Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 71

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 207 hefði annars unnið. Var talið, að þessi að- ferð mundi flýta afgreiðslu málsins. Því miður hefur þó orðið dráttur á því, að Árni fengi leyfi frá störfum til að vinna þetta verk. Þó er von til þess, að hann geti hafið það í ágúst og jafnvel lagt einhver drög að tillögum fyrir aðalfund. Að tillögu aðalfundar L.í. 1975 voru skipaðar 3 nefndir, er gera skyldu tillögur um fyrirkomulag sérnáms í 3 greinum. Nefndir heimilislækna og lyflækna skiluðu áliti á árinu 1977 og hefur hið fyrrnefnda birzt í Læknablaðinu. Álit skurðlækna- nefndar barst á sl. vori og hefur verið sent Skurðlæknafélaginu til umsagnar. Álit lyf- lækna og skurðlækna mun birtast í Lækna- baðinu. Stjórn L.í. skrifaði á sl. hausti bréf til þá nýskipaðs ráðherra heilbrigðismála vegna læknaskorts í dreifbýli. í bréfinu var lögð áherzla á nauðsyn þess að hraða skipulagningu á framhaldsnámi í heimilis- lækningum hér á landi. Stjórnin hélt því fram, að skortur lækna til þessara starfa væri minni nú, ef tillögur L.í. frá 1975 hefðu verið framkvæmdar. Framhaldsnám íslenzkra lækna erlendis fer nú að langmestu leyti fram í Svíþjóð, og virðist enn opin leið fyrir íslenzka lækna í námsstöður þar, enda þótt spáð hafi verið vandkvæðum fyrir nokkrum ár- um síðan. Á sl. ári munu 36 læknar hafa farið til starfa og framhaldsnáms í Svíþjóð, en á sama tíma aðeins 8 til Bandaríkja Norður-Ameríku, en fyrir nokkrum árum síðan leitaði svipaður fjöldi til hvors þess- ara landa. Íslenzkir læknar, sem fara til framhalds- náms í Bandaríkjunum, fá nú aðeins 2ja ára dvalarleyfi vegna breytinga á innflytj- endalögum. Mál þetta er rakið í ársskýrslu 1977—1978 og Lbl. (1. tbl. 1978). Síðustu fréttir herma, að nú sé von til þess, að lög- unum verði breytt þannig, að dvalarleyfi fáist í samræmi við námstíma. FRÆÐSLUNEFND Starfsemi nefndarinnar hefur verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Hún hefur haldið fundi a.m.k. mánaðarlega nema yfir hásumarið. Hér fer á eftir skýrsla Árna Björnssonar formanns f r æðslunef ndar: 1. Haldið var námskeið fyrir lækna í Domus Medica dagana 13.—16. sept. 1978, og fjallaði það um barnasjúkdóma. Björn Árdal hafði forgöngu um undir- búning námskeiðsins, og var norska of- næmissérfræðingnum dr. Kjell Aas boð- ið til fyrirlestrarhalds. Einnig kostaði fyrirtækið Hoechst 2 danska fyrirlesara, dr. Jacob E. Paulsen og dr. Jörn Dietzel, til að tala irm sykursýki í sambandi við námskeiðið. Verða úrdrættir úr erindum á námskeiðinu gefnir út sem fylgirit Læknablaðsins á næstunni eins og í fyrra, og styrkir Fræðslunefnd þá út- gáfu fjárhagslega. Námskeiðið var vel sótt og þótti takast vel. Undirbúningur næsta námskeiðs er þegar hafinn, og mun það fjalla um atvinnusjúkdóma og verður haldið dagana 26. og 27. septem- ber 1979. 2. Svo sem læknum er kunnugt var Fræðslunefnd falið að hafa forgöngu um læknaþing dagana 24. og 25. sept. Und- irbúningur undir þingið er í fullum gangi og takist það vel, er áætlað að halda slík þing annað hvert ár framveg- is. Fræðslunefnd sér um allan undir- búning með aðstoð frú Sofie Markan á skrifstofu læknafélaganna, en fram að þinginu verður aðalverkefni hennar að aðstoða nefndina. 3. L.í. fól Fræðslunefnd að gangast fyrir ráðstefnu um atvinnuheilbrigðismál og bjóða þátttöku aðilum vinnumarkaðar- ins og öðrum, sem áhuga kunna að hafa á þessu efni. Verður ráðstefnan haldin 28. sept. n.k. í beinu framhaldi af nám- skeiðinu. Hafði seinasti aðalfundur L.í. skorað á stjórn L.í. að halda slíka ráð- stefnu. 4. Fræðslufundir einkum ætlaðir heimilis- læknum hafa verið haldnir mánaðar- lega yfir veturinn á laugardögum. Sjúkrahús Reykjavíkursvæðisins og Sjúkrahús Akraness hafa séð um þessa fundi. Hafa heimilislæknar haft hönd í bagga um efnisval og undirbúning þess- ara funda. Þrátt fyrir gott efnisval og valinkunna fyrirlesara hefur aðsókn að þessum fundum farið stöðugt minnk- andi, og er nú svo komið, að sýnt þykir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.