Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
175
h) Skrá skal hjartarafritsbreytingar samkvæmt Minnesota-
lykli,1 fremur en sjúkdómsgreiningu.
c) Hjartarúmmál skal mælt í millilítrum fremur en að skrá
„stækkað hjarta“.
Kransæðasjúkdómar birtast í ýmsum myndum, svo sem:
1. Saga um hjartakveisu (420.20, 420.28).
2. Neggdrep (420.10, 420.90) eða grunur um neggdrep
(420.18).
3. Eingöngu sem „einkennandi“ hjartarafritsbreytingar eða
grunsamlegar hjartarafritsbreytingar.
Engar af þessum myndum eru þó algerlega óyggjandi.
Freq. 2. mynd
Q-wave duration in a group of people with no sign of I.H.D
compared with a group wit.li manifestnd Mvocardial Infarction
2. mynd sýnir, að töluverður hópur þeirra, sem hafa ekki
haft einkenni um hjartasjúkdóm, hafa Q-breytingar eins og sést
við neggdrep (þ. e. Q-lengd yfir 0.04 sek.), og jafnframt, að
liluti þeirra, er hafa fengið neggdrep, eru með Q-lengd innan eðli-
legra marka. 0
1 sumum hóprannsóknum hafa um 15—20% af þeim, sem
eru sjúkdómsgreindir með neggdrep, ekki liaft nein einkenni
(symptoms) í sjúkrasögu um þennan sjúkdóm. 4
Þótt stuðzt sé við allákveðin skilmerki, ber læknum oft ekki
sarnan um greininguna.