Læknablaðið - 01.09.1979, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ
209
Lagt er til, að skipað verði fræðsluráð L.í.
til ráðuneytis fjölmiðlum, félagasamtökum
og öðrum. Ráðið skal fylgjast með heil-
brigðisfræðslu í fjölmiðlum og hafa frum-
kvæði að sérstökum verkefnum í samvinnu
við sérgreina- og áhugamannafélög. Stjórn
L.í. sendi tillögu þessa til Námskeiðs- og
fræðslunefndar L.í. og allra svæðaféaga.
Jákvæð svör hafa borizt frá Fræðslunefnd
og einu svæðafélagi, en F.Í.L.B. er að
nokkru ósammála niðurstöðum starfshóps-
ins. Auk þess hefur komið frá 2 læknum
tillaga um tekjustofn til að standa undir
almenningsfræðslu. Stjórn L.f. telur, að
þess sé full þörf, að læknar komi til móts
við vaxandi áhuga almennings og taki
virkan þátt í fræðslu um heilbrigðismál,
og mun taka þetta mál inn á dagskrá aðal-
fundar til umræðu.
LÆKNABLAÐIÐ
í nýlegri ritstjórnargrein (Lbl. 2. tbl.
1979) er gerð allítarleg grein fyrir málefn-
um Læknablaðsins. Stjórn L.í. vill enn
ítreka tilmæli, sem hún setti fram í síð-
ustu ársskýrslu og fram komu í ritstjórn-
argreininni um, að læknar notfæri sér
styttri biðtíma greina og sendi blaðinu
bréf, athugasemdir og uppástungur um
félagsleg málefni. Nefndir og stjórnir
svæðafélaga eru hvattar til að senda blað-
inu skýrslur sínar og fregnir af störfum.
Til viðbótar þeim upplýsingum, sem felast
í nefndri ritstjórnargrein, hefur Örn
Bjarnason ritað eftirfarandi skýrslu:
„A sl. sumri var haldinn á Akureyri
fundur ritstjóra og framkvæmdastjóra nor-
rænna læknatímarita. Var þar gerð grein
fyrir ýmsum vandamálum Læknablaðsins,
og voru þau rædd með hliðsjón af þróun
mála á hinum Norðurlöndunum. í þeim
umræðum kom fram, að Danir hafa að
undanförnu verið að endurskipuleggja út-
gáfustarfsemi sína, og buðust þeir til þess
að kanna, hvort mögulegt væri að þeir
gætu veitt okkur tæknilega aðstoð. Á fund-
inum var m.a. Povl Riis, en hann hefur
fylgst náið með rekstri Læknablaðsins und-
anfarin ár og verið ritstjórum hollur ráð-
gjafi, en hann hefur verið einn af aðal-
ritstjórum Ugeskrift for læger síðan 1967.
I samráði við útgáfustjóra danska lækna-
félagsins fór síðan undirritaður til Hafnar
sl. haust og athugaði möguleika á að nýta
þá tækniþjónustu, sem fyrir hendi er hjá
fyrirtækinu.
Dagana 15.—18. júní sl. voru þrír full-
trúar danska læknafélagsins hérlendis til
viðræðna við ritstjórn Læknablaðsins og
stjórnir læknafélaganna.
Á fundum með Dönunum kom fram, að
danska læknafélagið hefur tekið í notkun
tölvu, sem annars vegar er notuð til þess
að halda meðlimaskrá og færa alla reikn-
inga félagsins og sjóði þess, þ.m.t. lífeyris-
sjóði, og hins vegar er tölvan notuð til þess
að setja allt efni í tímarit og bækur, sem
gefin eru út á vegum félagsins (Læge-
foreningens forlag). Rætt var um það, á
hvern hátt og að hve miklu leyti væri
hægt að undirbúa Læknablaðið til prent-
unar í Höfn og hvort mögulegt væri, að
„Lægeforeningens forlag“ annaðist auglýs-
ingasöfnun frá erlendum lyfjafyrirtækjum.
Að vel athuguðu máli var í samráði við
fulltrúa stjórna L.R. og L.í. ákveðið að
vinna eitt tölublað eða fylgirit í Höfn, og
mun ritstj órnarfulltrúi fara á næstunni og
kynna sér aðstæður og undirbúa málið.
Að lokinni þessari tilraun verður málið
tekið til rækilegrar endurskoðunar, og á
aðalfundi í september verður nánari grein
gerð fyrir þróun mála.
í umræðum um þetta mál hafa ýmsir
spurt, hvort líklegt sé, að hægt verði að
lækka kostnað, sé þeirri tækni beitt, sem
okkur stendur til boða. Því er til að svara,
að Lægeforeningens forlag hefur tekizt
þetta. Á sl. 2 árum hefur útgáfukostnaður
lækkað um 2 milljónir danskra króna, sem
er umtalsvert hlutfall miðað við 10 millj-
óna árlega veltu, sem svarar til 700 millj-
óna íslenzkra.
Könnun sú, sem fyrir dyrum stendur,
miðar að því að athuga, hvort hægt sé að
ná því langþráða marki að gefa út 8—10
eintök á ári með auknu félagslegu efni án
þess að hækka áskriftargjöld, en ástæða er
til að ætla, að tekjur aukist, verði auglýs-
ingum safnað ytra, og er þá ótalið það
vinnuálag, sem létt væri af skrifstofunni.
Af hálfu Lægeforeningens forlag og
danska læknafélagsins hefur frá byrjun
verið lögð á það áherzla, að hér væri um
tímabundna tækniaðstoð að ræða. Mestu
varði að stefna að því að koma upp sam-