Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
203
væru á lánum, og þeim flestum fremur óhagstæðum, þannig að vaxta-
og afborgunarbyrði af þeim sé nánast óbærileg. Hann kvað stjórn D.M.
vera að vinna að því að koma þessum lánum fyrir til lengri tíma, en
sem stendur, sagði ræðumaður, er útlit fyrir erfiðleika við að standa
í skilum með vexti og afborganir á þessu ári. Hann skýrði því næst frá
áætluðum leigutekjum af verzlunum, framlagi læknafélaganna vegna
skrifstofuhúsnæðis og kom í ljós, að talsvert mundi á vanta. Taldi
ræðumaður, að e. t. v. væri hægt að fá lán úr elli- og örorkutrygginga-
sjóði lækna, en það leysti að vísu engan vanda annað en til skamms
tíma. í ljós kom við útreikninga, að með því að framlag læknafélag-
anna til sjálfseignarstofnunarinnar vegna skrifstofuhúsnæðis væri 12.-
000 kr. á mán., og með óbreyttu framlagi frá einstöku félagsmönn-
um, 1.200 kr., eins og hingað til, myndi fást greiðslujöfnuður á af-
borgunum og vöxtum á þessu ári.
Sigfús Gunnlaugsson, framkv.stj. félaganna, upplýsti því næst, að
nokkuð vantaði upp á í fjárhagsáætlun félaganna til þess, að framlag
Læknafélags íslands gæti staðið undir þeim leigukostnaði, sem hér
væri farið fram á. Eftir nokkrar umræður um málið var það einróma
samþykkt af viðstöddum formönnum svæðafélaganna, að leggja bæri
til við aðalfund, að árgjald L.í. væri hækkað úr 4.000 kr. í 4.500
kr. á ári, en á þann hátt var talið fullkomlega öruggt, að staðið yrði við
allar skuldbindingar Domus Medica að þessu sinni.“
Ágreiningur hefur risið milli stjórna D.M. annars vegar og L.í. og
L.R. hins vegar um niðurstöðu fundarins í þessu máli. Stjórnir læknafé-
laganna telja, að með áðurnefndu 500 kr. viðbótarframlagi á hvern fé-
laga hafi fundurinn skilið, að greiðslujöfnuður fengist á yfirstandandi
ári. Stjórn D.M. telur hins vegar, að auk áðurgreinds framlags, sem
þá yrði 1.700 krónur alls á hvern félaga í L.Í., beri læknafélögunum
að greiða húsaleigu allt að 12.000 kr. á mánuði og að með því hafi
verið reiknað á umræddum fundi.
8. Ýmis mál í ársbyrjun 1967 skipuðu stjórnir L.í. og L.R. sameigin-
lega þá Tómas Árna Jónasson og Gunnlaug Snædal í
nefnd til að kanna horfur og leiðir til þess að stofnsetja sameiginlega
bókasafnsþjónustu fyrir alla þá aðila, sem aðgang þurfa að eiga að
læknisfræðibókasafni. Með nefndinni hafa starfað Ásmundur Brekkan,
ritari L.Í., og Kristín Pétursdóttir bókavörður. Nefndin hefur unnið
mikið undirbúningsstarf og beitt sér fyrir stofnun samstarfsnefndar
allra þeirra aðila, er bókasafnsmál þessi varða. Skýrsla nefndarinnar
mun birtast í Læknablaðinu á þessu sumri.
í tilefni 100 ára afmælis Guðmundar heitins Hannessonar á síðast-
liðnu hausti ákváðu stjórnir L.í. og L.R. að heiðra minningu hans með
útgáfu ljósprentunar af Læknablaði því, er hann gaf út á Norðurlandi
1902—1904. Tókst þessi ljósprentun með ágætum og varð úr þessu
vönduð bók, í 500 tölusettum eintökum.
Það eru stjórn L.í. nokkur vonbrigði, að allt upplagið hefur ekki
selzt, og tæplega fyrir kostnaði. Alltaf selst þó eitt og eitt eintak, enda
er hér tilvalin tækifærisgjöf til læknastúdenta, kandídata og annarra,
er áhuga hafa á læknis- og þjóðfélagsfræði.