Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1979, Qupperneq 65

Læknablaðið - 01.09.1979, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 201 Þvínæst voru kosnir embættismenn félags- ins: MeÖstjórn: Varamenn: Geir Gunnlaugsson Guðmundur I. Eyjólfss. Jón Högnason Ingóifur S. Sveinsson Jón Þ. Hallgrímsson Tryggvi Þorsteinsson Lára Halla Maack Leifur Dungal Tryggvi Ásmundsson Fulltrúar á aðalfund L.í. Fastir fulltrúar: Varamenn: Guðm. H. Þórðarson Ásgeir B. Ellertsson Haukur S. Magnúss. Haraldur Dungal Tómas Jónsson Jón Þ. Hallgrímsson Víkingur H. Arnórss. Leifur Dungal Örn Smári Arnaldss. Magnús Karl Pétursson Kosnir: Varamenn: Árni Kristinsson Eyjólfur Haraldsson Geir Gunnlaugsson Halldór Jóhannsson Sigurður B. Þorsteinss. Ingólfur S. Sveinsson Tryggvi Ásmundsson Jón Högnason Viðar Hjartarson Ólafur Örn Arnarson Endurskoöendur: Magnús Ólafsson Þorgeir Gestsson Lagðir voru fram reikningar Lœknablaösins 1977, reikningar Styrktarsjóðs lœkna 1977, NámssjóÖs lækna 1976 og Lífeyrissjóðs Jœkna 1976. Engar athugasemdir komu fram við þessa reikninga. Formaður lagði fram breytingartillögu stjórnar L.R. viö lög félagsins. Þann 14. febrúar 1979 hafði eftirfarandi breytingartillaga verið kynnt: „10. grein. Upphaf greinarinnar orðist svo: Félagið heldur fundi um félagsleg málefni að jafnaði tvisvar á ári, en auk þess, þegar stjórn- in telur þess þörf eða ef 10 félagsmenn óska þess.“ Formaður lagði til, að tillögunni væri breytt, og hún hljóðaði svo: „Félagið heldur fundi um félagsleg málefni að jafnaði tvisvar á ári, og skal annar þeirra œtíð lialdinn í febrúar, en auk þess, þegar stjórnin telur þess þörf eða ef 10 félagsmenn óska þess.“ Rökin fyrir innskotinu sagði formaður vera þau, að næsti fundur á undan aðalfundi, yrði að vera skömmu fyrir aðalfund, vegna þess að þar ætti að kynna tillögur til lagabreytinga og tillögur um menn i stjórn og fulltrúa á aðal- fund L.I., svo og endurskoðendur. Væri óeðli- legt, að slíkur fundur færi fram löngu fyrir aðalfund. Fundarmenn féllust á rök formanns. I umræðum um þessa tillögu kom fram, að eðlilegast var talið, að Fræðslunefnd annaðist alla fræðslufundi félagsins, en ekki stjórnin. Það sjónarmið kom fram, að semja þyrfti starfsreglur fyrir Fræðslunefnd, til þess að reyna að tryggja það, að starf hennar yrði áfram jafn þróttmikið og það hefði verið að undanförnu. Ekki var hægt að afgreiða ofangreinda til- lögu, þar sem fundurinn var ekki lögmætur. Þá kynnti formaður störf nefndar þeirrar, sem skipuð var til að gera úttekt á rekstri skrifstofu lœknasamtakanna og kanna banka- viðskiptakjör lækna og Tœknasamtakanna. 1 nefndinni eru: Örn Smári, Guðmundur Sigurðsson, Páll Þórðarson og Guðjón Eyjólfsson. Sagði ræðu- maður, að lokið væri útreikningi á hinum ýmsu starfsliðum á skrifstofunni. Yrði væntanlega samin skýrsla um störf nefndarinnar og send stjórnum læknasamtakanna bráðlega. Þá upplýsti hann, að nefndin hefði átt við- ræður við bankastjóra þriggja banka, Búnaðar- bankans, Landsbankans og Sparisjóðs Reykja- vikur og nágrennis, og spurst fyrir um, hvaða viðskiptakjör þeir byðu læknum, sem við þá skiptu. Væri von á skriflegum fundargerðum frá þessum viðræðum, sem mundu jafngilda samkomulagi. Var í þvi sambandi rætt um vexti af ávísanareikningum, lánafyrirgreiðslur út á fasteignir o.s.frv. Formaður tók sérstaklega til umræðu bygg- ingarmál Domus Medica. kynnti hann undir- búningsaðgerðir viðbyggingar við austurálmu Domus Medica, þar sem læknasamtökin fá auk- ið húsrými fyrir skrifstofu sina. Formaður ræddi um fjármögnun þessara framkvæmda og benti á, að læknasamtökin, sem slík, ættu enga sjóði, en hins vegar væri sá möguleiki fyrir hendi. að leita til Lífeyrissjóðs og Námssjóðs lækna um fyrirgreiðslu í einni eða annarri mynd. Urðu um þetta nokkrar umræður. Var m.a. bent á, að Námssjóður ætti orðið tugi milljóna, sem engin fyrirmæli voru um, hvern- ig skyldi ráðstafa. Formaður bar fram eftirfarandi ályktunar- tillögu: „Aðalfundur L.R. haldinn I Domus Medica 14. marz 1979 ályktar að fela stjórn L.R. að hefja sem fyrst framkvæmdir við fyrirhugaða við- bótarbyggingu við Domus Medica." Tillagan var samþykkt samhljóða. Formaður ræddi um Styrktarsjóö lækna. Taldi hann, að sjóð þennan bæri að leggja niður, þar sem augljóst væri, að hann þjónaði ekki sínum upphaflega tilgangi, þ.e.a.s. að vera verkfallssjóður lækna, til þess væri hann of veikur fjárhagslega. Auk þess væru ekki mikl- ar iíkur til, að læknar þyrftu á slikum sjóði að halda, þar sem þeir myndu seint gripa til verkfalla. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu frá Erni Smára Arnaldssyni og Magnúsi Karli Péturssyni: „Aðalfundur L.R. 1979 leggur til, að Styrkt- arsjóður lækna verði lagður niður.“ Var hún samþykkt samhljóða. Þar sem fundurinn var ekki lögmœtur, var ekki um endanlega afgreiðslu ályktunartillagn- anna að ræða, þó að kannaður hafi verið vilji fundarmanna til þeirra. Að þvi búnu sleit formaður fundi. Fundarmenn voru alls 22. Guðmundur H. Þórðarson ritari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.