Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 78
218
LÆKNABLAÐIÐ
félaga, sýslunefndir, Samband sjúkrahúsa og fleiri sambærilega aðila
um framkvæmdir.
Páll Gíslason.
Fylgiskjal 11
Ályklun um fundarsköp
Aðalfundur L. í. 1967 felur stjórn L. í. að semja fyrir næsta aðal-
fund tillögur að fundarsköpum fyrir aðalfundi.
Páll Gíslason.
Fylgiskjal 12
Um samninga við staðgengla héraðslækna
Samkvæmt samþykkt á síðasta aðalfundi L. í. tilnefndi stjórnin
þá Grím Jónsson, héraðslækni í Hafnarfirði, Friðrik Sveinsson, hér-
aðslækni í Álafosshéraði, og Hauk Þórðarson, yfirlækni á Reykja-
lundi, í nefnd til þess að semja við læknanema um kaup fyrir afleys-
ingar í sumarleyfum héraðslækna.
Tveir nefndarmannanna, þeir Haukur Þórðarson og Friðrik Sveins-
son (Grímur Jónsson gat ekki mætt vegna annríkis), komu til skrafs
og ráðagerða með frapikvæmdastjóra L. í. í apríl—maí sl.
Niðurstaðan af þeim umræðum varð sú, að beinast lægi við að
hafa sem fyrst samband við héraðslækna frá öllum svæðafélögunum
og kanna vilja þeirra í þessum efnum. Var haft samband við lækn-
ana símleiðis.
Allir, sem samband var haft við, töldu, að hækkun á taxta þeim,
sem Félag læknanema gaf út síðastliðið sumar, kæmi ekki til greina.
Töldu sumir læknanna þann taxta þegar svo háan, að læknar í minni
héruðum risu ekki undir að greiða hann nema gefa verulega með
sér tímann, sem þeir tækju sér frí.
Þá kom það sjónarmið íram, að vafasamt væri, hvort héraðs-
læknum sjálfum eða öðrum fyrir þeirra hönd bæri yfir höfuð skylda
til þess að semja um kaup við afleysarana. Héraðslæknar eiga ein-
dreginn rétt á sumarleyfi, sér að kostnaðarlausu, og því ber heil-
brigðisyfirvöldunum að sjá héruðunum fyrir læknum til afleysinga
í sumarleyfum héraðslækna, og því ber þeirn (heilbrigðisyfirvöld-
unum) að semja við afleysarana um kaup og kjör.
í ljós kom líka, að enginn samningur var til við kandídata, sem
leysa héraðslækna af í sumarleyfum þeirra. Var því talið eðlilegast,
að samið yrði við þá fyrst og sá samningur hafður til hliðsjónar, þeg-
ar samið yrði við læknanemana.
I upphafi var því sýnt, að þessir samningar þyrftu meiri og betri