Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 23

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 175 og karla) var 58,9 ár. Aldursdreifing kemur nánar fram af töflu I. Table I Age and sex. year W omen men 40—49 4 1 50—59 2 10 60—69 2 5 70—79 1 3 Allir sjúklingar höfðu upprunalega leit- að læknis vegna einkenna frá miðtauga- kerfi og voru allir rannsakaðir fyrir aðgerð af sérfræðingi í taugasjúkdómum auk handlæknis, og komu flestir þeirra á hand- læknisdeild af taugasjúkdómadeild Land- spítalans, þar sem sjúkómsgreining fór fram. Heimildir eru sjúkraskrár Landspítalans, en upplýsingar um afdrif sjúklinga þeirra, er enn eru á lífi, eru fengnar að nokkru með beinum viðtölum við þá, en að nokkru frá þeim læknum, er stunda þá nú. Fyrsta aðgerð þessarar tegundar, er gerð var á Landspítalanum, og þar með á ís- landi, var framkvæmd 10/1 1968 af próf- essor Snorra Hallgrímssyni. Sjúklingurinn var 58 ára gamall lögfræðingur með 6 daga sögu um endurtekin einkenni skyndislags. Aðgerðardaginn fékk hann alvarlegasta kastið, og er þetta eina aðgerðin, sem hér verður getið, sem framkvæmd var sem bráð (acut) aðgerð. Aðgerðin heppnaðist vel, og gengu einkenni sjúklings nær alveg til baka og fékk hann ekki frekari einkenni frá miðtaugakerfi meðan hann lifði. Hann lézt 65 ára úr óskyldum sjúkdómi. Aðgerðir á hálsslagæðum lágu síðan niðri, unz Páll Gíslason yfirlæknir byrjaði að framkvæma slíkar aðgerðir á Landspít- alanum árið 1971, og hefur hann fram- kvæmt flestar þær aðgerðir, sem hér verð- ur getið. NIÐURSTÖÐUR Alls voru á ofangreindum tíma gerðar á Landspítalanum 34 aðgerðir á 28 sjúkling- um skiptast aðgerðir niður á ár svo sem tafla II. sýnir. Sautján aðgerðir voru gerðar á hæ. slag- æð og jafnmargar vi. megin. Hjá 6 sjúkling- um var gerð aðgerð báðum megin. Á töflu Table II Year number of operations 1968 1 1971 2 1972 2 1973 7 1974 5 1975 11 1976 3 1977 3 III koma fram einkenni sjúklinganna fyrir aðgerð. Table III Classification of symptoms before operution. TIA (transient ischemic attack) 4 TIA-IR (t.ransient ischemic attack with incomplete recovery) 16 TIA + Amaurosis fugax 4 TIA-IR + Amaurosis fugax 2 CS (completed stroke) 2 Ljóst er, að mörkin milli hinna mismun- andi einkenna er oft óskýr, og á það eink- um við mörkin milli skyndislags með ófull- komnum bata (TIA-IR) og slags (CS). Þá virðist augljóst af einkennum, að a.m.k. 10 af þessum 28 sjúklingum höfðu blandaða sjúkdómsmynd, með nokkrum einkennum frá hryggslagæðarsvæði auk einkenna frá hálsslagæðasvæðum heilans. Er það í all- góðu samræmi við niðurstöður röntgen- rannsókna. Röntgenmyndatökur af slagæðum (art- eriografi) voru framkvæmdar hjá öllum sjúklingunum. Hjá 3 sjúklingum var aðeins mynduð önnur hálsslagæð, en hjá 5 sjúk- lingum báðar hálsslagæðar. Hjá 17 sjúk- lingum var gerð 4-æða rannsókn og hjá 3 sjúklingum var önnur hálsslagæðin mynd- uð auk 4-æða rannsóknar. Grófar niður- stöður röntgenrannsókna má sjá á töflu IV. Table IV Arteriographic findings Stenosis or plaque in one a.carotis 6 Stenosis or plaque in both aa.carotis 7 Stenosis or plaque in a.carotis + a.vertebr. 8 Stenosis or plaque in a.carotis, vertebr. et subclavia 7 Fitubris í hálsslagæðum var ávallt á deili- stað æðarinnar. Af töflu IV má sjá, að af 20 sjúklingum, sem gerð var á 4-æða röntgen- skoðun, höfðu 15 (75%) einkenni um æða- kölkun í fleiri æðum en hálsslagæðunum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.