Læknablaðið - 01.09.1979, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ
165
Guðmundur Björnsson, Sævar Halldórsson
SJÓNSKERT BÖRN
KÖNNUN Á BLINDUM OG ALVARLEGA SJÓNSKERTUM
BÖRNUM OG UNGLINGUM í ÁRSLOK 1978
Grein þessi fjallar um orsakir og algengi
(prevalenee) blindu og alvarlegrar sjón-
skerðingar („partial sight“) meðal barna og
unglinga hér á landi. Hefur slík könnun
ekki verið gerð hér áður og er fyrsta til-
raun til þess að rannsaka nánar þennan
þátt heilbrigðismála. Borið er saman al-
gengi blindu meðal barna hér á landi og í
Bandaríkjunum.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar (WHO) á
blindu, er sá talinn blindur, sem hefur
sjónskerpu 6/60 Snellen (20/200, 0,1) eða
minna á betra auga með besta gleri, eða
minna en 20° sjónsvið á betra auga.8
Blindu er skipt í alblindu, þegar sjón er
engin eða það lítil, að hún nýtist ekki og
starfsblindu eða félagslega blindu, þegar
sjón nýtist eitthvað. Þeir síðarnefndu kom-
ast oft leiðar sinnar á ókunnum stöðum, en
geta ekki fylgst með í skóla á eðlilegan
hátt og starfsval getur orðið takmarkað
vegna lélegrar sjónar.
Með sjónskerðingu, sem flokkast ekki
undir blindu í þessari grein, er átt við þá,
sem hafa sjón 6/18 til 6/60 á betra auga,
með besta gleri. Er lestrarsjón þeirra mjög
skert og venjulegt bókar- og blaðaletur er
þeim oft ólæsilegt, nema með stækkunar-
glerjum.
Öll börn í Blindraskólanum, sem er ein
deild Laugarnesskólans í Reykjavík voru
skoðuð vor og haust 1978. Höfðu öll þessi
börn verið í rannsókn á barnadeild Landa-
kotsspítala og voru sjúkraskrár þeirra
kannaðar, ásamt sjúkraskrám annarra
blindra og sjónskertra barna, sem höfðu
legið þar inni, alls nítján. Vitneskja um
Greinin barst ritstjóm 03/04/79. Send í prent-
smiðju 02/05/79.
mörg sjónskert börn fékkst hjá augnlækn-
um og félagsráðgjafa blindra, sem vinnur
hjá Blindrafélaginu. Einnig gat hann gefið
upplýsingar um börn búsett á Norður- og
Austurlandi, enda hafði hann ferðast um
það svæði í þeim tilgangi að fá upplýsingar
um blinda og sjónskerta. Könnun þessi er
ekki tæmandi, en þó er sennilegt að öll
blind börn og unglingar, hafi komið í leit-
irnar.
NIÐURSTÖÐUR
1. Aldur og kyn:
í fyrstu töflu eru blind og sjónskert börn
46 að tölu, flokkuð eftir fæðingarári og
kyni. Drengir eru 31 og stúlkur 15, hlutfall
67:33.
Table 1.
Distribution of Jt6 legally blind or partially seeing
children by year of birth and sex. Iceland, 1978.
Year of birth M F Total
1977 1 i
1976 2 2
1975 1 1 2
1974 1 1
1973 2 2
1972 6 6
1971 4 4
1970
1969 i 1 2
1968 4 2 6
1967 3 4 7
1966 2 2
1965 1 1
1964 1 1 2
1963 3 2 5
1962 2 2
1961
1960 1 1
Total 31 15 46