Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 8

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 8
164 LÆKNABLAÐIÐ 4. Kosning stjórnar og meðstjórnenda. For- mann, ritara og gjaldkera skal kjósa sér- staklega, en 2 meðstjórnendur má kjósa í einu lagi. Kosning skal vera skrifleg, ef koma fram fleiri tillögur um menn en kjósa skal, eða ef einhver fundarmanna óskar þess. 5. Kosnir 2 endurskoðendur reikninga félags- ins. 6. Stefnuskrá næsta starfsárs. 7. Lagabreytingar. 8. Önnur mál. 6. gr. Stjórn Stjórn félagsins skipa 5 menn, formaður, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórnendur, skulu þeir kosnir á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnarfundir eru ályktunarfærir, ef 3 eða fleiri úr stjórn mæta. 7. gr. VerksviS stjórnar Stjórn félagsins fer með málefni milli aðal- funda og skal hún fylgjast náið með öllu er varðar starfsaðstöðu félagsmanna, menntunar- og kjaramál. Ritari skal skrá fundargerð allra stjórnarfunda. Stjórnin getur skipað nefndir til að vinna að sérstökum verkefnum milli aðalfunda. 8. gr. Félagsfundir Félagið heldur 2 almenna fundi hið minnsta á tímabilinu október—apríl, og auk þess fundi þegar að stjórnin telur þess þörf eða ef 10 félagsmenn hið minnsta krefjast fundar. Fundi skal boða með dagskrá með viku fyrirvara. Fundur er ályktunarfær ef 1/5 gjaldskyldra félaga er viðstaddur. Nú reynist fundur ekki ályktunarfær og má þá boða til aukafundar um sömu mál, þann fund má eigi halda fyrr en að viku liðinni, nema sérstaklega standi á, og er sá fundur ætíð ályktunarbær sé löglega til hans boðað. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum félagsins, séu atkvæði jöfn sker atkvæði formanns úr. Þegar greidd eru at- kvæði um tillögu eða ábendingar varðandi kjarasamninga hafa þeir einir atkvæðisrétt, sem aðilar eru að samningagerð. Halda skal fundargerðarbók um alla félagsfundi. 9. gr. Vantraust Óski félagsmaður að bera fram vantraust á stjórnina skal það gert skriflega og undirritað af fjórðungi gjaldskyldra félaga hið minnsta. Stjórninni er skylt að taka vantraustið fyrir á félagsfundi innan þriggja vikna og sé til hans boðað skriflega með dagskrá. 10. gr. Lagabreyt ingar Lögum þessum má aðeins breyta á aðal- fundi, enda hafi breytingatillögur fylgt fundar- boði. Tillögur um lagabreytingar frá félags- mönnum skulu hafa borist félagsstjórn a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund. Lagabreytingar verða lögmætar ef aðalfundur er lögmætur og a.m.k. 2/3 fundarmanna greiða þeim atkvæði. StefnuskYá skv. 3. gr. félagslaga Félagið vinnur að eflingu sérfræðiþjónustu meðal annars á eftirfarandi hátt: a) Með því að vinna að bættri starfsaðstöðu sérfræðinga varðandi húsnæði, tæki og að- stoðarfólk. Það hefur og gát á öðrum kjara- atriðum, svo sem vinnutima, greiðslum fyrir störf o.fl. b) Með því að efla samvinnu sérfræðinga og stuðla að sem bestri viðhaldsmenntun þeirra. c) Með þvi að efla skipulag sérfræðiþjónustu þannig að hún komi að sem bestum notum fyrir sjúklinga og samrýnist vel þörfum þeirra hvar sem er á landinu. d) Með því að greiða fyrir framgangi nýjunga á sem flestum sviðum sérfræðiþjónustu. e) Með þ\i að gera tillögur um kannanir á starfsaðstöðu og kjörum sérfræðinga, skipu- lagi og rekstri sjúkrahúsa og leggja fram tillögur um breytingar á samningum við samninganefndir L.l. og L.R. f) Með því að vera ráðgefandi aðili á sem flestum sviðum varðandi sérfræðiþjónustu fyrir stjórn Læknafélags Islands og stjórnir annarra læknasamtaka eftir því sem við á og henta þykir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.