Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
187
LÆKNABLAÐIÐ
53. árg. Október 1967
FELAGSPRENTSMIÐIAN H.F.
SAMSTARF
SJÚKRAHÚSA
Þegar hafin var nær samtím-
is bygging Borgarspítalans í
Fossvogi og viðbygging Land-
spítalans —- og skömmu síðar
endurreisn St. Jósefsspítala,
leit svo út, að sú stel’na að
dreifa sjúkrabúsþjónustunni
befði endanlega borið sigur af
bólmi.
Hefðu byggingaframkvæmd-
ir orðið með eðlilegum hraða
og verið lokið á um fjóriun til
fimm árum, væru nú í Reykja-
víkurborg „þrjú kóngsríki",
sem bvert um sig befðu kostað
kapps um að veita þjónustu í
sem flestum greinum læknis-
fræðinnar, bæði um útbúnað
allan og starfslið. Þessi dreif-
ing kraftanna náði þó aldrei
því marki, en varð til þess að
scinka allri þróun í sjúkrabús-
málum, svo að eftir nær 20 ár
á viðbygging Landspítalans enn
langt í land og Borgarspítalan-
um er enn ekki lokið. St. Jósefs-
spítalanum er að vísu lok-
ið, en skipulag læknisþjónustu
þar er með þeim hætti, að langt
er l'ró því, að hann sé nýttur.
Ekkert þessara sjúkrabúsa
mun í náinni framtíð fullnægja
þeim skilyrðum, sem nágranna-
þjóðir okkar setja um kennslu-
spítala eða fullkomið deildar-
skipt sjúkrabús. Þrátt fyrir
þetta þykjumst við geta sett
strangari skilyrði um séx*fræði-
nám en aðrar þjóðir!
Fyrir 20—30 árum befði e.
t. v. ekki verið óhugsandi, að
þrjú sjúkx-ahús gætu bvert um
sig veitt alla nauðsynlega lækn-
isþjónustu og jafnvel menntao
stúdenta og lækna. En hin öra
þróim læknisfræðinnar undan-
farna áratugi, auknar ki’öfur
um sérmenntun og ört vaxandi
kostnaður við tækjakost og
tæknimenntað starfslið leyfir
ekki slíka dreifingu starfskrafta.
Að því er bezt er vitað, mun
Borgarspítalinn í Reykjavík
taka til starfa á næstunni; mun
áætlað, að lyfjadeild bans taki
til starfa fyrst og síðan hver
deild af annaiTÍ, þ. á m. slysa-
deild.
Augljóst vii-ðist, að ekki má
dragast lengur að samræma
starfsemi sjúkrahúsa á Reykja-
víkursvæðinu og raunar á öllu
landinu, til þess að starfsemi
jxeirra megi nýtast sem bezt,
bæði fyrir sjúklinga og stai'fs-
lið. Þess verður að gæta, að t. d.
óeðlileg sóun á fjármunum eigi
sér ekki stað við það, að allir
kaupi sams konar dýr tæki, sem
síðan nýtast eigi sem skyldi. Þá