttunum en þóttu fá verulega aukna vigt þegar raunveruleikinn tók að líkjast skáldskapnum. Sigurður Ólafsson skoðar hér hvernig þessir tveir heima skarast. að greina þá spennu sem farin er að hlaðast upp á heimili forsætisráð- herrans. Annað sem sótt er í raunveruleik- ann er síaukinn ágangur fjölmiðla á einkalíf stjórnmálamanna og einn- ig er það tekið fyrir hvernig enginn treystir á vinabönd í pólitík, allra síst innan flokka. Það sem hefur þó verið einna mest áberandi er hlutur spuna- meistara í þáttunum en ef mið er tekið af Borgen er ekki á hreinu hvorir ráða meiru um stjórn lands- ins, stjórnmálamennirnir eða spuna- meistarar þeirra. Eins er fjallað um hversu óskörp skil geta verið á milli spunameistara og fjölmiðla, bæði í samskiptum stéttanna og í starfs- mannaflakki þar sem margir blaða- mannanna hafa á einhverjum tíma verið spunameistarar eða öfugt. Þegar þættirnir hafa verið bornir undir stjórnmálastéttina er þetta það sem flestir finna raunar að og virðast sammála um að þáttur spunameistaranna sé gerður allt of mikill í þáttunum. Það breytir því þó ekki að framsetning þáttaraðarinnar á mikilvægi spunameistara er ekki tekin algjörlega utan úr blámanum því að spunameistarar leika miklu stærra hlutverk í danskri samtíma- pólitík en til dæmis þeirri íslensku. Þá verða þau líka að teljast nokkuð mörg dæmin um þekktustu spuna- meistara og blaðamenn Danmerkur sem hafa bæði starfssviðin á sinni ferilskrá og flakka ansi títt og frjáls- lega á milli þessara hlutverka. Fleiri einkenni úr þáttunum mætti auðvitað nefna og svo væri vitanlega hægt að fara í mannlega þáttinn sem auðvitað gefur þáttaröðinni líf og sál. Það persónulega drama er hins vegar sammannlegt frekar en það einskorðist við það sem er innan dönsku landamæranna. Borgen dugar því ekki fyllilega sem óbrigðul heimild um dönsk samtímastjórnmál. En hún er heldur enginn vísindaskáldskapur og sjón- varpsáhorfendur geta því vel farið að slá dálítið um sig um danska pólitík eftir nokkurra þátta áhorf. Sigurður Ólafsson er al- þjóðastjórnmálafræðingur, búsettur í Danmörku Enhedslisten Er sá flokkur sem er lengst út á vinstri kanti danskra stjórnmála. Hliðstæða hans í þáttunum er flokkur sem heitir Solidarisk Samling og er leiddur af ungum eldhuga, Anne Sophie Lindenkrone, sem svipar ekki lítið til annars ungs eldhuga, Johanne Schmidt-Nielsen, talsmanns Enhedslisten. Sósíalistaflokkurinn Sosialistisk Folkeparti (SF) Er systurflokkur Vinstri-grænna á Íslandi og leiðtogi hans er Villy Søvndal, utan- ríkisráðherra Danmerkur. Hann hefur fengið yfir sig nokkuð grænna yfirbragð í þáttunum heldur en fyrirmynd hans og heitir þar af leiðandi Miljøpartiet. Villy Søvndal, formaður SF, á ekki ýkja margt sameiginlegt með Amir Diwan, for- manni Miljøpartiet í þáttunum, en sá er frekar vísun í ýmsa áberandi stjórnmála- menn af innflytjendaættum sem rutt hafa sér rúms í dönskum stjórnmálum á allra síðustu árum. Má þar nefna Manu Sareen, jafnréttis- og kirkjumálaráðherra, og Naser Khader, fyrrum þingmann og stofnanda Ny Alliance (sem síðar varð að Liberal Alliance sem nú á fulltrúa á danska þinginu). Sósíaldemókrataflokkurinn Fær nafn sitt í þáttunum lánað frá, meðal annars, breskum og norskum systurflokk sínum og heitir Arbejderpar- tiet. Formaður hans er í upphafi ansi nöðrulegur og