Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
183
mér sannanir fyrir því, að stöðlun og sjálfvirkni kenna m. a.
læknum nákvæmari vinnubrögð og draga verulega úr þarflausum
skriftum.
Rannsókn, er gerð var í Bandaríkjunum nýlega, leiddi í ljós,
að kostnaður við eitt blóðpróf hafði minnkað tíu til fimmtánfalt,
cftir að sjálfvirkur efnamælir var tekinn í notkun. Annað mál er,
að læknar krefjast fleiri og fleiri blóðsýna. Nýting sjúkrarúma á
barnaspítölum hafði aukizt um 10%, eftir að rafreiknar héldu
innreið sína á spitalana.
LOKAORÐ
Ég hef gert nokkra grein fyrir hlutverki faraldsfræði, mark-
miði og framkvæmd almennra hóprannsókna á heilbrigði manna.
Nokkuð hefur mér orðið tíðrætt um aðferðir, mælitækni, stöðlun
og sjálfsvirkni, en ljóst er, að læknar hér á landi verða að gefa
þessu meiri gaum en áður, ella drögumst við öllu meira aftur úr
nágrannaþjóðum okkar en orðið er.
Hluti þessarar greinar er að nokkru leyti þýðing skýrslu
minnar um almennar hóprannsóknir á heilbrigði manna, sem ég
skrifaði á ensku til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í júní
1966. Guðjón Jóhannesson, læknir á Karolinska sjúkrahúsinu, og
flciri voru mér hjálplegir við þýðingu skýrslunnar á íslenzkt mál,
og kann ég þeim þakkir fyrir.
Heimildaskrá.
1. Blackburn, H., Kays, A., Simonson, E., Rautahjaru, P. & Pursar, S.:
„The Electrocardiogram in Population Study“. A Classification System.
Circulation 1960 : 21 : 1160.
2. Heart Disease in Adults in United States 1960—1962. U.S. Department
of Health, Education and Welfare. Public Health Service 1964; p. 14.
3. Hummerfeldt, S. B.: „An Epidemiological Study of High Blood Pres-
sure.“ Acta Med. Scand. Supplement 407, 1963:33.
4. Ólafsson, Ól., Rignér, K. G., Brante, G.: „Kliniska fynd vid Halso-
kontroll i Eskilstuna." In manuscript.
5. Reid, D. D. & Rose, G. A.: „Assessing the Comparability of Mortality
Statistics.“ Brit. Med. Journal 1964:2:1437—1439.
6. Rose, G. A.: London School of Hygiene and Tropical Medicine. Per-
sonal Communication.
7. Rose, G. A.: „Seasonal Variation in Blood Pressure Measurement."
Nature 189:4760:235.
8. Rose, G. A.: „Cold Weather and Iscnæmic Heart Disease." Brit.
Journal of Prev. Med. 1966:20:97—100.