Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
189
og ráðamanna í heilbrigðismál-
um til að viðurkenna hana er
næsta undarleg. Læknasamtök-
in hafa nú samþykkt stuðning
við nefndarálit um spítalalækn-
isþjónustu (Læknablaðið febr.
—apríl-hefti 1967). Þau hljóta
því í samræmi við þá stefnu
sína að stuðla að því, að lagður
verði grundvöllur að samræm-
ingu á starfsemi sjúkrahúsa, ef
sýnt þykir, að frumkvæðið
komi ekki frá stjórnendum
þeirra.
RÁÐSTEFNA L.Í. UM
HEILBRIGÐISMÁL
Það er framkvæmdasam-
þykkt síðasta aðalfundar L.I.,
að stjórn þess gengst fyrir ráð-
stefnu um heilbrigðismál dag-
ana 18,—19. nóv. næstkomandi.
Ilelzta dagskrármál ráðstefn-
unnar er: Stjórnun heillirigðis-
mála. Meðal annarra mikil-
vægra mála, sem á dagskrá eru,
eru sjúkrahúsmál læknis])jón-
ustunnar í dreifbýli og þéttbýli,
hjúkrunarkvennaskorturinn og
læknismenntun.
Stjórn L.I. býður til þessarar
ráðstefnu aðilum, er hafa veg
og vanda af framkvæmd mikil-
vægustu þátta heilbrigðismála
og stjórnun þeirra, þar á með-
al heilbrigðismálaráðherra og
landlækni.
Ráðstefna af ])essu tagi er 1
senn tímahær og rökrétt fram-
hald af starfsemi Læknafélags
Islands. Deildarfélög þess, sér-
staklega Læknafélag Reykja-
víkur, liafa látið vandamál heil-
brigðisþjónustunnar sífellt
meira til sín taka á síðustu ár-
um.
Það viðhorf hefur löngum
verið viðloðandi í læknastétt-
inni, að skipulag lieilbrigðis-
mála væri ekki mál hennar,
læknar gerðu bezt í því „að
halda sér við leistinn sinn“.
Þessi viðhorf hafa alltaf verið
röng og verða fráleitari með
ári hverju, eftir því sem skipu-
lag og framkvæmd heilbrigðis-
mála verður margþættara.
Sem betur fer befur sú gagn-
stæða skoðun orðið útbreiddari
hin síðari ár, að læknum beri
skylda til þess umfram aðra
þjóðfélags])egna að marka
stefnu heilbrigðismála á grund-
velli þekkingar sinnar og
reynslu. Barátta lækna fyrir
bættum kjörum og betri starfs-
aðstöðu hefur vakið mikla at-
hygli í seinni tíð, en ])að er ekki
síður nauðsynlegt, að framtak
samtaka lækna á sviði skipu-
lags heill)rigðisþjónustu veki
athygli meðal þjóðarinnar, og
ábyrgð lækna á þessum mál-
um þarf að vera þeim sjálfum
sérstaklega ljós.
Frumkvæði lækna á sviði