Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 41

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 185 Tafla IX sýnir í hve mörgum tilvikum geðlæknisaðstoð var talin æskileg og má sjá, að hún hefur verið veitt eða fengist meðan sjúklingurinn var innlagður í 8 af 62 tilvikum. í 3 tilvikum var sjúklingnum vísað til geðlækna Kleppsspítalans (1 inn- lögn) en í 5 tilvikum sá ég um meðferð (3 sjúkl. fengu lyfjameðferð, einn fékk hjónasamtöl og einn fékk samtalsmeðferð). Tafla X sýnir að líkamlegt ástand lang- flestra hefur batnað við útskrift. Af töflu XI má sjá geðástand sjúklings- ins við útskrift samanborið við innlögn. Geðástand 75 hefur lítið breyst, en 21 er TAFLA IX Geðlæknisaðstoð Fengin Ekki fengin Æskileg Konur 7 33 40 Karlar 1 21 22 Alls 8 54 62 TAFLA X Líkamlegt ástand við útskrift Konur Karlar Alls Betra 51 40 91 Svipað 3 2 5 Verra 1 0 1 Óvitað 1 1 2 Dáinn 1 0 1 Alls 57 43 100 TAFLA XI Geðástand við útskrift Konur Karlar Alls Betra n 10 21 Svipað 44 31 75 Verra 0 1 1 Óvitað 1 1 2 Dáinn 1 0 1 Alls 57 43 100 TAFLA XII Vinnugeta við útskr'ít Konur Kurlar Alls Vinnufær 29 14 43, Ekki vinnufær, sjálfbjarga 20 23 43 Ekki sjálfbjarga 2 2 4 Langleg-usjúklingnr 5 4 9 Dáinn 1 0 1 Alls 57 43 100 greinilega betur á sig kominn andlega en við innlögn. Síðasta taflan, tafla XII sýnir vinnugetu við útskrift. Má þar sjá, að 43 eru vinnu- færir við útskrift. Aðrir 43 voru ekki vinnu- færir, en sjálfbjarga. Langlegusjúklingar eru 9, en auk þess voru 4, sem útskrifuð- ust af deildinni án þess að vera sjálfbjarga, 3 þeirra fluttust á önnur sjúkrahús. UMRÆÐA Við rannsókn þessa kom tvennt mest á óvart. í fyrsta lagi, að allir sjúklingarnir svöruðu játandi, en ég beiddist leyfis að ræða við þá sem geðlæknir, sbr. rannsókn Kanter13 þar sem 6 af 106 neituðu geð- viðtali. í öðru lagi áhugi sjúklinga á end- urhæfingadeild að ræða við geðlækni með meðferð í huga. Þegar litið er á það, að 27 sjúklingar eru í flokknum „reductio cerebri organica“ og „reductio cerebri oganica evt. reversibel“ og 15 hafa enga geðsjúkdóms- greiningu, er það mjög athyglisvert, að 35 höfðu áhuga á geðmeðferð. Sambærilegar rannsóknir annars staðar frá hefur ekki tekist að finna. Þær rann- sóknir, sem þó hefur tekist að ná í, benda í sömu átt, þ. e., að stór hluti sjúklinga á endurhæfingadeild eigi við tilfinningaleg vandamál að etja, sem þarfnast meðferðar, ef vel á að fara. Carnes0 segir: „Um það bil helmingur sjúklinga á langlegu-endur- hæfingadeild hafði geðrænar truflanir, sem þörfnuðust athygli, ef ekki meðferðar“. Diamond, Weiss og Grynbaum7 töldu, „að við helming sjúklinga hafi ekki náðst fullt samstarf“. Caine1 segir: „Um það bil helmingur sjúklinga, sem missa útlimi, þurfa á einhvers konar geðmeðferð að halda“. Hughson og Maddison,11 sem fjalla um hlutverk geðlæknis á endurhæf- ingadeild segja: „Tilfinningaleg vandamál eru áberandi meðal endurhæfinga-sjúkl- inga og geta torveldað og seinkað endur- hæfingu11. Þeir vitna í John Voss, sem sagði reynslu sína vera þá, að auk þeirra, sem hefðu augljósa geðsjúkdóma, gæti þriðj- ungur hinna talist óvinnufærir vegna ti'l- finningalegra truflana, sem áhrif hefðu á áhuga og framtakssemi sjúklinganna. Auk þess ætti annar þriðjungur við tilfinninga- leg vandamál að etja, sem trufluðu fram- farir við endurhæfingu á líkamlegri van-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.