Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 35

Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 35
Börn þurfa athygli og viðurkenningu Traust, tengsl og sjálfsþekking eru áhersluþættirnir sem fjallað er um á tíu vikna námskeiði fyrir börn krabbameins- greindra. Elísabet Lorange listmeðferðar- fræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og ævintýrameðferðarfræð- ingur, sjá um barnahópana. Námskeiðin eru í Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Elísabet segir að oft veikist allir í fjöl- skyldunni þegar annað foreldrið fær krabbamein og tilgangur námskeiðisins sé að börnin fái að koma á staðinn og fá viðurkennt að þau séu að ganga í gegnum sitt: „Þótt við séum ekki að kryfja það í kjölinn.“ Elísabet segir algengast að þau vilji ekki mikið tala um veikindi foreldra þeirra. „Þau vilja eiginlega meira tala um sig og hvað er að gerast í þeirra lífi og fá athygli á það, sem er líka gott. Þetta dagsdaglega drama getur orðið svo lítið í samanburði við veikindi foreldris,“ segir hún. Elísabet segir pláss fyrir fleiri börn á námskeiðum þeirra sem sé þeim að kostn- aðarlausu, en þær bæta sjaldan börnum við þegar liðið er á námskeiðið. - gag Börnin sem blaðamaður hitti þennan dag fá ekki einfaldar spurn- ingar: Hvernig er að eiga foreldri með krabbamein? Hvernig verður lífið þegar mamma eða pabbi læknast? Ef þau sáu ekki fram á að svo yrði, voru þau spurð hvernig þau sæju lífið fyrir sér án þeirra? Þessi litlu ljós í Ljósinu snertu streng hjá blaðamanni. Sumar spurningarnar voru of flóknar en þegar fyrir lá að svarið var hikandi var ekki annað að gera en að um- orða spurningarnar: Þurfa foreldr- ar þínir oft að stóla á þig? „Jaaaá,“ var svarað hikandi, svo spurt var aftur; Veistu hvað er að stóla á ein- hvern? „Nei reyndar ekki.“ Útskýri það og svarið breytist; „Nei, nei.“ Sjá fram á betri tíð Arnþór Ingi Pálsson, er sjö ára í öðrum bekk í Mýrarhúsaskóla. Hann er á námskeiðinu ásamt tvíburabróður sínum Ásmundi Ara. „Pabbi minn var með krabbamein en er það ekki lengur,“ segir Arn- þór þar sem hann sest niður með blaðamanni; einn því þeir bræður vilja það heldur. Hann man ekki Framhald á næstu opnu Helga Jóna Sigurðarsdóttir og Elísabet Lorange halda um hópinn. Neðri röð: Páll Rist, Franklín Ernir Kristjánsson, Björk Steinarsdóttir, Brynja Jóhannsdóttir, Arnþór Ingi og Ásmundur Ari Pálssynir. Mynd/Hari fréttaskýring 35 Helgin 16.-18. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.