Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 42

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 42
186 LÆKNABLAÐIÐ getu. Hughson og Maddison11 eru á sama máli. Þetta eru ekki ósvipaSar nið- urstöður og ég hef komist að á endurhæf- ingadeild Borgarspítalans. Hvað má af þessu læra? Mér finnst ljóst, að sjúklingurinn verður að meðhöndl- ast sem ein heild, en ekki með aðskilnaði líkama og sálar. Er ég þar alveg sammála því, sem fram kemur í ritstjórnargrein ástralska læknaritsins8 þar sem rætt er um hlutverk geðlækna á endurhæfinga- deildum: ,,Á engu öðru sviði læknisfræð- innar sést betur hvernig líkamlegir, til- finningalegir og félagslegir þættir eru sam- ofnir í sjúkdómsmynd þeirri, sem við eig- um að meðhöndla“. Kanter14 leggur áherslu á, að litið sé á sjúklinginn sem eina heild, en ekki sem sjúkdómseiningar, sem hver um sig heyri undir viðeigandi sérfræðing. Einkum telur hann hættu á slíkum meðferðarklofningi, er geðræn vandamál komi inn í sjúkdómsmyndina. Hvernig verður best á málum haldið til þess, að sjúklingar á endurhæfingadeildum fái ekki aðeins líkamlega lækni'ngu og að- hlynningu, en einnig verði sinnt andlegum vandamálum þeirra, sem tefja eða hindra eðlilega endurhæfingu? Fyrst og fremst þarf að auka til muna menntun lækna og annars starfsfólks sjúkrahúsa í geðlæknisfræði og sálarfræði. Ættu þá að vera auknir möguleikar á því, að starfsfólk komi oftar en nú er auga á sálina í líkama sjúklingsins, ef svo mætti að orði komast. Myndi þá starfsfólk end- urhæfingadeilda vera betur undir það bú- ið að vera sjúklingnum stoð og stytta í sál- rænum erfiðleikum þeirra. Ekki verður þó unnt að ætlast til þess, að allir verði sérfræðingar í geðlækning- um, og því er brýn nauðsyn á, að geðlækn- ir sé starfandi við endurhæfingadeildir. — Ýmsar skoðanir eru um hvernig starfi hans eigi að vera háttað. Caplan5 telur, að starfsfólk endurhæfingadeilda eigi að geta ráðið betur við tilfinningaleg vandamál sjúklinganna hafi það reyndan geðlækni sér til ráðlegginga og hjálpar. Freeman og Appelgate11 lýsa góðum árangri á endur- hæfingadeild þar, sem hlutverk geðlæknis var að starfa sem leiðbeinandi ráðunautur fyrir starfslið, sem stóð fyrir hópmeðferð sjúklinga. Nadelson15 lýsir starfi geð- læknis í gjörgæsludeild skurðlæknisdeild- ar, þar sem geðlæknir stjórnar hópumræð- um starfsfólks, sem ræðir þau vandamál, sem upp koma, t. d. sín eigin vandkvæði í samskiptum við sjúklingana. Telur hann hlutverk geðlæknisins mikilvægt og telur þessar hópumræður geta bætt meðferð sjúklinganna og aukið skilning á vandamál- um þeirra. Jafnframt er geðlæknir einn af meðferðarteyminu. Telur Nadelson árang- ur þess starfs fara eftir áhuga starfsfólks og ekki síst yfirmanna. í áðurnefndri rit- stjórnargrein í ástralska læknaritinu er áhersla lögð á mikilvægi geðlæknisins í ,,endurhæfingateyminu“ og ekki hvað síst sem ráðgefanda. Kanter1314 lýsir sam- skiþtum geðdeildar sjúkrahúss við aðr- ar deildir. Sýnir hann fram á aukningu á beiðnum um geðviðtöl frá 1974—1976. Hann telur of mikið skrifað á milli deilda í stað þess að talast við, ,,ræða málin“. Leggur hann áherslu á fundi milli deilda, þeir spari' tíma og séu viðhaldsmenntun fyrir báða aðila. Telur hann geðlækna nýt- ast best sem ráðgefandi eða leiðbeinandi aðila í meðferðarteymi. LOKAORÐ Rannsókn þessi hefur sýnt mikla tíðni geðrænna vandamála, sem hindra eða tefja endurhæfingu sjúklinganna. Mikill hluti sjúklinganna gerði sér grein fyrir þessum vandamálum og æsktu þeir hjálpar geð- læknis. Má af því draga þá ályktun, að hlutverk geðlæknis á endurhæfingadeild sé eigi veigalítið, og ætti geðlæknir að vera í hverju endurhæfingateymi. Hlutverk geð- læknis gæti verið þríþætt. í fyrsta lagi gæti hluti starfs hans verið fólginn í þvi að greina geðræn vandamál eða geðsjúk- dóma, sérlega í vafatilfellum. í öðru lagi gæti hann tekið að sér geðmeðferð ein- stakra sjúkinga, hvort sem væri einstakl- ingsviðtöl, hjóna- eða fjölskyldumeðferð eða stjórn lyfjameðferðar. Hópmeðferð (t. d. einstakra sjúklingahópa) er og vert að nefna. Síðast en ekki síst gæti reynd- ur geðlæknir verið góður ráðgjafi og leið- beinandi annars starfsfólks deildarinnar um meðferð sjúklinga og hvernig bregðast eigi við ýmsum vandamálum, sem upp koma. Gæti þetta leitt til aukinnar mennt- unar starfsfólks, skilnings á vandkvæðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.