Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ
221
unnið að framkvæmdum þeirra. Með stærri einingum fást skilyrði til
stofnunar og reksturs heilbrigðisstofnana, t. d. læknamiðstöðva, með
meiri eða minni styrk frá hinu opinbera.
Að þessu öllu athuguðu viljum við leggja niður núverahdi hreppa-
samlog að verulegu eða öllu leyti og fá starfsemi og skyldur þeirra í
hendur eins aðila, er hafi vald og getu til að taka ákvarðanir og
gera urbætur, vald til að útvega og ráða lækna til vissra verka cða
afleysinga annarra og getu til að greiða þeim mannsæmandi laun.
Læknasamtökin hafa ekki vald til að breyta skipulagi sjúkrasamlaga
og þvi er þessari tillögu beint til heilbrigðisstjórnarinnar.
i'ylgiskjal 17
Ályktun um endurskoðun reglugerðar um lækningaleyfi o. fl.
Aðalfundur L. L, haldinn í Reykjavík 27.—29. júlí 1967, skorar
a heilbrigðisstjórn, að nú þegar verði gerð endurskoðun á reglugerð
um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa frá 1961.
Jafnframt vill aðalfundur benda á, að nauðsynlegt er, að siik
reglugerð sé endurskoðuð mjög oft, með tilliti til þróunar læknis-
fiæðinnar og breyttra aðstæðna í heilbrigðismálum.
Fylgiskjal 18
Ályktun um sjúkrahús utan Reykjavíkur
Aðalfundur L. í., haldinn í Domus Medica dagana 27.—29 júlí
1967, beinir þeim tilmælum til væntanlegrar stjórnar, að hún hlut-
ist til um að skipa nefnd til að athuga ástand sjúkrahúsa utan Reykja-
víkur, rekstur þeirra og starfsgrundvöll. Jafnframt athugi nefnd
þessi möguleika á að setja lágmarksstaðla fyrir slík sjúkrahús í sarn-
raði við heilbrigðisyfirvöld landsins.
Árni Björnsson,
Ásmundur Brekkan.
Fylgiskjal 19
Ályktun um framtíðarskipulag spítalaíæknisþjónustu
Aðalfundur L. 1, haldinn í Reykjavík 27.-29. júlí 1967, lýsir
stuðningi við meginniðurstöður nefndar um framtíðarskipulag spítala-
læknisþjónustunnar, sem birtust í Læknablaðinu í febr,—apríl 1967.
F. h. stjórnar L. R.,
Guðjón Lárusson,
Árni Björnsson.