Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 44
190
LÆKNABLAÐIÐ
skipulags og stjórnunar heil-
brigðismála hefur auðvitað það
meginmarkmið, að öll heil-
brigðisþjónustan og starfskraft-
ar hennar nýtisl þjóðinni sem
bezt. Starfsemi lækna í skipu-
lagsmálunum er einnig nauð-
synleg til þess, að frumkvæði
þessara mála lendi ekki í hönd-
um aðila, sem kynnu vegna lak-
ari þekkingar á málefnum og
afskiptaleysis lækna að skipu-
leggja þessi mál á þann veg, að
það torveldaði eðlilega fram-
þróun læknisþjónustunnar í
landinu.
Ráðstefna sú, sem haldin
verður, getur orðið heillavæn-
legt spor í þróun þessara mála.
Hún getur, ef vel tekst til, orð-
ið vettvangur, þar sem farsæl
meginstefna getur byrjað að
mótast á grundvelli þeirra hug-
mynda og upplýsinga, sem þar
verða gerðar heyrinkunnar.
Fyrirhugað mun vera að
halda fleiri ráðstefnur af þessu
tagi nú í framtíðinni, og mun
ekki af veita, svo mildð sem
ógert er.
Læknablaðið mun að lok-
inni þessari fyrstu ráðstefnu
gera lesendum grein fyrir ein-
stökum viðfangsefnum hennar
og ályktunum þeim, sem kunna
að vera gerðar þar.
LEIÐRÉTTING
I síðasta tölublaði Lækna-
blaðsins hefur misritazt í
fyrirsögn ritstjómargreinar
og einnig í efnisyfirliti, þar
sem stendur „Könnun á
starfsaðferð“. Þar á að
standa: „Könnun á starfsað-
stöðu“, eins og fram kemur
í greininni sjálfri.