Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
177
er mikið og sértækni minni. Það er erfitt að velja hinn gullna
mcðalveg í þessu efni. Bezta lausnin er líklega að nola þau skil-
merki og próf, sem W.H.O. ráðleggur, en þá ætti sértækni og
næmi Reykjavíkurrannsóknarinnar að líkjast öðrum hóprann-
sókniun, sem hafa verið gerðar og fara fram víðs vegar um heim
skv. W.H.O. stöðlum.
MÆLITÆKNI
Fjórar aðalkröfur verður að gera til mælinga almennt:
1. Gildi (validity).
2. Nákvæmni (eins nákvæm og markmið rannsóknarinnar
krefst). Þar eð við vitum lítið um t. d. breytileik (vari-
ance) eiginda milli einstaklinga og um líffræðilegar breyt-
ingar (hiological variations) hjá einstaklingum á Islandi,
verður nákvæmni að vera mikil.
3. Hagnýting.
4. Mælingin verður að vera eins laus við kerfishundnar breyt-
ingar (systematic variations) og unnt er. Getur þó oft
verið illkleift að sneiða fram hjá þessu, sérstaklega
við samanburð á niðurstöðum fleiri lækna eða fleiri al-
menningsrannsókna. Læknar hafa mismunandi menntun
og ályktunarhæfileika. Jafnvel með notkun staðlaðs al-
þjóðlegs spurningalista getur samanhurður orðið villandi
sökum menningarmunar þjóða.
STÖÐLUN (standardization)
Þeir, sem rannsaka, verða að vera á einu máli um skýrgrein-
ingu mælinganna og hvernig þær skulu framkvæmdar. T. d. hafa
prófanir leitt í ljós, að þrátt fyrir notkun s. k. Minnesota-lykils við
túlkun hjartarafritsbreytinga (túlkun þessa lykils hyggist á ein-
faldri mælingu á millimetraræmu), getur mismunur á niðurstöð-
um tveggja athuganda verið mjög breytilegur (between observers
variation), ef þeim eru ekki gefnar mjög nákvæmar reglur í upp-
hafi, eins og getið er um hér að framan.
Við hóprannsókn geta ytri aðstæður breytt mjög niðurstöðu.
Dæmi um slíkt eru:
1. Dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma eru algengari á
veturna en sumrin. 8 (sjá þriðju mynd.)
Við samanburð á hóprannsóknum ber að taka tillit til þess-
ara breytinga.