Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 28
176
LÆKNABLAÐIÐ
I. tafla
Doctors Agreement of ECG Number of ECG.
1 3
2 4
3 20
The agreement of Myocardial infarction (Q-wave) in 27 ECG-
records between 3 cardiologists.
I. tafla sýnir árangur þriggja sérfræðinga í hjartasjúkdóm-
um á enskum spítala, er þeir lásu 27 hjartarafrit frá sjúklingum
með öruggt neggdrep. Allir fóru þeir eftir skihnerkjum W.H.O.
eða Minnesota-lyldi, en þrátt fyrir það reyndust þeir aðeins sam-
mála um túlkun 75% hjartarafritanna. Áður en þeir tileinkuðu
sér Minnesota-lykilinn, voru þeir aðeins samdóma um 40% raf-
ritanna.8
Nauðsynlegt er t. d. við greiningu á hjartakveisu og C.I. að
heita stöðluðiun spurningum, og þvi er rétt að nota staðlaðan
spurningalista líkt og frá London School of Hygiene and Tropical
Medicine. Enn fremur verða allir einstaklingar, sem grunaðir eru
um hjartakveisu og C.I., látnir gera áreynslupróf á ergometerhjóli.
Samanburðarhópur (control group), valinn af handahófi (random
sample), verður einnig látinn gangast undir þetta próf.
I stuttu máli:
Það er mikilvægt fyrir áreiðanleik sjúkdómsgreiningarinnar
að fá fram og skrá eins margar myndir sjúkdómsins og unnt er.
Síðar, er rannsókn hefur verið gerð, er hægt að velja skilmerki.
Við val skilmerkja fyrir sjúkdómsgreiningu jjarf að hafa hug-
fast, að ströng skilmerki auka sértækni (specificitv), en minnka
næmi (sensitivity).
Þar sem rannsóknin er gerð til athugunar á m. a. raunveru-
legri tíðni kransæðasjúkdóma á Islandi, er rétt að hafa mikla sér-
tækni, svo að hundraðstala rangra jákvæðra (false positive cases)
verði sem minnst. Hitt er ])ó einnig athugandi, að sannir jákvæðir
(true positives) gætu þá leynzt. Þeir koma með, ef næmi