Læknablaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 60
202
LÆKNABLAÐIÐ
álit stjórnarinnar, að hér sé í lögum félagsins stefnt í rétta átt að mið-
stjórnun á launa- og kjaraaðstöðu lækna um land allt.
5. Héraðslækna- Stjórnin hefur oft rætt vandamál læknisþjónustu
vandamálið dreifbýlisins, og skrifstofa félagsins hefur reynt
að vera landlæknisembættinu innan handar um
staðgengilsútveganir. Lítill árangur hefur þó náðst, og stjórn L.f. játar
fúslega, að hún hefur ekki neinar raunhæfar tillögur til bráðrar lausn-
ar þessa vanda. Hins vegar hljóta læknisþjónustumál dreifbýlisins að
vera einn þýðingarmesti þátturinn í heildarskipulagningu heilbrigðis-
mála í landinu, sem því miður á enn langt í land.
6. Framhaldsnámskeið Námskeið var að vanda haldið í september-
fjrir héraðslækna og mánuði og var fjölsótt. Efni námskeiðsins að
almenna lækna þessu sinni var ,,acut“ læknishjálp, og voru
flutt mörg erindi um mismunandiþættibráðr-
ar meðferðar og greiningar sjúkdóma, og voru enn fremur haldnir
nokkrir umræðufundir (symposia) um þau efni.
f sambandi við námskeið, sem að þessu sinni var haldið í Domus
Medica, var opin sýning, sem að stóðu fjölmörg lyfsölufyrirtæki og
nokkur fyrirtæki, er selja lækningatæki og hjúkrunarvörur, og enn
fremur tvær bókaverzlanir. Námskeiðið í heild og sýningin þóttu takast
áfburðavel.
Með tilliti til bess, að á læknaþinginu i ár verður allyfirgripsmikið
fyrirlestraefni, innan afmarkaðs sviðs, telur stjórn L.f. og námskeiðs-
nefnd rétt að fella niður námskeið á hausti komanda, en nota þá jafn-
framt tækifærið og flvtja námskeiðið fram í maímánuð, sem af mörg-
um, einkum þeim, er námskeiðið hafa undirbúið og haldið fyrirlestra.
þykir mun hentugri tími.
Stjórn L.í. hefur reynt að gera könnun meðal lækna um hentugan
tíma fyrir námskeiðið, en ekki fengið undirtektir, svo teljandi sé. Eins
og samgöngum nú er háttað hér á landi, munu sízt vera erfiðleikar
fyrir l.ækna að sækja námskeiðið í maímánuði.
Þá mun skrifstofa læknafélaganna í samvinnu við læknanemafé-
lagið gera sitt ýtrasta til þess að útvega mönnum staðgengla.
7. Domus Medica í desemberbyrjun 1966 fór fram formleg vígsla
Domus Medica að viðstöddum miklum fjölda ís-
lenzkra lækna svo og boðsgesta, m. a. forseta fslands.
Nú má segja, að húsið sé allt komið í notkun, að undantekinni
einni einingu og lítils háttar geymslurúmi á 1. hæð.
Talsverðir fjárhagsörðugleikar hafa orðið á vegi sjálfseignarstofn-
unarinnar, sem m. a. var eitt tilefni til boðunar áðurgreinds fundar
með formönnum svæðafélaga L.í. 25. febrúar sl. Um það atriði var
gerð eftirfarandi bókun:
..Byggingarkostnað kvað Biarni Bjarnason, form. stjórnar Domus
Medica, vera tæpar 8 millj. kr., en framlög, sem þegar væru komin,
aðeins um 1.250.000.00 kr. Það væri því um tæpar 7 millj. kr., sem