Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 64
206
LÆKNABLAÐIÐ
c) forspár um atvinnumál, samgöngur, tilflutning, byggingar, en
nátengd slíkri rannsókn er
d) forspá um skóla- og kennslukerfi.
e) Á upplýsingum a) og b)-liðar þarf síðan að gera forspá um
elli- og sjúkraframfærslu, en til hennar þarf sennilega 10 ára
eftirmat (retrospective analysis) á framfærslu aldraðra, sjúkra
og örkumla.
2. Gögn um menntunarniöguleika allra tegunda starfsmanna heil-
brigðisþjónustu, þar sem tekið er tillit til
a) framtíðarskipulags skóla- og menntunarkerfis,
b) forspár um þróun annarra atvinnuvega í samkeppni um nýlið-
un starfsfólks.
Sérstakt tillit verður auk þess að taka við gagnasöfnunina til
framtíðarþróunar háskólamenntunar í læknisfræði og tengd-
um greinum, rannsóknaraðstöðu, sívaxandi þarfar á tækni-
þjálfuðu aðstoðarstarfsliði.
3. a) Jafnframt ofangreindri gagnasöfnun fari fram rannsókn á
hliðstæðum yfirlitsrannsóknum, sem gerðar hafa verið og eru
í framkvæmd á Norðurlöndum, Bretlandi og í Bandaríkjunum.
b) Nákvæm rannsókn á raunverulegum heildarfjölda starfs-
manna í heilbrigðisþjónustu, innifalið allar tegundir lækna og
hjúkrunarliðs í opinberu- og einkastarfi, allar tegundir tækni-
menntaðs aðstoðarfólks, allar tegundir stjórnsýsluliðs og ann-
ars starfsfólks, sem nú fæst við rekstur heilbrigðismála beint
eða óbeint.
c) Athugun á fjárveitingu opinberra aðila og einkaaðila til
heilbrigðismála, beint og óbeint, á síðasta 10 ára tímabili,
sundurliðuð, ásamt mati á nýtingu fjárins í hinum mismun-
andi þáttum heilbrigðisþjónustunnar, innifalið sjúkrahúsbygg-
ingar, rannsóknarstörf á vegum opinberra aðila og einkaaðila,
menntun og námsferill heilbrigðisstarfsfólks o. s. frv.
III. Núverandi ástand
Samhliða þessu er gerð athugun á núverandi ástandi heilbrigðis-
mála:
a) Stjórnsýsluleg og læknisfræðileg skipan heilbrigðisstjórnar-
innar.
b) Löggjöf um heilbrigðismál.
c) Fjöldi læknishéraða.
d) Skipulag heilbrigðisþjónustu a. ö. 1. („prívatpraktiserandi"
læknar, einkastofnanir til hjúkrunar og rannsókna, heilbrigð-
is- og matvælaeftirlit í kaupstöðum og sveitum, skipan og
rekstur sjúkrasamlaga o. s. frv.).
e) Fjöldi, tegund og starf heilbrigðisstofnana.
IV. Urvinnsla
Við úrvinnslu þeirra gagna, sem getur um í II. kafla, verður að
samhæfa viðtæka samvinnu þeirra stofnana og einstaklinga, sem að