Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ
197
2) í ritnefnd Læknablaðsins voru endurkjörnir Magnús Ólafsson
og Þorkell Jóhannesson.
3) Fulltrúar í Bandalag háskólamanna voru endurkjörnir Arin-
bjöm Kolbeinsson, Snorri P. Snorrason og Tómas Helgason og sem
varamaður Ásmundur Brekkan.
4) Gerðardómur var endurkjörinn: Aðalmenn: Ólafur Björnsson
og Kristinn Stefánsson. Varamenn: Guðmundur Karl Pétursson og
Torfi Bjarnason.
5) Endurskoðendur: Guðmundur Björnsson og Bjarni Konráðsson.
Stjórnarkjör Formaður: Arinbjörn Kolbeinsson,
Ritari: Friðrik Sveinsson,
Gjaldkeri: Ásmundur Brekkan.
Varamenn: Stefán Bogason, Örn Bjarnason og
Helgi Valdimarsson.
Fráfarandi formaður, Ólafur Bjarnason, bauð Arinbjörn Kolbeins-
son velkominn í starf formanns og árnaði honum heilla; þakkaði síðan
meðstjórnarmönnum sínum gott samstarf á liðnum tveimur árum.
Fundarmenn fögnuðu nýkjörinni stjórn með lófataki.
Páll Gíslason þakkaði fráfarandi stjórn mikil og góð störf. Árni
Björnsson þakkaði fyrir hönd L.R. fráfarandi stjórn störf og góða sam-
vinnu.
Fundarstaður næsta aðalfundar var ákveðinn að Bifröst í Borgar-
firði.
Arinbjörn Kolbeinsson, hinn nýkjörni formaður, þakkaði veitt
traust með kjöri sínu. Hann óskaði þess, að fundi yrði ekki slitið nú,
en fram haldið næsta dag til áætlunargerðar fyrir næsta starfsár og
bað fulltrúa að koma kl. 10 f.h.
Fundi var því frestað til næsta dags.
Laugardaginn 29. júlí var aðalfundi L.f. fram haldið. Fundarstjóri
var skipaður Guðjón Lárusson og fundarritari áfram Valgarð Björns-
son.
Arinbjörn Kolbeinsson rakti tillögur, er fram höfðu komið á af-
stöðnum fundum.
Fyrst var tekin fyrir tillaga Læknafélags Norðvesturlands. Taldi
Arinbjörn vanta greinargerð með tillögunni og eins leið til að fram-
kvæma hana, svo hún lenti ekki í skúffunni. Tillagan var síðan rædd
og' framkvæmdaleiðir.
Næst var tekin fyrir tillaga um starf nefndar til samninga við
læknanema. Talið var, að fara þyrfti í prófmál um lagaskyldu hins
opinbera til útvegunar staðgengla. Arinbjörn Kolbeinsson bað um til-
lögur og greinargerð frá læknanemum.
Þá var tekin fyrir tillaga um að halda ráðstefnu um skipulag
heilbrigðismála. Talið var, að ráðstefnu þessa ætti í síðasta lagi að
halda á hausti komanda, en semja þyrfti aðrar tillögur áður og undir-
búa. Ólafur Björnsson taldi, að fá þyrfti erlenda sérfræðinga á þessa
ráðstefnu. Fundarmenn töldu annars, að ráðstefnan þyrfti að vera