samviskulaus náungi sem heitir Michael Laugesen. Hann kann sinn Machiavelli upp á tíu og er alveg laus við aðrar hugsjónir en þær að deila og drottna. Ekki verður sagt að hann eigi mikið sameiginlegt með Helle Thorning- Schmidt, forsætisráðherra og formanni danska Sósíaldemókrataflokksins, ekki svo vitað sé, alla vega. Sá formaður sem tekur við af Laugesen strax frá og með öðrum þætti, Bjørn Marrot, er hins vegar holdgervingur hins veika formanns, tímabundnu lausnar- innar meðan leitað er betri kosta. Nýjasta dæmið um slíkan formann stórs sósíal- demókrataflokks er að finna handan Eyrarsundsins hjá sænsku sósíaldemó- krötunum í Håkan Juholt, hinum nýhætta formanni þar á bæ. Radikale Venstre Miðjuflokkur aðalpersónunnar Birgitte Nyborg, De Moderate, á sér hliðstæðu í sósíallíberalíska miðjuflokknum Radikale Venstre. Formaður Radikale Venstre er efnahags- og viðskiptaráðherrann Margarethe Vestager. Líkindin milli hennar og Birgitte Nyborg eru ansi mikil, þó að segjast verði að hinn skáldaði forsætisráðherra líkist raunar enn meira hinum raunverulega forsætisráðherra Danmerkur. Venstre Stóri miðsækni hægri flokkurinn í Danmörku. Lifandi eftirmynd hans í þátt- unum er flokkurinn De Liberale. Lars Hes- selboe, formaður De Liberale, er fremur erkitýpa hins dæmigerða formanns stórs hægri flokks en að hægt sé að segja að hann líkist beinlínis til dæmis Lars Løkke Rasmussen, núverandi formanni Venstre og fyrrum forsætisráðherra, eða forvera hans Anders Fogh Rasmussen. Konservative Íhaldsflokkurinn Ny Højre samsvarar systurflokki sínum í raunveruleikanum, Konservative. Í þáttunum heitir íhalds- leiðtoginn Yvonne Kjær. Hún á sér ekki neina beina hliðstæðu í danskri pólitík en má kannski kenna við ákveðna staðal- mynd af hægri sinnaðri konu í pólitík. Formaður hins raunverulega íhaldsflokks er hins vegar Lars Barfoed en hann á það sameiginlegt með formanni skáldaða systurflokksins að vera nokkuð stöðluð týpa sem formaður íhaldssams stjór- nmálaflokks. Dansk Folkeparti Hægrisinnaði þjóðernisflokkurinn í þáttunum heitir Frihedspartiet. Formaður hans er hinn litríki Svend Åge Saltum sem hefur keimlíkar skoðanir og fulltrúar Dansk Folkeparti í raunveruleikanum. Skáldaði formaðurinn á þó kannski meira sameiginlegt með Mogens Glistrup, hinum fræga formanni Fremskridtspartiet, forvera Dansk Folkeparti, en sá flokkur og foringi hans voru mun óheflaðri í sinni pólitísku framsetningu en Dansk Folkep- arti og Pia Kjærsgaard hafa nokkurn tíma verið. Þykir þó ýmsum nóg um. Einn framamaður Dansk Folkeparti hefur þó tekið að sér líkindin við hinn skáldaða formann Frihedspartiet. Það var þingmaðurinn Søren Espersen sem gagnrýndi raunar við sama tækifæri þá tilhneigingu sem honum fannst vera hjá höfundum sjónvarpsefnis hjá DR að láta alltaf miðvinstri fólkið vera „góða fólkið“ á meðan pólitísk skoðanasystkini hans væru alltaf óupplýsta og fremur illgjarna liðið. Danskir stjónmálaflokkar Johanne Schmidt-Nielsen, talsmaður Enhedslisten. Forsætisráðherrann í sjónvarpsþátt- unum, Birgitte Nyborg, umkringd blaða- mönnum og fjölskyldu. Raunverulegi forsætisráðherrann, Helle Thorning-Schmidt, umkringd blaða- mönnum. Anne Sophie Lindenkrone, leiðtogi Solidarisk Samling, í sjónvarpsþátt- unum. 32 úttekt Helgin 16.-18. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.