Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 46
192
LÆKNABLAÐIÐ
áframhalds á því fyrirkomulagi að boða formenn eða fulltrúa svæða-
félaganna á umræðufundi utan aðalfunda.
Formaður gat þess, að skipulagsskrá lífeyrissjóðs lækna hefði ver-
ið samþykkt í stjórnarráðinu.
Formaður kvað Ásmund Brekkan hafa unnið verulega að þeirri
greinargerð um heildarskipulag heilbrigðismála, sem fram hefði verið
lögð á fundinum.
Formaður kvað undirbúning að læknisfræðilegu bókasafni vera
kominn á góðan rekspöl, þar sem sett hefur verið á laggirnar sam-
starfsnefnd og einhugur virðist ríkja um nauðsyn þessa máls.
Að lokinni framsögu formanns var umræðum um skýrslu stjórn-
ar frestað.
Greinargerð um Ásmundur Brekkan fylgdi greinargerðinni úr
skipun heilbrigðismála hlaði (fylgiskjal 2). Hann kvað greinargerð-
á íslandi inni beint til heilbrigðisyfirvalda, og væri
hún niðurstöður af athugunum, er hann hefði
gert í samvinnu við nokkra aðila aðra. Ásmundur kvaðst vilja leggja
áherzlu á grundvallarathuganir og þá sérstaklega á menntunarmögu-
leika og framtíðarskipulag skóla- og menntunarkerfis, og forspár og
þróun annarra atvinnuvega í samkeppni um nýliðun starfsfólks.
Ásmundur kvað stofnun þá, er að sér tæki slíkar athuganir, verða
að vera sívirka, stöðugt að afla sér upplýsinga og skila af sér áætlun-
um. Ásmundur kvað erfitt að dæma um, hverju ætti að gefa „prioritet“,
eftir að grundvallarathugunum lyki, en nefndi þó helzt skipulagningu
yfirstjórnar heilbrigðismála. í lokin lagði Ásmundur fram fyrir hönd
stjórnar tillögu (fylgiskjal 3), er var samþykkt samhljóða.
Skýrsla Ásmundur Brekkan gerði grein fyrir störfum
samninganefndar L.f. hennar. Samningum var sagt upp frá 1. maí
1967. Kvað hann engar meiri háttar breyting-
artillögur á gjaldskrársamningi hafa borizt frá svæðafélögum. Frá
Læknafélagi Vesturlands barst athyglisverð breytingartillaga við 14.
gr. númerasamnings í sambandi við veikindaforföll lækna.
Varðandi gjaldskrársamning var sett fram krafa um 100% nætur-
álag allt frá 2 stundum, eftir að samningsbundinni dagvinnu lyki, í
stað 100% álags frá miðnætti.
Varðandi númerasamning var gerð sú krafa, að breyting yrði gerð
á 14. gr. í samræmi við framkomna tillögu.
Tryggingastofnunin reyndist tregur aðili að þessu sinni og þá að-
allega vegna verðstöðvunarlaganna, en nú síðustu dagana var loksins
gengið frá samningum.
Á gjaldskrársamningi urðu engar breytingar, nema eðlilegar
hækkanir, er nema um 2,8%, og svo, að 100% næturálag færist fram
um 1 klst., þ. e. byrjar kl. 23.00.
Um 14. gr. númerasamnings urðu miklar umræður, en niðurstaðan
varð sú, að greinin var samþykkt breytt (fylgiskjal 4).
Aðrar breytingar voru ekki gerðar á samningunum, og búið er að